Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 17:25 Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi en ekki hafa jafn fáir greinst með veiruna og í gær síðan 14. september. „Hægt og bítandi er þetta að fara niður. Þetta gengur ekkert voðalega hratt en við bjuggumst svo sem ekkert við því endilega en þetta er bara ánægjulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var tekið mikið af sýnum í gær og það verður að túlka það líka þannig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði í vikunni og telur að fara þurfi hægt í að aflétta takmörkunum.Vísir/Egill Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú eru í gildi gilda fram í næstu viku. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á næstu dögum þar sem hann leggur til framhald aðgerða. „Þá held ég að við þurfum að fara hægt í þetta og ná að halda árangrinum góðum heldur en þurfa að fara of hratt og þurfa að bakka aftur og ég held að það sé allra hagur að gera það þannig.“ Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 en fjórtán hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Níu karlar og fimm konur. Meðalaldur þeirra sem hafa látist er 88 ár en einn var á áttræðisaldri, átta á níræðisaldri og fimm á tíræðisaldri. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fjórtán látist.Grafík/Hafsteinn Sóttvarnalæknir segir ellefu andlátanna tengjast hópsýkingunni á Landakoti og að talið sé að rekja megi um tvö hundruð smit til hennar. Einhvern tíma til viðbótar taki að sjá fyrir endann á hópsýkingunni. „Við erum að tala hér um eldri einstaklinga sem að yfirleitt þola þessa sýkingu miklu verr heldur en yngra fólk þannig að það er eitthvað svolítið í land með að við sjáum alveg fyrir endann og hvernig þessi hópsýking er saman sett.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi en ekki hafa jafn fáir greinst með veiruna og í gær síðan 14. september. „Hægt og bítandi er þetta að fara niður. Þetta gengur ekkert voðalega hratt en við bjuggumst svo sem ekkert við því endilega en þetta er bara ánægjulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var tekið mikið af sýnum í gær og það verður að túlka það líka þannig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði í vikunni og telur að fara þurfi hægt í að aflétta takmörkunum.Vísir/Egill Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú eru í gildi gilda fram í næstu viku. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á næstu dögum þar sem hann leggur til framhald aðgerða. „Þá held ég að við þurfum að fara hægt í þetta og ná að halda árangrinum góðum heldur en þurfa að fara of hratt og þurfa að bakka aftur og ég held að það sé allra hagur að gera það þannig.“ Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 en fjórtán hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Níu karlar og fimm konur. Meðalaldur þeirra sem hafa látist er 88 ár en einn var á áttræðisaldri, átta á níræðisaldri og fimm á tíræðisaldri. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fjórtán látist.Grafík/Hafsteinn Sóttvarnalæknir segir ellefu andlátanna tengjast hópsýkingunni á Landakoti og að talið sé að rekja megi um tvö hundruð smit til hennar. Einhvern tíma til viðbótar taki að sjá fyrir endann á hópsýkingunni. „Við erum að tala hér um eldri einstaklinga sem að yfirleitt þola þessa sýkingu miklu verr heldur en yngra fólk þannig að það er eitthvað svolítið í land með að við sjáum alveg fyrir endann og hvernig þessi hópsýking er saman sett.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58