Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 21:27 Bretland er á meðal þeirra ríkja sem hafa orðið einna verst út í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Vísir/EPA Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. Samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda greindust 22.950 manns smitaðir af veirunni í dag og 595 létust. Þar með bættist Bretland í hóp fjögurra annarra ríkja, Bandaríkjanna, Brasilíu, Indlands og Mexíkó, þar sem fleiri en 50.000 manns hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tala látinna miðast við þá sem létust innan við 28 dögum eftir að þeir greindust smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Samkvæmt öðrum mælikvörðum, til dæmis þegar minnst er á Covid-19 á dánarvottorði eða þegar svonefnd umframdauðsföll eru metin, hefur mannskaðinn orðið enn meiri. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði að tölurnar sýndu að þjóðin væri ekki laus úr viðjum faraldursins í bili. Ríkisstjórn hans greip nýlega til einna hörðustu aðgerða sinna til þessa eftir að vöxtur hljóp í faraldurinn. Hann hefur varað við því að dauðsföll geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Níu af hverjum tíu þeirra látnu í Bretland eru fólk 65 ára eða eldra. Faraldurinn hefur einnig komið harðar niður á fátækari svæðum landsins og þjóðernisminnihlutahópum en öðrum. Dauðsföll af völdum annarra kvilla hefur einnig fjölgað vegna álags á heilbrigðiskerfið. Fjögurra vikna samkomutakmarkanir tóku gildi á Englandi á fimmtudag og gilda til 2. desember. Johnson segist vonast til þess að þær aðgerðir dugi til þess að hefta útbreiðslu veirunnar frekar þannig að Bretar geti átt eins hefðbundin jól og hægt er. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. Samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda greindust 22.950 manns smitaðir af veirunni í dag og 595 létust. Þar með bættist Bretland í hóp fjögurra annarra ríkja, Bandaríkjanna, Brasilíu, Indlands og Mexíkó, þar sem fleiri en 50.000 manns hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tala látinna miðast við þá sem létust innan við 28 dögum eftir að þeir greindust smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Samkvæmt öðrum mælikvörðum, til dæmis þegar minnst er á Covid-19 á dánarvottorði eða þegar svonefnd umframdauðsföll eru metin, hefur mannskaðinn orðið enn meiri. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði að tölurnar sýndu að þjóðin væri ekki laus úr viðjum faraldursins í bili. Ríkisstjórn hans greip nýlega til einna hörðustu aðgerða sinna til þessa eftir að vöxtur hljóp í faraldurinn. Hann hefur varað við því að dauðsföll geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Níu af hverjum tíu þeirra látnu í Bretland eru fólk 65 ára eða eldra. Faraldurinn hefur einnig komið harðar niður á fátækari svæðum landsins og þjóðernisminnihlutahópum en öðrum. Dauðsföll af völdum annarra kvilla hefur einnig fjölgað vegna álags á heilbrigðiskerfið. Fjögurra vikna samkomutakmarkanir tóku gildi á Englandi á fimmtudag og gilda til 2. desember. Johnson segist vonast til þess að þær aðgerðir dugi til þess að hefta útbreiðslu veirunnar frekar þannig að Bretar geti átt eins hefðbundin jól og hægt er.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37
Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13