Jón forseti lætur ekki sitt eftir liggja þegar grímunotkun er annars vegar því hann er nú komin með grímu á málverki í Íshúsinu í Hafnarfirði. Myndin heitir „Ver mótmælum Covid“ og er olíumálverk á striga.
Um tuttugu og fimm listamenn eru með starfsaðstöðu í Íshúsinu í Hafnarfirði, þar á meðal Vestmanneyingurinn Gunnar Júlíusson, sem málar og teiknar allskonar myndir, mikið af fólki, dýrum og skopmyndum, sem eru alltaf mjög vinsælar hjá honum.

„Ég hef áhuga á allri tegund af list og hræri í ansi mörgu. Ég mála í olíu á striga og akrýl á striga og teikna með pastel á timbur. Ég er hrifin af endurvinnslu list ýmiskonar og nota gamla glugga, gamalt timbur, ryðgað járn og nagla og uppsláttar timbur og allt mögulegt. Ég teikna líka mikið í tölvu og hanna,“ segir Gunnar.
Ein myndanna vekur sérstaka athygli en hún er af Jóni forseta, sem er komin með grímu.
„Já, Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetjan okkar Íslendinga. Ég vildi skeyta honum saman við þetta, sem er í gangi hjá okkur núna, kórónuveiran og þetta verk heitir; „Ver mótmælum Covid“. Það eru margir sem mótmæla Covid og aðgerðum stjórnvalda og sóttvarnaryfirvalda, þannig að hvernig myndi hann taka þessu í dag, myndi hann mótmæla aðgerðunum eða yrði hann bara sáttur og myndi hlíða,“ spyr Gunnar sig.

Gunnar segir sérstaklega gaman að mála á timbur og vinnur þar stundum skrýtna karla og konur enda þykir honum gaman að vinna myndir af skemmtilegum karekturum.

Þeir sem vilja vita meira um Gunnar og verk hans geta skoðað heimasíðuna hans