Átta kerti til minningar um þau sem hafa látist í ár Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 13:21 Minningarstund hefur hingað til farið fram við þyrlupallinn við Landspítalann, en minningarathöfnin verður með breyttu sniði í ár. Samgöngustofa Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Árlega er minning þeirra sem látast í slysum heiðruð á þessum degi en minningarstundin í ár verður sniðin að sérstökum aðstæðum í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Átta hafa látið lífið í umferðarslysum í ár. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann hefur verið árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.til 15. nóvember. Þá verða minningarviðburðir haldnir í dag á vegum Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila um allt land og má fylgjast með þeim í streymi á Facebook klukkan 19 í kvöld. Allar útvarpsstöðvar landsins munu svo spila lagið When I Think of Angels klukkan 14:00, en lagið er einkennislag dagsins. Dagskrárgerðarfólk mun hvetja hlustendur til einnar mínútu þagnar á meðan þeir hlusta á lagið. Klukkan 15:00 munu svo fulltrúar starfsfólks Neyðarlínunnar, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Landsbjargar, Rauða krossins og neyðarmóttöku Landspítalans koma saman við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Munu fulltrúarnir votta virðingu sína, enda störf þeirra í beinum tengslum við að líkna og bjarga fólki. Hugað verður sérstaklega að fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og nálægðartakmörkunum. Kveikt verður á átta kertum fyrir framan Skógarhlíðina, en átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. „Sú hefð hefur einnig skapst hér á landi að færa á þessum degi viðbragðsaðilum þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Fólki sem svo margir eiga líf sitt og heilsu að þakka eftir umferðarslys,“ segir í tilkynningu vegna dagsins, en athöfnin er að frumkvæði starfsmanna Björgunarmiðstöðvarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa sent kveðjur í tilefni dagsins. Sjálfur missti Sigurður Ingi foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni árið 1987 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. „Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar,“ skrifaði Sigurður Ingi þegar hann minntist dagsins árið 2017. Í ávarpi sínu hvetur Sigurður Ingi fólk til þess að fara varlega í umferðinni svo hægt verði að útrýma banaslysum. „Við þurfum að standa saman um að útrýma banaslysum. Við erum lítið samfélag og náum árangri sem samfélag. Förum varlega í umferðinni og strengjum þess heit að koma heil heim.“ Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Árlega er minning þeirra sem látast í slysum heiðruð á þessum degi en minningarstundin í ár verður sniðin að sérstökum aðstæðum í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Átta hafa látið lífið í umferðarslysum í ár. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann hefur verið árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.til 15. nóvember. Þá verða minningarviðburðir haldnir í dag á vegum Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila um allt land og má fylgjast með þeim í streymi á Facebook klukkan 19 í kvöld. Allar útvarpsstöðvar landsins munu svo spila lagið When I Think of Angels klukkan 14:00, en lagið er einkennislag dagsins. Dagskrárgerðarfólk mun hvetja hlustendur til einnar mínútu þagnar á meðan þeir hlusta á lagið. Klukkan 15:00 munu svo fulltrúar starfsfólks Neyðarlínunnar, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Landsbjargar, Rauða krossins og neyðarmóttöku Landspítalans koma saman við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Munu fulltrúarnir votta virðingu sína, enda störf þeirra í beinum tengslum við að líkna og bjarga fólki. Hugað verður sérstaklega að fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og nálægðartakmörkunum. Kveikt verður á átta kertum fyrir framan Skógarhlíðina, en átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. „Sú hefð hefur einnig skapst hér á landi að færa á þessum degi viðbragðsaðilum þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Fólki sem svo margir eiga líf sitt og heilsu að þakka eftir umferðarslys,“ segir í tilkynningu vegna dagsins, en athöfnin er að frumkvæði starfsmanna Björgunarmiðstöðvarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa sent kveðjur í tilefni dagsins. Sjálfur missti Sigurður Ingi foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni árið 1987 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. „Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar,“ skrifaði Sigurður Ingi þegar hann minntist dagsins árið 2017. Í ávarpi sínu hvetur Sigurður Ingi fólk til þess að fara varlega í umferðinni svo hægt verði að útrýma banaslysum. „Við þurfum að standa saman um að útrýma banaslysum. Við erum lítið samfélag og náum árangri sem samfélag. Förum varlega í umferðinni og strengjum þess heit að koma heil heim.“
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira