„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 13. nóvember 2020 14:09 Margrét Kristín Blöndal segir það vera bæði siðferðislega og borgaralega skyldu þjóðarinnar að segja „hingað og ekki lengra“. Hún hefur ekki glatað voninni um að senegalska fjölskyldan fái að dvelja hér á landi Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. Hjónin frá Senegal hafa búið á Íslandi í hátt í sjö ár og barist fyrir dvalarleyfi allan þann tíma en án árangurs. Dætur þeirra, Marta sem er sex ára og María sem er þriggja ára eru báðar fæddar hér á landi og þekkja ekkert annað en Ísland. Í lok október kom síðasti úrskurður í máli þeirra en að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Margrét Kristín Blöndal, söngkona, hefur talsvert látið sig málið varða. Hún hefur ekki glatað voninni um að fjölskyldan fái að dvelja hér. Í morgun var sótt um ríkisborgararétt fyrir systurnar. „Dómsmálaráðherra hefur sagt opinberlega að henni finnist þetta vera óboðlegur tími, að skapa sér tilveru í sjö ár og bíða jafnframt eftir úrskurði um það hvort maður fái að vera eða fara og ég veit ekki betur en að Bjarni Benediktsson, hafi tjáð sig um málið líka um daginn og sagt að þetta sé óeðlilegt þannig að ég er vongóð, absalútt!“ Margréti sýnist stjórnvöld ekki hafa náð að framfylgja þjóðarvilja. „Þessi misskildi lestur á þjóðarvilja er með ólíkindum. Íslendingar eru ekki þess konar þjóð að hún bjóði fólk svona óvelkomið eins og þessi vinnubrögð virðast sýna. Ég hef verið að undra mig á þessum lestri yfirvaldsins á vilja almennings vegna þess að þessar 21 þúsund undirskriftir komu í einum grænum hvínandi hvelli. Íslensk stjórnvöld verð að fara að hugsa sig verulega um í þessum málaflokki því siðleysið fer út fyrir allan þjófabálk“. Áherslur í innflytjendamálum rími ekki við gildismat íslensku þjóðarinnar sem vilji almennt bjóða fólk velkomið hér á landi og fagnar fjölbreytileika. „Ég tala bara sem húsmóðir í Vesturbænum, þetta bara er ekki til siðs hér. Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt. Þetta er ekki hægt.“ Margréti finnst nógu mikið hafa verið lagt á herðar fjölskyldunnar. Hún hafi mátt búa við réttindaleysi og óöryggi í öll þessi ár. „Það er bara ekki hægt að beita fólk þessu ofbeldi, þetta er ekkert annað en ofbeldi að ætla að fara að svipta fólk öruggri tilveru, sem er í rauninni ekki örugg vegna þess að þau hafa engin réttindi hér og hafa ekki haft nein réttindi í sjö ár, þá myndi ég náttúrulega bara líta á það þannig að yfirvöld skulduðu þessari fjölskyldu, ekki bara afsökunarbeiðni, heldur ættu þau að rigga upp ríkisborgararétti í einum grænum hvelli“. Meðferð yfirvalda á systrunum Maríu og Mörtu hafi sérstaklega farið fyrir brjóstið á henni. „Það er bara einhver lína þarna. Þegar við erum að tala um börn þá er það er okkar borgaralega skilyrðislausa skylda að segja hingað og ekki lengra þegar á að fara að fremja slíkt ofbeldi á börnum“. Senegal Hælisleitendur Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15 „Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. Hjónin frá Senegal hafa búið á Íslandi í hátt í sjö ár og barist fyrir dvalarleyfi allan þann tíma en án árangurs. Dætur þeirra, Marta sem er sex ára og María sem er þriggja ára eru báðar fæddar hér á landi og þekkja ekkert annað en Ísland. Í lok október kom síðasti úrskurður í máli þeirra en að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Margrét Kristín Blöndal, söngkona, hefur talsvert látið sig málið varða. Hún hefur ekki glatað voninni um að fjölskyldan fái að dvelja hér. Í morgun var sótt um ríkisborgararétt fyrir systurnar. „Dómsmálaráðherra hefur sagt opinberlega að henni finnist þetta vera óboðlegur tími, að skapa sér tilveru í sjö ár og bíða jafnframt eftir úrskurði um það hvort maður fái að vera eða fara og ég veit ekki betur en að Bjarni Benediktsson, hafi tjáð sig um málið líka um daginn og sagt að þetta sé óeðlilegt þannig að ég er vongóð, absalútt!“ Margréti sýnist stjórnvöld ekki hafa náð að framfylgja þjóðarvilja. „Þessi misskildi lestur á þjóðarvilja er með ólíkindum. Íslendingar eru ekki þess konar þjóð að hún bjóði fólk svona óvelkomið eins og þessi vinnubrögð virðast sýna. Ég hef verið að undra mig á þessum lestri yfirvaldsins á vilja almennings vegna þess að þessar 21 þúsund undirskriftir komu í einum grænum hvínandi hvelli. Íslensk stjórnvöld verð að fara að hugsa sig verulega um í þessum málaflokki því siðleysið fer út fyrir allan þjófabálk“. Áherslur í innflytjendamálum rími ekki við gildismat íslensku þjóðarinnar sem vilji almennt bjóða fólk velkomið hér á landi og fagnar fjölbreytileika. „Ég tala bara sem húsmóðir í Vesturbænum, þetta bara er ekki til siðs hér. Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt. Þetta er ekki hægt.“ Margréti finnst nógu mikið hafa verið lagt á herðar fjölskyldunnar. Hún hafi mátt búa við réttindaleysi og óöryggi í öll þessi ár. „Það er bara ekki hægt að beita fólk þessu ofbeldi, þetta er ekkert annað en ofbeldi að ætla að fara að svipta fólk öruggri tilveru, sem er í rauninni ekki örugg vegna þess að þau hafa engin réttindi hér og hafa ekki haft nein réttindi í sjö ár, þá myndi ég náttúrulega bara líta á það þannig að yfirvöld skulduðu þessari fjölskyldu, ekki bara afsökunarbeiðni, heldur ættu þau að rigga upp ríkisborgararétti í einum grænum hvelli“. Meðferð yfirvalda á systrunum Maríu og Mörtu hafi sérstaklega farið fyrir brjóstið á henni. „Það er bara einhver lína þarna. Þegar við erum að tala um börn þá er það er okkar borgaralega skilyrðislausa skylda að segja hingað og ekki lengra þegar á að fara að fremja slíkt ofbeldi á börnum“.
Senegal Hælisleitendur Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15 „Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13
Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15
„Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50