Umferðaróhapp talið vera vegna farsímanotkunar undir stýri Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 08:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum útköllum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi þar sem bifreið hafði verið ekið á grindverk. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn en talið er að ökumaðurinn hafi verið með farsíma sinn í höndunum og því misst stjórn á bifreiðinni. Hann slapp ómeiddur en bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki. Þá var töluvert um vímuefnaakstur í gærkvöldi og í nótt, en klukkan 20 í gærkvöld var bifreið stöðvuð í Árbæ þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hann hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum í gær voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skömmu eftir klukkan ellefu var svo annar ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og reyndist sá hafa verið sviptur ökuréttindum áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var enn einn ökumaður í Hafnarfirði stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur Ungur ökumaður neitaði sök Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungum ökumönnum í nótt, en rétt fyrir klukkan eitt var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaðurinn reyndist sautján ára. Þrír fimmtán ára farþegar voru með í bílnum og reyndust tveir þeirra undir áhrifum áfengis. Fram kemur í dagbók lögreglu að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Skömmu áður hafði bifreið verið stöðvuð á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs, en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar 115 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var 80. Ökumaðurinn var einnig sautján ára og neitaði sök, en samkvæmt lögreglu verður málið afgreitt með forráðamanni hans viðstöddum. Sjötíu kílómetrum yfir hámarkshraða grunaður um ölvun Lögregla var við hraðaeftirlit í Ártúnsbrekku þegar hún stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti. Sá hafði mælst á 148 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80 og er sá grunaður um ölvun við akstur. Þá var einnig hraðaeftirlit á Vesturlandsvegi þar sem tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á 119 kílómetra hraða en hinn á 114 kílómetra hraða. Hámarkshraði á Vesturlandsvegi er 80. Á Reykjanesbraut var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu þar sem ökumaðurinn ók á 115 kílómetra hraða. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu var ökumaðurinn erlendur ríkisborgari og hafði hann engin skilríki meðferðis, en lögregla fylgdi honum á dvalarstað þar sem hann framvísaði vegabréfi og erlendu ökuskírteini. Húsleit í Hafnarfirði Lögregla fór í húsleit um klukkan 21 í gær og hafði afskipti af tveimur mönnum á heimilum þeirra í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust fíkniefni á vettvangi og voru þau haldlögð til eyðingar. Á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna og brota á lyfja- og vopnalögum. Það mál var afgreitt á lögreglustöð. Eitt þjófnaðarmál kom inn á borð lögreglu klukkan eitt í nótt. Þar hafði sautján ára einstaklingur stolið samloku, drykk og sælgæti í verslun í hverfi 108. Tilkynning var send um málið til Barnaverndar og var forráðamaður viðstaddur skýrslutöku. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi þar sem bifreið hafði verið ekið á grindverk. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn en talið er að ökumaðurinn hafi verið með farsíma sinn í höndunum og því misst stjórn á bifreiðinni. Hann slapp ómeiddur en bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki. Þá var töluvert um vímuefnaakstur í gærkvöldi og í nótt, en klukkan 20 í gærkvöld var bifreið stöðvuð í Árbæ þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hann hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum í gær voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skömmu eftir klukkan ellefu var svo annar ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og reyndist sá hafa verið sviptur ökuréttindum áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var enn einn ökumaður í Hafnarfirði stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur Ungur ökumaður neitaði sök Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungum ökumönnum í nótt, en rétt fyrir klukkan eitt var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaðurinn reyndist sautján ára. Þrír fimmtán ára farþegar voru með í bílnum og reyndust tveir þeirra undir áhrifum áfengis. Fram kemur í dagbók lögreglu að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Skömmu áður hafði bifreið verið stöðvuð á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs, en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar 115 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var 80. Ökumaðurinn var einnig sautján ára og neitaði sök, en samkvæmt lögreglu verður málið afgreitt með forráðamanni hans viðstöddum. Sjötíu kílómetrum yfir hámarkshraða grunaður um ölvun Lögregla var við hraðaeftirlit í Ártúnsbrekku þegar hún stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti. Sá hafði mælst á 148 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80 og er sá grunaður um ölvun við akstur. Þá var einnig hraðaeftirlit á Vesturlandsvegi þar sem tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á 119 kílómetra hraða en hinn á 114 kílómetra hraða. Hámarkshraði á Vesturlandsvegi er 80. Á Reykjanesbraut var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu þar sem ökumaðurinn ók á 115 kílómetra hraða. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu var ökumaðurinn erlendur ríkisborgari og hafði hann engin skilríki meðferðis, en lögregla fylgdi honum á dvalarstað þar sem hann framvísaði vegabréfi og erlendu ökuskírteini. Húsleit í Hafnarfirði Lögregla fór í húsleit um klukkan 21 í gær og hafði afskipti af tveimur mönnum á heimilum þeirra í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust fíkniefni á vettvangi og voru þau haldlögð til eyðingar. Á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna og brota á lyfja- og vopnalögum. Það mál var afgreitt á lögreglustöð. Eitt þjófnaðarmál kom inn á borð lögreglu klukkan eitt í nótt. Þar hafði sautján ára einstaklingur stolið samloku, drykk og sælgæti í verslun í hverfi 108. Tilkynning var send um málið til Barnaverndar og var forráðamaður viðstaddur skýrslutöku.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira