Telja óhætt að hefja valkvæðar aðgerðir á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 11:20 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítala. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítala og formaður farsóttarnefndar spítalans telja nú óhætt að hefja valkvæðar aðgerðir á ný eftir að þeim var frestað með auglýsingu heilbrigðisráðherra í október. Sú auglýsing verður felld úr gildi frá og með morgundeginum, 11. nóvember, að því er fram kemur í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. Landspítali settur á neyðarstig í kjölfar hópsýkingar kórónuveirunnar á Landakoti í október. Í kjölfar þess lagði landlæknir til að valkvæðum aðgerðum á spítalanum sem geta beðið yrði frestað og staðfesti heilbrigðisráðherra fyrirmæli þar um með auglýsingu þann 26. október síðastliðinn. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að staðan á Landspítala sé enn alvarleg en heldur hafi hægst um. Í ljósi þess hafi nú borist erindi frá forstjóra og formanni farsóttarnefndar, þar sem þeir telji óhætt að hefja valaðgerðir á ný – en með vissum takmörkunum er varðar stærri aðgerðir. Landlæknir hafi því lagt til við heilbrigðisráðherra að fyrri auglýsing verði felld úr gildi. Sú ákvörðun muni taka gildi á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember 2020. „Landlæknir biðlar þó til stofnana og sjálfstætt starfandi lækna að bíða heldur lengur, í eina til tvær vikur, með stærri aðgerðir þar sem áhætta á blæðingum eða öðrum alvarlegum fylgikvillum er mest. Þar sem um vafatilvik er að ræða treystir landlæknir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Landlæknir hvetur að öðru leiti lækna til að hefja að nýju valkvæðar aðgerðir samkvæmt stöðu og getu hverrar stofnunar eða einingar,“ segir í tilkynningu. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Valkvæðum skurðagerðum frestað Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. 26. október 2020 17:19 Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. 9. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Forstjóri Landspítala og formaður farsóttarnefndar spítalans telja nú óhætt að hefja valkvæðar aðgerðir á ný eftir að þeim var frestað með auglýsingu heilbrigðisráðherra í október. Sú auglýsing verður felld úr gildi frá og með morgundeginum, 11. nóvember, að því er fram kemur í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. Landspítali settur á neyðarstig í kjölfar hópsýkingar kórónuveirunnar á Landakoti í október. Í kjölfar þess lagði landlæknir til að valkvæðum aðgerðum á spítalanum sem geta beðið yrði frestað og staðfesti heilbrigðisráðherra fyrirmæli þar um með auglýsingu þann 26. október síðastliðinn. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að staðan á Landspítala sé enn alvarleg en heldur hafi hægst um. Í ljósi þess hafi nú borist erindi frá forstjóra og formanni farsóttarnefndar, þar sem þeir telji óhætt að hefja valaðgerðir á ný – en með vissum takmörkunum er varðar stærri aðgerðir. Landlæknir hafi því lagt til við heilbrigðisráðherra að fyrri auglýsing verði felld úr gildi. Sú ákvörðun muni taka gildi á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember 2020. „Landlæknir biðlar þó til stofnana og sjálfstætt starfandi lækna að bíða heldur lengur, í eina til tvær vikur, með stærri aðgerðir þar sem áhætta á blæðingum eða öðrum alvarlegum fylgikvillum er mest. Þar sem um vafatilvik er að ræða treystir landlæknir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Landlæknir hvetur að öðru leiti lækna til að hefja að nýju valkvæðar aðgerðir samkvæmt stöðu og getu hverrar stofnunar eða einingar,“ segir í tilkynningu.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Valkvæðum skurðagerðum frestað Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. 26. október 2020 17:19 Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. 9. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Valkvæðum skurðagerðum frestað Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. 26. október 2020 17:19
Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47
Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. 9. nóvember 2020 12:01