„Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:34 þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. Skýrsluhöfundar bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti leggja til ítarlegar úrbætur á sýkingavörnum stofnunarinnar í tíu liðum. Í kafla sem kallast sóknarfæri kemur m.a. fram: Stjórnendur Landsspítalans þurfa að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildarinnar Hafa öflugra og skipulagðara eftirlit með sýkingarvörnum. Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum Húsnæðið er gamalt og það þarf að framkvæma úttekt á hvort það sé hægt að bæta loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum. Nauðsynlegt að bæta mönnun. Þá kemur fram að smitrakning hafi leitt í ljós að á tímabilinu 12.-19. október sé hugsanlegt að nokkur tilfelli Covid-19 sem tengjast hópsýkingunni hafi komið upp þar sem um var að ræða óljós einkenni. Fyrsta tilfellið greindist svo ekki fyrr en 22. október. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir er ánægður með bráðabirgðaskýrsluna en segir brýnt að bæta úr sem fyrst þar og annars staðar. „Skýrslan er skýr og skilmerkileg og dregur fram þá þætti sem skipta máli og Landlæknir skoðar svo málið í framhaldinu“ segir Þórólfur. Aðspurður um hvort þurfi að kanna aðstæður á öðrum hjúkrunarheimilum segir Þórólfur. Ég held að það þurfi allir að skoða hvernig aðstaða er á hjúkrunarheimilum með tilliti til sóttvarna. Ef menn geta bent á ákveðna þætti sem þarf að laga þarf að gera það sem fyrst. Þetta hefur verið í umræðunni til margra ára þ.e. að úrbóta sé þörf og erfitt að benda á einhvern sem ber ábyrgð á þessu ástandi en þetta þarf að laga eins og hægt er. Þá eru aðrir þættir sem þarf að skoða eins og mönnun og utanumhald, það þarf að fara í þessar lagfæringar eins fljótt og hægt er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Eldri borgarar Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55 Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38 „Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19 Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. 13. nóvember 2020 16:07 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október. 13. nóvember 2020 14:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. Skýrsluhöfundar bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti leggja til ítarlegar úrbætur á sýkingavörnum stofnunarinnar í tíu liðum. Í kafla sem kallast sóknarfæri kemur m.a. fram: Stjórnendur Landsspítalans þurfa að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildarinnar Hafa öflugra og skipulagðara eftirlit með sýkingarvörnum. Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum Húsnæðið er gamalt og það þarf að framkvæma úttekt á hvort það sé hægt að bæta loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum. Nauðsynlegt að bæta mönnun. Þá kemur fram að smitrakning hafi leitt í ljós að á tímabilinu 12.-19. október sé hugsanlegt að nokkur tilfelli Covid-19 sem tengjast hópsýkingunni hafi komið upp þar sem um var að ræða óljós einkenni. Fyrsta tilfellið greindist svo ekki fyrr en 22. október. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir er ánægður með bráðabirgðaskýrsluna en segir brýnt að bæta úr sem fyrst þar og annars staðar. „Skýrslan er skýr og skilmerkileg og dregur fram þá þætti sem skipta máli og Landlæknir skoðar svo málið í framhaldinu“ segir Þórólfur. Aðspurður um hvort þurfi að kanna aðstæður á öðrum hjúkrunarheimilum segir Þórólfur. Ég held að það þurfi allir að skoða hvernig aðstaða er á hjúkrunarheimilum með tilliti til sóttvarna. Ef menn geta bent á ákveðna þætti sem þarf að laga þarf að gera það sem fyrst. Þetta hefur verið í umræðunni til margra ára þ.e. að úrbóta sé þörf og erfitt að benda á einhvern sem ber ábyrgð á þessu ástandi en þetta þarf að laga eins og hægt er. Þá eru aðrir þættir sem þarf að skoða eins og mönnun og utanumhald, það þarf að fara í þessar lagfæringar eins fljótt og hægt er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Eldri borgarar Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55 Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38 „Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19 Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. 13. nóvember 2020 16:07 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október. 13. nóvember 2020 14:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55
Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38
„Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19
Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. 13. nóvember 2020 16:07
„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06
Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október. 13. nóvember 2020 14:14