„Ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2020 14:32 Ástrós Rut Sigurðardóttir Emma Rut litla stelpan Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni. Ástrós segir að það hafi tekið sinn toll að standa á hliðarlínunni og berjast við veikindi Bjarka og þá einnig fjárhagslega. Á sínum tíma birti Ástrós myndband á Facebook þar sem hún fór yfir alla þessa reikninga, myndband sem vakti mikla athygli. „Á þessum tíma voru gallarnir mjög margir og alls ekki gallalaust kerfi í dag. Þarna vorum við að borga endalaust af reikningum, það var ekkert þak,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Þú fékkst einhvern afslátt þegar þú varst komin í einhver þrep eins og varðandi lyfjakostnað en þú varst samt að borga endalaust af einhverjum læknisreikningum. Læknisheimsóknir, myndatökur. Það var kannski einhver afsláttur því hann var öryrki en þú fékkst alltaf einhverja reikninga inn á heimabankann. Þetta er svona ennþá í dag en það er komið betra þak yfir lyfjakostnaðinn,“ segir Ástrós. Hún segir að þau hafi tekið eftir mun þar á þegar breytingar í kerfinu voru gerðar. „En maður er samt alltaf að taka upp veskið. Mér finnst ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið í hvert einasta skipti sem það fer til læknis eða sækir lyfin sín. Þetta er eitthvað sem við skattgreiðendurnir eigum að borga fyrir, 110 prósent. Það er nóg að vera berjast fyrir lífi sínu og maður á bara að vera njóta eins og maður getur, gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera og eyða peningunum í það, í minningar. Þetta er svo ósanngjarnt og ég væri svo þakklát ef þessu yrði breytt.“ Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Einkalífið Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni. Ástrós segir að það hafi tekið sinn toll að standa á hliðarlínunni og berjast við veikindi Bjarka og þá einnig fjárhagslega. Á sínum tíma birti Ástrós myndband á Facebook þar sem hún fór yfir alla þessa reikninga, myndband sem vakti mikla athygli. „Á þessum tíma voru gallarnir mjög margir og alls ekki gallalaust kerfi í dag. Þarna vorum við að borga endalaust af reikningum, það var ekkert þak,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Þú fékkst einhvern afslátt þegar þú varst komin í einhver þrep eins og varðandi lyfjakostnað en þú varst samt að borga endalaust af einhverjum læknisreikningum. Læknisheimsóknir, myndatökur. Það var kannski einhver afsláttur því hann var öryrki en þú fékkst alltaf einhverja reikninga inn á heimabankann. Þetta er svona ennþá í dag en það er komið betra þak yfir lyfjakostnaðinn,“ segir Ástrós. Hún segir að þau hafi tekið eftir mun þar á þegar breytingar í kerfinu voru gerðar. „En maður er samt alltaf að taka upp veskið. Mér finnst ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið í hvert einasta skipti sem það fer til læknis eða sækir lyfin sín. Þetta er eitthvað sem við skattgreiðendurnir eigum að borga fyrir, 110 prósent. Það er nóg að vera berjast fyrir lífi sínu og maður á bara að vera njóta eins og maður getur, gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera og eyða peningunum í það, í minningar. Þetta er svo ósanngjarnt og ég væri svo þakklát ef þessu yrði breytt.“ Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni.
Einkalífið Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Sjá meira