Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. Hann kveðst hlakka til að vinna áfram að styrkja traust sambands Íslands og Bandaríkjanna.
„Fólki farnast hvarvetna best þegar virðing er borin fyrir frelsi til hugsana og tjáningar, jöfnum rétti allra borgara, jafnrétti kynjanna, umburðarlyndi og fjölbreytni,“ skrifar Guðni í kveðjunni sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld.