Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 19:17 Pompeo ræddi við fréttamenn í utanríkisráðuneytinu í dag. Hann sagði þar að ný ríkisstjórn Trump tæki við í janúar þrátt fyrir að Joe Biden hefði unnið sigur í forsetakosningunum. AP/Jacquelyn Martin Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Biden var lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í fjölmiðlum á laugardag eftir að ljóst var að hann hefði unnið meirihluta kjörmanna í lykilríkjunum Pennsylvaníu og Nevada. Talning stendur enn yfir í nokkrum ríkjum og verða úrslit kosninganna ekki staðfest formlega strax. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Þess í stað heldur hann fram stoðlausum ásökunum um stórfelld kosningasvik sem hafi kostað hann öruggan sigur. Ýmsir leiðandi repúblikanar hafa tekið undir þær ásakanir og neitað að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum síðustu daga. Halda þeir því fram að kosningunum sé ekki lokið því Trump eigi enn eftir að láta reyna á úrslitin fyrir dómstólum. Engar vísbendingar eða sannanir hafa komið fram um stórfelld kosningasvik og nokkrum dómsmálum framboðs Trump hefur þegar verið vísað frá. Pompeo var spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi á fréttamannafundi í dag. „Það verða hnökralaus valdaskipti til nýrrar Trump-ríkisstjórnar,“ sagði utanríkisráðherrann þrátt fyrir að Trump hafi beðið ósigur í forsetakosningunum. .@SecPompeo: "There will be a smooth transition to a second Trump administration."Full video here: https://t.co/6Rou91HQxv pic.twitter.com/MU9Gp2QWnq— CSPAN (@cspan) November 10, 2020 Endurómaði Pompeo fullyrðingar Trump að aðeins mætti telja „lögleg atkvæði“. Benti hann á að árið 2000 hafi það tekið meira en 37 daga að fá niðurstöðu um endanlegan sigurvegara kosninganna. Þá munaði aftur á móti aðeins nokkur hundruð atkvæðum á George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, og Al Gore, frambjóðanda demókrata, í Flórída. Í kosningunum nú er munurinn á Trump og Biden að líkindum hundruð þúsundir atkvæða í nokkrum ríkjum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á lýðræði á erlendri grundu og hvatt ráðamenn annars staðar til þess að viðurkenna úrslit lýðræðislega kosninga. Pompeo brást ergilega við spurningu um hvort að viðbrögð Trump-stjórnarinnar við ósigrinum græfi undan málflutningi ráðuneytisins erlendis. „Það er fáránleg spurning og þú ert fáránlegur fyrir að spyrja hennar,“ sagði ráðherrann byrstur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Biden var lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í fjölmiðlum á laugardag eftir að ljóst var að hann hefði unnið meirihluta kjörmanna í lykilríkjunum Pennsylvaníu og Nevada. Talning stendur enn yfir í nokkrum ríkjum og verða úrslit kosninganna ekki staðfest formlega strax. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Þess í stað heldur hann fram stoðlausum ásökunum um stórfelld kosningasvik sem hafi kostað hann öruggan sigur. Ýmsir leiðandi repúblikanar hafa tekið undir þær ásakanir og neitað að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum síðustu daga. Halda þeir því fram að kosningunum sé ekki lokið því Trump eigi enn eftir að láta reyna á úrslitin fyrir dómstólum. Engar vísbendingar eða sannanir hafa komið fram um stórfelld kosningasvik og nokkrum dómsmálum framboðs Trump hefur þegar verið vísað frá. Pompeo var spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi á fréttamannafundi í dag. „Það verða hnökralaus valdaskipti til nýrrar Trump-ríkisstjórnar,“ sagði utanríkisráðherrann þrátt fyrir að Trump hafi beðið ósigur í forsetakosningunum. .@SecPompeo: "There will be a smooth transition to a second Trump administration."Full video here: https://t.co/6Rou91HQxv pic.twitter.com/MU9Gp2QWnq— CSPAN (@cspan) November 10, 2020 Endurómaði Pompeo fullyrðingar Trump að aðeins mætti telja „lögleg atkvæði“. Benti hann á að árið 2000 hafi það tekið meira en 37 daga að fá niðurstöðu um endanlegan sigurvegara kosninganna. Þá munaði aftur á móti aðeins nokkur hundruð atkvæðum á George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, og Al Gore, frambjóðanda demókrata, í Flórída. Í kosningunum nú er munurinn á Trump og Biden að líkindum hundruð þúsundir atkvæða í nokkrum ríkjum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á lýðræði á erlendri grundu og hvatt ráðamenn annars staðar til þess að viðurkenna úrslit lýðræðislega kosninga. Pompeo brást ergilega við spurningu um hvort að viðbrögð Trump-stjórnarinnar við ósigrinum græfi undan málflutningi ráðuneytisins erlendis. „Það er fáránleg spurning og þú ert fáránlegur fyrir að spyrja hennar,“ sagði ráðherrann byrstur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00