Er hægt að fagna ástinni of oft? Það er misjafnt hversu rómantísk við erum og hversu mikla þörf við höfum til að halda upp á eða fagna dögum eins og brúðkaups- eða sambandsafmælum.
Dagurinn sem þið fóruð á fyrsta stefnumótið eða dagurinn sem þið játuðust hvoru öðru eru yfirleitt einir stærstu og merkustu dagarnir í lífi fólks.
Það er kannski meiri hefð fyrir því að fólk haldi upp á brúðkaupsafmælin sín en núna í seinni tíð hefur það færst í aukana að fólk haldi líka upp á það sem gæti kallast sambandsafmæli.
Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra sem eru í sambandi, hvort sem fólk er gift eða ekki.