Biskupi sárnar galgopaleg kynning messu á Rás 1 Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2020 18:08 Herra Karl taldi að Pétur Grétarsson þulur Rásar 1 væri að hæðast að messuhaldinu með þeim orðum að nú væri opnað fyrir hljóðnema almættisins, en Þröstur segir það af og frá, ekki hafi verið meiningin að særa neinn. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup hrökk í kút þegar útvarpsmaðurinn Pétur Grétarsson kynnti messu á dagskrá Rásar eitt með orðunum að nú væri „opnað fyrir hljóðnema almættisins“. „Hvað á þetta nú að þýða? Hér er verið að sýna okkur hlustendum og athöfn kirkjunnar lítilsvirðingu,“ ritar Karl á Facebook-vegg sinn. Vísir bar þessa óánægju biskups undir Þröst Helgason dagskrárstjóra Rásar 1 og hann taldi þetta ekki stórmál. „Pétur Grétarsson kynnti messuna með svolítið óvenjulegum og skemmtilegum hætti í gær. Það var ekki ætlunin að særa nokkurn mann með þessu og ég held reyndar að hlustendur Rásar 1 og vinir okkar hjá kirkjunni geri sér almennt fulla grein fyrir því.“ Er að hlusta á fallega messu í útvarpinu. Brá við að heyra þulinn kynna messuna með orðunum að nú væri "opnað fyrir...Posted by Karl Sigurbjörnsson on Sunnudagur, 15. nóvember 2020 Þetta er reyndar ekki eina álitaefnið sem snýr að Þresti þó það tengist. Víða á Facebook má sjá einlæga hollvini og áhugafólk um að í engu verði hróflað við hvorki einu né neinu í dagskrá Rásar 1 velta fyrir sér þularmálum. Sigurður G. Tómasson, fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2 hjó eftir breytingum. „Annað hvort er Pétur Grétarsson orðinn þulur á rás 1 eða dagskrá rásarinnar er nú öll niðursoðin nema fréttirnar. Finnst hið síðara sennilegra. Var búinn að frétta að þetta stæði til en hefur ekki verið tilkynnt sem er auðvitað ekki gott. Ömurlegt að þrengja svo að Ríkisútvarpinu að það grípi til örþrifaráða. Og öryggishlutverkið? Hvernig er því sinnt?“ spyr Sigurður. Og María Kristjánsdóttir, sem hefur starfað hjá RÚV segist hafa frétta að búið væri að segja upp þulum frá 1. desember. Sigurði þykir það sérkennilegt, að Ríkisútvarpið hafi ekki greint frá þessu og spyr: „Má bregðast við svona fréttum án þess að það sé álitið árás á RÚV?“ Hollvinir gráta meinar breytingar Á öðrum stað á víðernum Facebook er þetta sama rætt af nokkru kappi, nefnilega hjá útvarpskonunum og systrunum Ragnheiði Gyðu og Oddrúnu Völu Jóns Múla dætrum . Þar er þungt hljóð í mannskapnum. „eldri síams er náttlega og bókstaflega fædd í ríkisútvarpinu og báðar ólust þær að hluta upp innan veggja stofnunarinnar. en ætli fleiri hlustendur rásar, en þær altso, hafi ekki tekið eftir þulabreytingum þar á bæ þennan sunnudag ....? Annað hvort er Pétur Grétarsson orðinn þulur á rás 1 eða dagskrá rásarinnar er nú öll niðursoðin nema fréttirnar. Finnst...Posted by Sigurður G. Tómasson on Sunnudagur, 15. nóvember 2020 Þannig er gefinn upp boltinn og nafntogað útvarpsfólk tekur til máls, áhyggjufullt. Sigríður Pétursdóttir segir: „Mig langaði nú bara að gráta yfir þessum breytingum og er ég þó opnari fyrir breytingum en margir. Vil bara ekki trúa að í næsta mánuði verði engir þulir lengur á Rás 1.“ Illugi Jökulsson spyr hvað gerðist? Og Dominique Plédel Jónsson fullyrðir að búið sé að segja þulunum upp frá 1. desember. „Pétur verður þulur í staðinn og Sigvaldi fær að lesa auglýsingar. Arndís Bjõrk hverfur. Dagskrárstjóri Rásar 1 verður að útskýra af hverju - hann tók þessa ákvõrðun.“ „Nú er Gerði brugðið“ Gerður G. Bjarklind, einhver dáðasti útvarpsmaður þjóðarinnar, gömlum þul og starfsmanni Ríkisútvarpsins til 50 ára er ekki skemmt og segir: „Nú er Gerði brugðið […] Mér finnst mjög undarlegt að setja Stilla eingöngu í auglýsingalestur og hvað með Arndísi. Ef svona stórar breytingar eru gerðar á 90 ára stórafmæli þessarar vinsælu og góðu rásar, Rásar-1. Hefði ekki verið kurteisara að kynna þessa breytingu fyrir hlustendum, en að þrengja þessu svona ókynntu.“ Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður segir þetta vonda breytingu og Þorgrímur Gestsson segir þetta ólíðandi með öllu. „Er þetta verk dagskrárstjórans?“ spyr hann og Vísir vísar þeirri spurningu yfir til Þrastar. Hann segir hér um að ræða misskilning sem oft fái vængi á samfélagsmiðlum. eldri síams er náttlega og bókstaflega fædd í ríkisútvarpinu og báðar ólust þær að hluta upp innan veggja...Posted by Ragnheidur Oddrun Jonsdaetur on Sunnudagur, 15. nóvember 2020 „Pétur Grétarsson er að bætast í hóp þula á Rás 1. Með því bætist svolítið við í stöðugildum þula hjá Rás 1 en okkur þykir mikilvægt að sinna þessum þætti okkar góðu útvarpsstöðvar vel. Sigvaldi Júlíusson og Rakel Edda Guðmundsdóttir verða áfram þulir. Rakel Edda hefur verið í fæðingarorlofi lungann úr þessu ári og kemur aftur til starfa í apríl. Arndís Björk Ásgeirsdóttir mun áfram sinna afleysingum.“ Skipulagsbreytingar til hagræðingar fyrir þulina Þröstur segir þá breytingu verða að nú sé verið að skipta verkefnum þula upp í tvennt. „Annars vegar munu Pétur og Rakel Edda sinna því hlutverki að halda utan um og kynna dagskrá Rásar 1 og hins vegar sér Sigvaldi Júlíusson um að lesa auglýsingar og tilkynningar. Ástæðan fyrir því að við skiptum verkefnunum upp með þessum hætti nú eru tvær: Það hefur lengi truflað okkur að sami þulur kynni dagskrá Rásar 1, sé í dagskrárgerð með tónlistarinnslögum og öðru, auk þess að lesa auglýsingar. Í raun fer þetta ekki alveg saman þegar ströngustu hlutlægnissjónarmið eru höfð í huga, sem sé að sami þulur kynni dagskrána og lesi auglýsingar.“ Hin ástæðan er sú að auglýsinga- og tilkynningalestur hefur verið fyrirferðarmikill í starfi þula á Rás 1, jafnvel svo að þulur hefur ekki haft nægjanlega mikið svigrúm til þess að halda utan um dagskrána, kynna hana, tala til hlustenda, velja tónlist og svo framvegis, að sögn Þrastar. „Ef vel á að vera krefst þessi vinna tíma og einbeitingar sem við teljum að dagskrárþulir, eins og við köllum þá nú til aðgreiningar frá auglýsingaþul, hafi í auknum mæli með þessu nýja fyrirkomulagi.“ Fjölmiðlar Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Herra Karl Sigurbjörnsson biskup hrökk í kút þegar útvarpsmaðurinn Pétur Grétarsson kynnti messu á dagskrá Rásar eitt með orðunum að nú væri „opnað fyrir hljóðnema almættisins“. „Hvað á þetta nú að þýða? Hér er verið að sýna okkur hlustendum og athöfn kirkjunnar lítilsvirðingu,“ ritar Karl á Facebook-vegg sinn. Vísir bar þessa óánægju biskups undir Þröst Helgason dagskrárstjóra Rásar 1 og hann taldi þetta ekki stórmál. „Pétur Grétarsson kynnti messuna með svolítið óvenjulegum og skemmtilegum hætti í gær. Það var ekki ætlunin að særa nokkurn mann með þessu og ég held reyndar að hlustendur Rásar 1 og vinir okkar hjá kirkjunni geri sér almennt fulla grein fyrir því.“ Er að hlusta á fallega messu í útvarpinu. Brá við að heyra þulinn kynna messuna með orðunum að nú væri "opnað fyrir...Posted by Karl Sigurbjörnsson on Sunnudagur, 15. nóvember 2020 Þetta er reyndar ekki eina álitaefnið sem snýr að Þresti þó það tengist. Víða á Facebook má sjá einlæga hollvini og áhugafólk um að í engu verði hróflað við hvorki einu né neinu í dagskrá Rásar 1 velta fyrir sér þularmálum. Sigurður G. Tómasson, fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2 hjó eftir breytingum. „Annað hvort er Pétur Grétarsson orðinn þulur á rás 1 eða dagskrá rásarinnar er nú öll niðursoðin nema fréttirnar. Finnst hið síðara sennilegra. Var búinn að frétta að þetta stæði til en hefur ekki verið tilkynnt sem er auðvitað ekki gott. Ömurlegt að þrengja svo að Ríkisútvarpinu að það grípi til örþrifaráða. Og öryggishlutverkið? Hvernig er því sinnt?“ spyr Sigurður. Og María Kristjánsdóttir, sem hefur starfað hjá RÚV segist hafa frétta að búið væri að segja upp þulum frá 1. desember. Sigurði þykir það sérkennilegt, að Ríkisútvarpið hafi ekki greint frá þessu og spyr: „Má bregðast við svona fréttum án þess að það sé álitið árás á RÚV?“ Hollvinir gráta meinar breytingar Á öðrum stað á víðernum Facebook er þetta sama rætt af nokkru kappi, nefnilega hjá útvarpskonunum og systrunum Ragnheiði Gyðu og Oddrúnu Völu Jóns Múla dætrum . Þar er þungt hljóð í mannskapnum. „eldri síams er náttlega og bókstaflega fædd í ríkisútvarpinu og báðar ólust þær að hluta upp innan veggja stofnunarinnar. en ætli fleiri hlustendur rásar, en þær altso, hafi ekki tekið eftir þulabreytingum þar á bæ þennan sunnudag ....? Annað hvort er Pétur Grétarsson orðinn þulur á rás 1 eða dagskrá rásarinnar er nú öll niðursoðin nema fréttirnar. Finnst...Posted by Sigurður G. Tómasson on Sunnudagur, 15. nóvember 2020 Þannig er gefinn upp boltinn og nafntogað útvarpsfólk tekur til máls, áhyggjufullt. Sigríður Pétursdóttir segir: „Mig langaði nú bara að gráta yfir þessum breytingum og er ég þó opnari fyrir breytingum en margir. Vil bara ekki trúa að í næsta mánuði verði engir þulir lengur á Rás 1.“ Illugi Jökulsson spyr hvað gerðist? Og Dominique Plédel Jónsson fullyrðir að búið sé að segja þulunum upp frá 1. desember. „Pétur verður þulur í staðinn og Sigvaldi fær að lesa auglýsingar. Arndís Bjõrk hverfur. Dagskrárstjóri Rásar 1 verður að útskýra af hverju - hann tók þessa ákvõrðun.“ „Nú er Gerði brugðið“ Gerður G. Bjarklind, einhver dáðasti útvarpsmaður þjóðarinnar, gömlum þul og starfsmanni Ríkisútvarpsins til 50 ára er ekki skemmt og segir: „Nú er Gerði brugðið […] Mér finnst mjög undarlegt að setja Stilla eingöngu í auglýsingalestur og hvað með Arndísi. Ef svona stórar breytingar eru gerðar á 90 ára stórafmæli þessarar vinsælu og góðu rásar, Rásar-1. Hefði ekki verið kurteisara að kynna þessa breytingu fyrir hlustendum, en að þrengja þessu svona ókynntu.“ Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður segir þetta vonda breytingu og Þorgrímur Gestsson segir þetta ólíðandi með öllu. „Er þetta verk dagskrárstjórans?“ spyr hann og Vísir vísar þeirri spurningu yfir til Þrastar. Hann segir hér um að ræða misskilning sem oft fái vængi á samfélagsmiðlum. eldri síams er náttlega og bókstaflega fædd í ríkisútvarpinu og báðar ólust þær að hluta upp innan veggja...Posted by Ragnheidur Oddrun Jonsdaetur on Sunnudagur, 15. nóvember 2020 „Pétur Grétarsson er að bætast í hóp þula á Rás 1. Með því bætist svolítið við í stöðugildum þula hjá Rás 1 en okkur þykir mikilvægt að sinna þessum þætti okkar góðu útvarpsstöðvar vel. Sigvaldi Júlíusson og Rakel Edda Guðmundsdóttir verða áfram þulir. Rakel Edda hefur verið í fæðingarorlofi lungann úr þessu ári og kemur aftur til starfa í apríl. Arndís Björk Ásgeirsdóttir mun áfram sinna afleysingum.“ Skipulagsbreytingar til hagræðingar fyrir þulina Þröstur segir þá breytingu verða að nú sé verið að skipta verkefnum þula upp í tvennt. „Annars vegar munu Pétur og Rakel Edda sinna því hlutverki að halda utan um og kynna dagskrá Rásar 1 og hins vegar sér Sigvaldi Júlíusson um að lesa auglýsingar og tilkynningar. Ástæðan fyrir því að við skiptum verkefnunum upp með þessum hætti nú eru tvær: Það hefur lengi truflað okkur að sami þulur kynni dagskrá Rásar 1, sé í dagskrárgerð með tónlistarinnslögum og öðru, auk þess að lesa auglýsingar. Í raun fer þetta ekki alveg saman þegar ströngustu hlutlægnissjónarmið eru höfð í huga, sem sé að sami þulur kynni dagskrána og lesi auglýsingar.“ Hin ástæðan er sú að auglýsinga- og tilkynningalestur hefur verið fyrirferðarmikill í starfi þula á Rás 1, jafnvel svo að þulur hefur ekki haft nægjanlega mikið svigrúm til þess að halda utan um dagskrána, kynna hana, tala til hlustenda, velja tónlist og svo framvegis, að sögn Þrastar. „Ef vel á að vera krefst þessi vinna tíma og einbeitingar sem við teljum að dagskrárþulir, eins og við köllum þá nú til aðgreiningar frá auglýsingaþul, hafi í auknum mæli með þessu nýja fyrirkomulagi.“
Fjölmiðlar Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira