Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Sylvía Hall skrifar 16. nóvember 2020 18:23 Víðir Reynisson ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Lögreglan „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ segir Víðir Reynisson um hugsanlega opnun sundlauga og líkamsræktarstöðva vegna fækkunar nýrra smita innanlands. Næsta endurskoðun á reglunum sé fyrirhuguð í byrjun desember. Hann segir ljóst að fólk þurfi að bíða og sjá hvernig þróunin næstu daga og vikur verður. Hann finni mikinn hug í fólki og flestir vilji berjast og takast á við faraldurinn saman. „Þá bindur maður vonir við að við verðum 2. desember stödd á betri stað en við erum í dag, þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir allt benda til þess að baráttan sé á réttri leið. Smitum innanlands fær fækkandi, nýgengi smita lækkar og sífellt fleiri séu í sóttkví við greiningu. Á miðvikudag taka gildi nýjar reglur þar sem slakað er örlítið á aðgerðum en að sögn Víðis verður að fara varlega í slíkt. „Eins og Þórólfur hefur sagt og við munum öll eftir frá því í vor að þá þarf að gera þetta mjög hægt til að missa þetta ekki frá sér aftur. Eitt af því sem við ætluðum að gera með hertu aðgerðunum var að reyna að hafa það þannig að í kringum jólin værum við með betri stöðu og við stefnum enn þá að því.“ Skilur verslunareigendur vel Samkvæmt nýjum reglum munu þeir sem hafa smitast af kórónuveirunni og mælast með mótefni ekki þurfa að nota grímur á almannafæri þar sem grímuskylda er í gildi. Þeir sem mælast með mótefni fá því vottorð undirritað af sóttvarnalækni sem þyrfti að framvísa, hvort sem það væri á blaði eða mynd. Margar stærstu verslanir landsins tilkynntu þó í dag að þær hygðust hafa áfram grímuskyldu fyrir alla, enda væri það aukið álag á starfsmenn að ganga úr skugga um að fólk mætti í raun vera grímulaust. Þannig verða viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð tekur gildi á miðvikudag. „Ég skil það bara mjög vel. Við höfum verið að taka þessa umræðu og rætt einmitt við forsvarsmenn verslunarinnar og ýmissa aðila sem eru rekstraraðilar. Þeir hafa sagt að þetta sé svo erfitt í framkvæmd að þeir viltu bara vera með stífari línu í þessu og gerðu það. Það er bara allt í góðu lagi,“ segir Víðir um þá ákvörðun og bætir við að reglugerðin sé ákveðið lágmarksviðmið. „Það má alltaf horfa á þessar reglugerðir okkar sem lágmarksviðmið og menn geta þá gengið eitthvað aðeins lengra ef það hentar þeim, og ég skil bara mjög vel þessa afstöðu verslunarinnar. Þetta er bara gott mál – einfaldar málið fyrir mjög marga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Verslun Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira
„Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ segir Víðir Reynisson um hugsanlega opnun sundlauga og líkamsræktarstöðva vegna fækkunar nýrra smita innanlands. Næsta endurskoðun á reglunum sé fyrirhuguð í byrjun desember. Hann segir ljóst að fólk þurfi að bíða og sjá hvernig þróunin næstu daga og vikur verður. Hann finni mikinn hug í fólki og flestir vilji berjast og takast á við faraldurinn saman. „Þá bindur maður vonir við að við verðum 2. desember stödd á betri stað en við erum í dag, þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir allt benda til þess að baráttan sé á réttri leið. Smitum innanlands fær fækkandi, nýgengi smita lækkar og sífellt fleiri séu í sóttkví við greiningu. Á miðvikudag taka gildi nýjar reglur þar sem slakað er örlítið á aðgerðum en að sögn Víðis verður að fara varlega í slíkt. „Eins og Þórólfur hefur sagt og við munum öll eftir frá því í vor að þá þarf að gera þetta mjög hægt til að missa þetta ekki frá sér aftur. Eitt af því sem við ætluðum að gera með hertu aðgerðunum var að reyna að hafa það þannig að í kringum jólin værum við með betri stöðu og við stefnum enn þá að því.“ Skilur verslunareigendur vel Samkvæmt nýjum reglum munu þeir sem hafa smitast af kórónuveirunni og mælast með mótefni ekki þurfa að nota grímur á almannafæri þar sem grímuskylda er í gildi. Þeir sem mælast með mótefni fá því vottorð undirritað af sóttvarnalækni sem þyrfti að framvísa, hvort sem það væri á blaði eða mynd. Margar stærstu verslanir landsins tilkynntu þó í dag að þær hygðust hafa áfram grímuskyldu fyrir alla, enda væri það aukið álag á starfsmenn að ganga úr skugga um að fólk mætti í raun vera grímulaust. Þannig verða viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð tekur gildi á miðvikudag. „Ég skil það bara mjög vel. Við höfum verið að taka þessa umræðu og rætt einmitt við forsvarsmenn verslunarinnar og ýmissa aðila sem eru rekstraraðilar. Þeir hafa sagt að þetta sé svo erfitt í framkvæmd að þeir viltu bara vera með stífari línu í þessu og gerðu það. Það er bara allt í góðu lagi,“ segir Víðir um þá ákvörðun og bætir við að reglugerðin sé ákveðið lágmarksviðmið. „Það má alltaf horfa á þessar reglugerðir okkar sem lágmarksviðmið og menn geta þá gengið eitthvað aðeins lengra ef það hentar þeim, og ég skil bara mjög vel þessa afstöðu verslunarinnar. Þetta er bara gott mál – einfaldar málið fyrir mjög marga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Verslun Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira