Undarleg staðsetning blaðamannafundar Giuliani vekur athygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2020 23:01 Ekki beint hefðbundið umhverfi fyrir blaðamannafund. AP Photo/John Minchillo Undarlegur blaðamannafundur Rudy Giuliani, lögmanns Donalds Trump, í dag hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að staðsetning hans þótti afar undarleg, auk þess sem að á sama tíma og fundurinn stóð yfir var tilkynnt að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefði unnið sigur í forsetakosningunum. Staðsetning fundarins hefur vakið hvað mesta athygli en fundurinn var haldinn fyrir framan húsnæði Four Seasons Total Landscaping, garðyrkjufyrirtækis staðsett í iðnaðarhverfi Philadelphiu. Umhverfið þótti nokkuð sóðalegt, enda klámbúð við hliðina á garðyrkjufyrirtækinu. Tilkynnti að fundurinn yrði á Four Seasons, breyttist svo í Four Seasons Total Landscaping Því hefur verið haldið fram að einhver hafi gert mistök við skipulagningu blaðamannafundarins en fyrr um daginn hafði Trump tilkynnt að halda ætti blaðamannafund á Four Seasons í Philadelphiu. Four Seasons er þekkt hótelkeðja og líklega má þar finna sal sem hefði mögulega hentað betur en bílastæðið hjá umræddu garðyrkjufyrirtæki. Nokkru síðar tilkynnti Trump að fundurinn yrði haldinn hjá Four Seasons Total Landscaping og þangað flykktust nokkrir tugir blaðamanna til þess að heyra hvað Giuliani og félagar höfðu að segja. Trump, a hotelier at heart, announces a press conference at Philadelphia's "Four Seasons" at 11, before specifying it's at Four Seasons Total Landscaping at 11:30. pic.twitter.com/HmTIPeukNG— Josh Wingrove (@josh_wingrove) November 7, 2020 Hótelið sjálft gaf svo út áréttingu um að fundurinn yrði ekki haldinn þar. To clarify, President Trump’s press conference will NOT be held at Four Seasons Hotel Philadelphia. It will be held at Four Seasons Total Landscaping— no relation with the hotel.— Four Seasons Hotel Philadelphia at Comcast Center (@FSPhiladelphia) November 7, 2020 Það var sem sagt á bílastæðinu fyrir utan garðyrkjufyrirtækið, steinsnar frá klámbúð sem meðal annars hefur fengið umsögnina „óhugnanlegur staður“ á Yelp, þar sem Giuliani útskýrði fyrir umheiminn hvað myndi felast í baráttu forsetans við það sem hann telur vera kosningasvindl í forsetakosningunum, þó að ekki hafi verið sýnt fram á að neitt slíkt hafi átt sér stað. Hélt Giuliani því fram, án þess að færa fyrir því sannanir, að átt hafði verið við atkvæði í Pennsylvaníu, ríkinu sem réði úrslitum í forsetakosningunum. Þrír eftirlitsmenn kjörstaða voru með honum á fundinum þar sem þeir sögðu að komið hafi verið í veg fyrir að þeir gætu fylgst nægjanlega vel með talningunni. Sagðist Giuliani hafa getað komið með 50 slíka eftirlitsmenn með sér. Rudy Giuliani hefur að undanförnu verið einn helsti ráðgjafi Donalds TrumpAP Photo/John Minchillo Sagði Giulaini að framboð Trump myndi leggja fram fjölda málsókna vegna þess að flokksmenn og aðrir á vegum Repúblikanaflokksins hefðu ekki getað fylgst nægjanlega vel með talningu atkvæða. Kom í ljós á miðjum fundi að Biden hafði sigrað Þá hélt hann því fram að sú staðreynd að Biden hafi sigið fram úr að kjördegi loknum sé sönnun þess að átt hafi verið við kosningarnar, Biden í hag. Trump leiddi í Philadelphiu þangað til póstatkvæðin voru talin. Þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta, ekki síst vegna þess að stuðningsmenn Biden voru mun líkegri til þess að nýta sér atkvæðagreiðslu með pósti, eitthvað sem Donald Trump hvatti stuðningsmenn sína til þess að gera ekki. Fundurinn fór þó eiginlega alveg af hjörunum þegar í ljós kom á miðjum fundi að Biden hafði verið lýstur sigurvegari af helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Fékk Giuiliani þær upplýsingar á miðjum fundi. Rudy Giuliani: "Who was it called by?"Media: "All of networks."Rudy Giuliani: "All the networks!" pic.twitter.com/TXjreOmrAh— CSPAN (@cspan) November 7, 2020 „Ekki vera með þessa vitleysu. Sjónvarpsstöðvarnar fá ekki að ákveða hver fer með sigur af hólmi,“ sagði Guiliani Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Sjá meira
Undarlegur blaðamannafundur Rudy Giuliani, lögmanns Donalds Trump, í dag hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að staðsetning hans þótti afar undarleg, auk þess sem að á sama tíma og fundurinn stóð yfir var tilkynnt að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefði unnið sigur í forsetakosningunum. Staðsetning fundarins hefur vakið hvað mesta athygli en fundurinn var haldinn fyrir framan húsnæði Four Seasons Total Landscaping, garðyrkjufyrirtækis staðsett í iðnaðarhverfi Philadelphiu. Umhverfið þótti nokkuð sóðalegt, enda klámbúð við hliðina á garðyrkjufyrirtækinu. Tilkynnti að fundurinn yrði á Four Seasons, breyttist svo í Four Seasons Total Landscaping Því hefur verið haldið fram að einhver hafi gert mistök við skipulagningu blaðamannafundarins en fyrr um daginn hafði Trump tilkynnt að halda ætti blaðamannafund á Four Seasons í Philadelphiu. Four Seasons er þekkt hótelkeðja og líklega má þar finna sal sem hefði mögulega hentað betur en bílastæðið hjá umræddu garðyrkjufyrirtæki. Nokkru síðar tilkynnti Trump að fundurinn yrði haldinn hjá Four Seasons Total Landscaping og þangað flykktust nokkrir tugir blaðamanna til þess að heyra hvað Giuliani og félagar höfðu að segja. Trump, a hotelier at heart, announces a press conference at Philadelphia's "Four Seasons" at 11, before specifying it's at Four Seasons Total Landscaping at 11:30. pic.twitter.com/HmTIPeukNG— Josh Wingrove (@josh_wingrove) November 7, 2020 Hótelið sjálft gaf svo út áréttingu um að fundurinn yrði ekki haldinn þar. To clarify, President Trump’s press conference will NOT be held at Four Seasons Hotel Philadelphia. It will be held at Four Seasons Total Landscaping— no relation with the hotel.— Four Seasons Hotel Philadelphia at Comcast Center (@FSPhiladelphia) November 7, 2020 Það var sem sagt á bílastæðinu fyrir utan garðyrkjufyrirtækið, steinsnar frá klámbúð sem meðal annars hefur fengið umsögnina „óhugnanlegur staður“ á Yelp, þar sem Giuliani útskýrði fyrir umheiminn hvað myndi felast í baráttu forsetans við það sem hann telur vera kosningasvindl í forsetakosningunum, þó að ekki hafi verið sýnt fram á að neitt slíkt hafi átt sér stað. Hélt Giuliani því fram, án þess að færa fyrir því sannanir, að átt hafði verið við atkvæði í Pennsylvaníu, ríkinu sem réði úrslitum í forsetakosningunum. Þrír eftirlitsmenn kjörstaða voru með honum á fundinum þar sem þeir sögðu að komið hafi verið í veg fyrir að þeir gætu fylgst nægjanlega vel með talningunni. Sagðist Giuliani hafa getað komið með 50 slíka eftirlitsmenn með sér. Rudy Giuliani hefur að undanförnu verið einn helsti ráðgjafi Donalds TrumpAP Photo/John Minchillo Sagði Giulaini að framboð Trump myndi leggja fram fjölda málsókna vegna þess að flokksmenn og aðrir á vegum Repúblikanaflokksins hefðu ekki getað fylgst nægjanlega vel með talningu atkvæða. Kom í ljós á miðjum fundi að Biden hafði sigrað Þá hélt hann því fram að sú staðreynd að Biden hafi sigið fram úr að kjördegi loknum sé sönnun þess að átt hafi verið við kosningarnar, Biden í hag. Trump leiddi í Philadelphiu þangað til póstatkvæðin voru talin. Þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta, ekki síst vegna þess að stuðningsmenn Biden voru mun líkegri til þess að nýta sér atkvæðagreiðslu með pósti, eitthvað sem Donald Trump hvatti stuðningsmenn sína til þess að gera ekki. Fundurinn fór þó eiginlega alveg af hjörunum þegar í ljós kom á miðjum fundi að Biden hafði verið lýstur sigurvegari af helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Fékk Giuiliani þær upplýsingar á miðjum fundi. Rudy Giuliani: "Who was it called by?"Media: "All of networks."Rudy Giuliani: "All the networks!" pic.twitter.com/TXjreOmrAh— CSPAN (@cspan) November 7, 2020 „Ekki vera með þessa vitleysu. Sjónvarpsstöðvarnar fá ekki að ákveða hver fer með sigur af hólmi,“ sagði Guiliani
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Sjá meira
Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57