Hvetur stjórnvöld til að gyrða sig í brók og fara að girða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2020 12:18 Kolbeinn hvetur stjórvöld, sem bera ábyrgð á girðingarmálum þegar varnarlínur eru annars vegar að girða sig í brók og auka fjármagn til málaflokksins til að halda íslensku sauðkindinni innan þess svæðis, sem henni er ætlað að vera í viðkomandi varnarhólfi upp á riðuveikivarnir að gera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árnessýslu hafa miklar áhyggjur af lélegum girðingum og viðhaldi þeirra, sem eiga að þjóna hlutverki varnarlína á milli varnarhólfa vegna riðuveiku. Matvælastofnun, sem á að sinna viðhaldi girðinganna og sjá til þess að þær séu í lagi fær ekki fjármagn til verksins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi nýlega frá sér ályktun vegna búfjársjúkdóma í kjölfar riðuveikinnar, sem kom upp í Skagafirði en fulltrúar sveitarstjórnar ítreka mikilvægi þess að Matvælastofnun, sem sér um viðhald og eftirlit varnarlína verði tryggt nægt fjármagn. Kolbeinn Sveinbjörnsson á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það virðist vera óstand á því hvernig staðið er að viðhaldi þessara girðinga, búið að vera í mörg ár, við erum bara að hnykkja á því, þannig að ríkið fari kannski eftir lögum og reglum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja ekki fjármagn í viðhald á varðargirðingum víða um land.Einkasafn Kolbeinn segir að allt of víða, sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. „Það er allavega mikill misskilningur að halda að það sé einhvern gagn í einhverjum girðingum, sem að ná bara hluta af einhverri leið, sem þær eiga að verja. Þetta þarf bara að ná frá byrjun og til enda og fara með þeim á hverju vori ef það á að vera eitthvað gagn í þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun býr stofnunin ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Kolbeinn segist heyra á bændum að þeir hafi áhyggjur af stöðu mála vegna lélegra girðinga. „Já, bændur vilja fara eftir því að ef fé fer á milli hólfa á að farga því og það náttúrulega bara tjón, þannig að sjálfsögðu hafa menn áhyggjur af því.“ Kolbeinn leggur til að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum girði sig í brók , fjármagn til þessa málaflokks verði aukið og það notað til að standa búmannlega að þessum málum en ekki til skýrsluskrifa „Nú þarf að fara út og drífa sig að girða, kaupa svolítið af naglbítum og laga þetta dót. Það er líka mjög leiðinlegt að sjá girðingar út um allt land, sem er ekki hugsað um. Það þarf allavega að rífa þær upp ef það er búið að afleggja þær, það er nú skömm af því víða,“ segir Kolbeinn. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Bændur og sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árnessýslu hafa miklar áhyggjur af lélegum girðingum og viðhaldi þeirra, sem eiga að þjóna hlutverki varnarlína á milli varnarhólfa vegna riðuveiku. Matvælastofnun, sem á að sinna viðhaldi girðinganna og sjá til þess að þær séu í lagi fær ekki fjármagn til verksins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi nýlega frá sér ályktun vegna búfjársjúkdóma í kjölfar riðuveikinnar, sem kom upp í Skagafirði en fulltrúar sveitarstjórnar ítreka mikilvægi þess að Matvælastofnun, sem sér um viðhald og eftirlit varnarlína verði tryggt nægt fjármagn. Kolbeinn Sveinbjörnsson á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það virðist vera óstand á því hvernig staðið er að viðhaldi þessara girðinga, búið að vera í mörg ár, við erum bara að hnykkja á því, þannig að ríkið fari kannski eftir lögum og reglum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja ekki fjármagn í viðhald á varðargirðingum víða um land.Einkasafn Kolbeinn segir að allt of víða, sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. „Það er allavega mikill misskilningur að halda að það sé einhvern gagn í einhverjum girðingum, sem að ná bara hluta af einhverri leið, sem þær eiga að verja. Þetta þarf bara að ná frá byrjun og til enda og fara með þeim á hverju vori ef það á að vera eitthvað gagn í þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun býr stofnunin ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Kolbeinn segist heyra á bændum að þeir hafi áhyggjur af stöðu mála vegna lélegra girðinga. „Já, bændur vilja fara eftir því að ef fé fer á milli hólfa á að farga því og það náttúrulega bara tjón, þannig að sjálfsögðu hafa menn áhyggjur af því.“ Kolbeinn leggur til að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum girði sig í brók , fjármagn til þessa málaflokks verði aukið og það notað til að standa búmannlega að þessum málum en ekki til skýrsluskrifa „Nú þarf að fara út og drífa sig að girða, kaupa svolítið af naglbítum og laga þetta dót. Það er líka mjög leiðinlegt að sjá girðingar út um allt land, sem er ekki hugsað um. Það þarf allavega að rífa þær upp ef það er búið að afleggja þær, það er nú skömm af því víða,“ segir Kolbeinn.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira