Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 14:50 Starfsmenn kjörstjórnar í Milwaukee handtelja atkvæði í endurtalningu sem framboð Trump fór fram á. Á móti þeim sitja eftirlitsmenn sem fylgjast með talningunni. Fulltrúar Trump eru sagðir hafa hægt mjög á talningunni með aragrúa athugasemda og spurninga. AP/Nam Y. Huh Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk um 20.600 fleiri atkvæði en Trump í Wisconsin sem var eitt af lykilríkjunum sem tryggðu Biden sigur í forsetakosningunum 3. nóvember. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna ósigur með vísan til stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik. Að kröfu framboðs Trump var ráðist í að telja atkvæði í Milwaukee- og Dane-sýslum í Wisconsin aftur. Báðar sýslur eru sterk vígi Demókrataflokksins og fór framboðið ekki fram á endurtalningu í öðrum sýslum. Engin fordæmi eru fyrir að endurtalning breyti svo afgerandi kosningaúrslitum, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboðið vill láta ógilda tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða af ýmsum ástæðum. Gera athugasemdir við hvert einasta atkvæði Endurtalningin hefur dregist á langinn og er langt á eftir áætlun vegna fjölda kvartana sem berast frá repúblikönum. George Christenson, starfsmaður Milwaukee-sýslu, sgeir að margir eftirlitsmenn Trump brjóti reglur með því að trufla starfsmenn kjörstjórnar sem telja atkvæðin stanslaust með spurningum og athugasemdum. „Það er óásættanlegt,“ segir Christenson sem telur ljóst að margir eftirlitsmennina viti greinilega ekki hvað þeir eru að gera. Tim Posnanski, yfirmaður kjörstjórnar, segir að svo virðist sem að tveir fulltrúar framboðsins séu sums staðar við einn starfsmann sem telur atkvæði í trássi við reglur um að aðeins einn eftirlitsmaður geri það. Einhverjir eftirlitsmenn Trump hafi haldi því fram að þeir væru óháðir eftirlitsmenn. Í einhverjum tilfellum hafa eftirlitsmennirnir gert athugasemdir við hvert einasta atkvæði sem er talið upp úr poka vegna þess að þau voru brotin saman. Posnanski sakar framboð Trump um að koma ekki fram í góðri trú. Því hafnar Joe Voiland, lögmaður fyrir hönd framboðsins. Hann vilji draga úr spennu á milli framboðsins og kjörstjórna. Fréttir hafa borist af því að lögreglufulltrúar hafi leidd að minnsta kosti einn eftirlitsmann Trump út úr byggingu þar sem atkvæði eru talin eftir að hann ýtti starfsmanni kjörstjórnar sem hafði tekið kápu hans af stól talningarmanns. Öðrum eftirlitsmanni var vísað af staðnum á föstudaginn fyrir að nota ekki grímu á réttan hátt eins og krafist er á talningarstað. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk um 20.600 fleiri atkvæði en Trump í Wisconsin sem var eitt af lykilríkjunum sem tryggðu Biden sigur í forsetakosningunum 3. nóvember. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna ósigur með vísan til stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik. Að kröfu framboðs Trump var ráðist í að telja atkvæði í Milwaukee- og Dane-sýslum í Wisconsin aftur. Báðar sýslur eru sterk vígi Demókrataflokksins og fór framboðið ekki fram á endurtalningu í öðrum sýslum. Engin fordæmi eru fyrir að endurtalning breyti svo afgerandi kosningaúrslitum, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboðið vill láta ógilda tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða af ýmsum ástæðum. Gera athugasemdir við hvert einasta atkvæði Endurtalningin hefur dregist á langinn og er langt á eftir áætlun vegna fjölda kvartana sem berast frá repúblikönum. George Christenson, starfsmaður Milwaukee-sýslu, sgeir að margir eftirlitsmenn Trump brjóti reglur með því að trufla starfsmenn kjörstjórnar sem telja atkvæðin stanslaust með spurningum og athugasemdum. „Það er óásættanlegt,“ segir Christenson sem telur ljóst að margir eftirlitsmennina viti greinilega ekki hvað þeir eru að gera. Tim Posnanski, yfirmaður kjörstjórnar, segir að svo virðist sem að tveir fulltrúar framboðsins séu sums staðar við einn starfsmann sem telur atkvæði í trássi við reglur um að aðeins einn eftirlitsmaður geri það. Einhverjir eftirlitsmenn Trump hafi haldi því fram að þeir væru óháðir eftirlitsmenn. Í einhverjum tilfellum hafa eftirlitsmennirnir gert athugasemdir við hvert einasta atkvæði sem er talið upp úr poka vegna þess að þau voru brotin saman. Posnanski sakar framboð Trump um að koma ekki fram í góðri trú. Því hafnar Joe Voiland, lögmaður fyrir hönd framboðsins. Hann vilji draga úr spennu á milli framboðsins og kjörstjórna. Fréttir hafa borist af því að lögreglufulltrúar hafi leidd að minnsta kosti einn eftirlitsmann Trump út úr byggingu þar sem atkvæði eru talin eftir að hann ýtti starfsmanni kjörstjórnar sem hafði tekið kápu hans af stól talningarmanns. Öðrum eftirlitsmanni var vísað af staðnum á föstudaginn fyrir að nota ekki grímu á réttan hátt eins og krafist er á talningarstað.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38