Sara er komin í WIT liðið: Annar stóri samningurinn á COVID ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir hristi af sér kuldann í myndatökunni við Reykjanesvita. WIT Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í gærkvöldi að hún væri búin að ganga frá nýjum samningi við bandarískan íþróttavöruframleiðanda. Sara Sigmundsdóttir náði ekki að komast í gegnum heimsleikamúrinn sinn á árinu 2020 sem voru vissulega mikil vonbrigði en hún ætlar sér áfram stóra hluti í CrossFit íþróttinni. Fólk út í heimi hefur líka trú á henni því Sara hefur náð að gera tvo risasamninga síðan að kórónuveiran tók yfir heiminn. Sara sagði frá sögulegum samningi sínum við Volkswagen í vor en í gær opinberaði hún nýjan margra ára samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann WIT. Sara birti einnig nýtt auglýsingamyndaband með sér sem var bæði tekið upp við Reykjanesvita sem og í Simmagym. Það hefur örugglega verið kalt að taka upp þessar myndir við öldurótið hjá Valahnúk en Sara lét sig hafa það henda mikið hörkutól. Sara mun fá sína eigin íþróttavörulínu hjá WIT sem heitir Ægir Collection. „Ég hef verið aðdáandi WIT síðan ég uppgötvaði vörurnar þerra en fyrr í dag þá skrifaði ég undir margra ára samning við þá,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Ég tengdi strax við vörumerkið þegar ég heyrði söguna á bak við það og þegar ég vissi hversu ákveðin þau eru. Þau bókstaflega standa fyrir það að ‚gera allt sem til þarf' og ég held mikið upp á merkið þeirra sem er rúnatákn sem táknar styrk. Það er þessa vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við þau,“ skrifaði Sara meðal annars á Instagram síðu sína en það má sjá tilkynningu hennar og myndbandið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, segir í sinni færslu að mikið hafi gengið á síðasta mánuðinn með samningaviðræðum, myndatökum og öðru en margt hafi þurft að klára á síðustu stundu. „Þessi samningur þýðir ekki aðeins að Sara er orðinn alþjóðlegur sendiherra WIT vörumerkisins heldur fær hún einnig sína eigin sérhannaða vörulínu sem et eitthvað sem Sara hefur haft mikla ástríðu fyrir,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í gærkvöldi að hún væri búin að ganga frá nýjum samningi við bandarískan íþróttavöruframleiðanda. Sara Sigmundsdóttir náði ekki að komast í gegnum heimsleikamúrinn sinn á árinu 2020 sem voru vissulega mikil vonbrigði en hún ætlar sér áfram stóra hluti í CrossFit íþróttinni. Fólk út í heimi hefur líka trú á henni því Sara hefur náð að gera tvo risasamninga síðan að kórónuveiran tók yfir heiminn. Sara sagði frá sögulegum samningi sínum við Volkswagen í vor en í gær opinberaði hún nýjan margra ára samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann WIT. Sara birti einnig nýtt auglýsingamyndaband með sér sem var bæði tekið upp við Reykjanesvita sem og í Simmagym. Það hefur örugglega verið kalt að taka upp þessar myndir við öldurótið hjá Valahnúk en Sara lét sig hafa það henda mikið hörkutól. Sara mun fá sína eigin íþróttavörulínu hjá WIT sem heitir Ægir Collection. „Ég hef verið aðdáandi WIT síðan ég uppgötvaði vörurnar þerra en fyrr í dag þá skrifaði ég undir margra ára samning við þá,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Ég tengdi strax við vörumerkið þegar ég heyrði söguna á bak við það og þegar ég vissi hversu ákveðin þau eru. Þau bókstaflega standa fyrir það að ‚gera allt sem til þarf' og ég held mikið upp á merkið þeirra sem er rúnatákn sem táknar styrk. Það er þessa vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við þau,“ skrifaði Sara meðal annars á Instagram síðu sína en það má sjá tilkynningu hennar og myndbandið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, segir í sinni færslu að mikið hafi gengið á síðasta mánuðinn með samningaviðræðum, myndatökum og öðru en margt hafi þurft að klára á síðustu stundu. „Þessi samningur þýðir ekki aðeins að Sara er orðinn alþjóðlegur sendiherra WIT vörumerkisins heldur fær hún einnig sína eigin sérhannaða vörulínu sem et eitthvað sem Sara hefur haft mikla ástríðu fyrir,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira