Óreiðan, vafinn og reiðin er markmiðið Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2020 22:46 Rudy Giuliani leiðir lagabaráttu forsetans. Ríkins sex sem hafa verið merkt rauð á kortinu við hlið hans ættu í raun að vera blá, þar sem Biden vann í þeim öllum. AP/Jacquelyn Martin Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Á sama tíma hafa lögmenn Trump-liða tapað nánast öllum þeim málum sem búið er að úrskurða um fyrir dómstólum. Á blaðamannafundi í kvöld, sem hefur verið líkt sem undarlegum og farsa, vísuðu Giuliani og aðrir lögmenn framboðs Trumps til fjölda samsæriskenninga og ásakana sem eiga ekki við rök að styðjast og hétu því að snúa niðurstöðum kosninganna. Meðal annars sögðu þau að í rauninni hefði Trump unnið kosningarnar með yfirburðum og að George Soros, Clinton stofnunin og Hugo Chávez, hinn heitni einræðisherra Venesúela, hefðu komið að því að stela kosningunum af Trump. Á einum tímapunkti lék Giuliani atriði úr kvikmyndinni My Cousin Vinny. Giuliani's reenacts a scene from "My Cousin Vinny" and then casually accuses Biden of crimes. Unhinged. pic.twitter.com/3RKJeX8cWs— Aaron Rupar (@atrupar) November 19, 2020 Giuliani sjálfur sagði Trump vera fórnarlamb umfangsmikils samsæris sem tengdist sérstaklega stórum borgum þar sem spilling væri mikil. Trump setti Giuliani yfir lagabaráttu hans á föstudaginn, eftir fjölmörg töp í dómsölum, sem hefur bara fjölgað síðan. Samkvæmt Politico þykir það til marks um að Trump sé meðvitaður um að hann muni ekki vinna. Heldur sé hann að reyna að búa til sjónarspil. Sjá einnig: Er sagður hafa krafið Trump um 2,7 milljónir á dag Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að upplýsingaóreiðan, vafinn og reiðin sem fylgt hafi ásökunum Trump-liða, sé ekki hjáafurð stefnu þeirra í kjölfars taps forsetans gegn Joe Biden. Það sé markmiðið. Trump viti að hann verði líklega ekki forseti og að Biden muni taka við þann 20. janúar. Hann sé bæði að grafa undan Biden áður en hann sest að í Hvíta húsinu og leggja línurnar að eigin framtíð. Hvort það verður önnur atlaga að Hvíta húsinu árið 2024 eða eitthvað annað. „Þetta snýst allt um að viðhalda egói hans og sýnileika,“ sagði Judd Gregg, sem er fyrrverandi ríkisstjóri og öldungadeildarþingmaður. „Hann er að fá mikið af peningum og hann ætlar sér að nota þá.“ Sjá einnig: Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Niðurstöður könnunar sem opinberaðar voru í gær sýna að um 77 prósent stuðningsmanna Trumps segjast standa í þeirri trú að Trump hafi í raun unnið kosningarnar, ekki Biden, og að um svik sé að ræða. Það er þrátt fyrir að Trump-liðum hafi gengið illa að sanna mál sitt og þá sérstaklega fyrir dómi, þar sem þeir hafa tapað minnst 31 máli. Í þeim málum hafa lögmenn Trump-liða ítrekað sagt fyrir dómi, að þeir viti ekki til þess að kosningasvik hafi átt sér stað. Þeir hafa unnið eitt, sem sneri að minnst 2.100 kjörseðlum í Pennsylvaníu, ríki sem Biden vann með minnst 70 þúsund atkvæðum. Eins og segir í grein New York Times, hafa margar þeirra ásakana sem Giuliani varpaði fram í kvöld verið teknar fyrir í dómsölum. Þar hafa Trump-liðar ekki getað fært sannanir fyrir þeim. Sjá einnig: Framboð Trump dregur stærstu ásakanir sínar í Pennsylvaníu til baka Þá hafa embættismenn ítrekað sagt að engar vísbendingar hafi fundist um umfangsmikil kosningasvik. Meðal þeirra var Chris Krebs. Hann fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti. Stofnunin gaf það út í síðustu viku að engar vísbendingar væru um að brögð hefðu verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum og raunar sagði í yfirlýsingu að um væri að ræða öruggustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Trump rak Krebs í fyrradag. Ekki búinn að gefa baráttuna upp á bátinn Fréttaveitan Reuters segir að Trump ætli sér nú að þrýsta á ríkisþingmenn í barátturíkjunum sem Biden vann í og fá þá til að grípa inn í kosningarnar. Sérstaklega er um að ræða Michigan og Pennsylvaníu. Forsetinn hefur boðið einhverjum þingmönnum ríkjanna til Hvíta hússins. Það sem lögmenn Trumps vilja gera, samkvæmt heimildarmönnum Reuters, er að færa valdið til að skipa kjörmenn frá ríkisstjórum og innanríkisráðherrum ríkjanna til ríkisþingmanna sem eru hliðhollir Trump. Áætlunin sé þannig að með því að valda nógu miklum vafa um kosningar í stórum borgum, þar sem Demókratar unnu stórt, verði ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins að stíga inn í og skipa kjörmennina sjálfir. Forsvarsmenn framboðs Trumps eru sagðir vonast til að þingmennirnir þori ekki öðru af ótta við viðbrögð kjósenda sinna en margir þeirra koma úr kjördæmum sem Trump vann. Því lengur sem lögmenn Trumps geti dregið úr þessum deilum og ásökunum um kosningasvindl, því líklegra sé að áætlunin heppnist. Staðan er þó sú að þó Trump takist að þvinga þingmennina til að færa sér kjörmenn Michigan og Pennsylvaníu, myndi hann eingöngu fá 268 kjörmenn og Biden fá 270 kjörmenn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Embættismönnum hótað á meðan repúblikanar reyna að fá úrslitum kosninganna breytt Kjörnir fulltrúar sem annast kosningar og starfsmenn kjörstjórna í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir um ofbeldi á meðan Donald Trump, fráfarandi forseti, og margir repúblikanar halda uppi órökstuddum ásökunum um stórfelld kosningasvik. 19. nóvember 2020 11:57 Samþykktu að staðfesta úrslit á sama tíma og Trump hrósaði sigri Repúblikanar og demókratar í fjölmennustu sýslu Michigan-ríkis náðu samkomulagi um að staðfesta úrslit forsetakosninganna þar nánast í sömu andrá og Donald Trump, fráfarandi forseti, fagnaði því að úrslitin yrðu ekki staðfest. 18. nóvember 2020 10:13 Biden segir að mótþrói Trumps geti leitt til dauðsfalla Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti varaði við því í nótt að fólk gæti dáið ef Donald Trump fráfarandi forseti gefur sig ekki og hefur samstarf við Biden og hans lið, en Biden tekur formlega við stjórnartaumunum í janúar á næsta ári. 17. nóvember 2020 07:43 Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu. 16. nóvember 2020 23:19 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Á sama tíma hafa lögmenn Trump-liða tapað nánast öllum þeim málum sem búið er að úrskurða um fyrir dómstólum. Á blaðamannafundi í kvöld, sem hefur verið líkt sem undarlegum og farsa, vísuðu Giuliani og aðrir lögmenn framboðs Trumps til fjölda samsæriskenninga og ásakana sem eiga ekki við rök að styðjast og hétu því að snúa niðurstöðum kosninganna. Meðal annars sögðu þau að í rauninni hefði Trump unnið kosningarnar með yfirburðum og að George Soros, Clinton stofnunin og Hugo Chávez, hinn heitni einræðisherra Venesúela, hefðu komið að því að stela kosningunum af Trump. Á einum tímapunkti lék Giuliani atriði úr kvikmyndinni My Cousin Vinny. Giuliani's reenacts a scene from "My Cousin Vinny" and then casually accuses Biden of crimes. Unhinged. pic.twitter.com/3RKJeX8cWs— Aaron Rupar (@atrupar) November 19, 2020 Giuliani sjálfur sagði Trump vera fórnarlamb umfangsmikils samsæris sem tengdist sérstaklega stórum borgum þar sem spilling væri mikil. Trump setti Giuliani yfir lagabaráttu hans á föstudaginn, eftir fjölmörg töp í dómsölum, sem hefur bara fjölgað síðan. Samkvæmt Politico þykir það til marks um að Trump sé meðvitaður um að hann muni ekki vinna. Heldur sé hann að reyna að búa til sjónarspil. Sjá einnig: Er sagður hafa krafið Trump um 2,7 milljónir á dag Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að upplýsingaóreiðan, vafinn og reiðin sem fylgt hafi ásökunum Trump-liða, sé ekki hjáafurð stefnu þeirra í kjölfars taps forsetans gegn Joe Biden. Það sé markmiðið. Trump viti að hann verði líklega ekki forseti og að Biden muni taka við þann 20. janúar. Hann sé bæði að grafa undan Biden áður en hann sest að í Hvíta húsinu og leggja línurnar að eigin framtíð. Hvort það verður önnur atlaga að Hvíta húsinu árið 2024 eða eitthvað annað. „Þetta snýst allt um að viðhalda egói hans og sýnileika,“ sagði Judd Gregg, sem er fyrrverandi ríkisstjóri og öldungadeildarþingmaður. „Hann er að fá mikið af peningum og hann ætlar sér að nota þá.“ Sjá einnig: Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Niðurstöður könnunar sem opinberaðar voru í gær sýna að um 77 prósent stuðningsmanna Trumps segjast standa í þeirri trú að Trump hafi í raun unnið kosningarnar, ekki Biden, og að um svik sé að ræða. Það er þrátt fyrir að Trump-liðum hafi gengið illa að sanna mál sitt og þá sérstaklega fyrir dómi, þar sem þeir hafa tapað minnst 31 máli. Í þeim málum hafa lögmenn Trump-liða ítrekað sagt fyrir dómi, að þeir viti ekki til þess að kosningasvik hafi átt sér stað. Þeir hafa unnið eitt, sem sneri að minnst 2.100 kjörseðlum í Pennsylvaníu, ríki sem Biden vann með minnst 70 þúsund atkvæðum. Eins og segir í grein New York Times, hafa margar þeirra ásakana sem Giuliani varpaði fram í kvöld verið teknar fyrir í dómsölum. Þar hafa Trump-liðar ekki getað fært sannanir fyrir þeim. Sjá einnig: Framboð Trump dregur stærstu ásakanir sínar í Pennsylvaníu til baka Þá hafa embættismenn ítrekað sagt að engar vísbendingar hafi fundist um umfangsmikil kosningasvik. Meðal þeirra var Chris Krebs. Hann fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti. Stofnunin gaf það út í síðustu viku að engar vísbendingar væru um að brögð hefðu verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum og raunar sagði í yfirlýsingu að um væri að ræða öruggustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Trump rak Krebs í fyrradag. Ekki búinn að gefa baráttuna upp á bátinn Fréttaveitan Reuters segir að Trump ætli sér nú að þrýsta á ríkisþingmenn í barátturíkjunum sem Biden vann í og fá þá til að grípa inn í kosningarnar. Sérstaklega er um að ræða Michigan og Pennsylvaníu. Forsetinn hefur boðið einhverjum þingmönnum ríkjanna til Hvíta hússins. Það sem lögmenn Trumps vilja gera, samkvæmt heimildarmönnum Reuters, er að færa valdið til að skipa kjörmenn frá ríkisstjórum og innanríkisráðherrum ríkjanna til ríkisþingmanna sem eru hliðhollir Trump. Áætlunin sé þannig að með því að valda nógu miklum vafa um kosningar í stórum borgum, þar sem Demókratar unnu stórt, verði ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins að stíga inn í og skipa kjörmennina sjálfir. Forsvarsmenn framboðs Trumps eru sagðir vonast til að þingmennirnir þori ekki öðru af ótta við viðbrögð kjósenda sinna en margir þeirra koma úr kjördæmum sem Trump vann. Því lengur sem lögmenn Trumps geti dregið úr þessum deilum og ásökunum um kosningasvindl, því líklegra sé að áætlunin heppnist. Staðan er þó sú að þó Trump takist að þvinga þingmennina til að færa sér kjörmenn Michigan og Pennsylvaníu, myndi hann eingöngu fá 268 kjörmenn og Biden fá 270 kjörmenn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Embættismönnum hótað á meðan repúblikanar reyna að fá úrslitum kosninganna breytt Kjörnir fulltrúar sem annast kosningar og starfsmenn kjörstjórna í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir um ofbeldi á meðan Donald Trump, fráfarandi forseti, og margir repúblikanar halda uppi órökstuddum ásökunum um stórfelld kosningasvik. 19. nóvember 2020 11:57 Samþykktu að staðfesta úrslit á sama tíma og Trump hrósaði sigri Repúblikanar og demókratar í fjölmennustu sýslu Michigan-ríkis náðu samkomulagi um að staðfesta úrslit forsetakosninganna þar nánast í sömu andrá og Donald Trump, fráfarandi forseti, fagnaði því að úrslitin yrðu ekki staðfest. 18. nóvember 2020 10:13 Biden segir að mótþrói Trumps geti leitt til dauðsfalla Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti varaði við því í nótt að fólk gæti dáið ef Donald Trump fráfarandi forseti gefur sig ekki og hefur samstarf við Biden og hans lið, en Biden tekur formlega við stjórnartaumunum í janúar á næsta ári. 17. nóvember 2020 07:43 Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu. 16. nóvember 2020 23:19 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Embættismönnum hótað á meðan repúblikanar reyna að fá úrslitum kosninganna breytt Kjörnir fulltrúar sem annast kosningar og starfsmenn kjörstjórna í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir um ofbeldi á meðan Donald Trump, fráfarandi forseti, og margir repúblikanar halda uppi órökstuddum ásökunum um stórfelld kosningasvik. 19. nóvember 2020 11:57
Samþykktu að staðfesta úrslit á sama tíma og Trump hrósaði sigri Repúblikanar og demókratar í fjölmennustu sýslu Michigan-ríkis náðu samkomulagi um að staðfesta úrslit forsetakosninganna þar nánast í sömu andrá og Donald Trump, fráfarandi forseti, fagnaði því að úrslitin yrðu ekki staðfest. 18. nóvember 2020 10:13
Biden segir að mótþrói Trumps geti leitt til dauðsfalla Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti varaði við því í nótt að fólk gæti dáið ef Donald Trump fráfarandi forseti gefur sig ekki og hefur samstarf við Biden og hans lið, en Biden tekur formlega við stjórnartaumunum í janúar á næsta ári. 17. nóvember 2020 07:43
Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu. 16. nóvember 2020 23:19