Finna til mikillar ábyrgðar og sorgar vegna Landakots Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 19:00 Helga Atladóttir hjúkrunardeildarstjóri útskriftardeildar aldraðra og Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarlækningadeildar C segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg á síðustu vikum. Hjúkrunardeildarstjórar á Landakoti segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum. Alls hafa nú þrettán manns látist vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Í heildina smituðust fimmtíu sjúklingar og eru fjórir enn með Covid-19. Helga Atladóttir hjúkrunardeildarstjóri útskriftardeildar aldraðra og Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarlækningadeildar C segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg á síðustu vikum. „Maður lamaðist eiginlega. Maður fer í mikla sorg yfir því að þetta hafi raunverulega gerst þrátt fyrir allt sem maður var búin að undirbúa og áæta til að koma í veg fyrir að þetta myndi gerast,“ segir Helga. „Við sem stjórnendur berum ábyrgð“ Þóra tekur í sama streng. „Það er auðvitað gríðarlega mikil ábygðartilfinning sem maður finnur fyrir og sorg að þetta skuli hafa geta gerst. Það sem eftir situr hjá mér er hvað þetta kom inn hljótt og fólk var upp til hópa einkennalaust og gat ekki vitað að það væri með Covid, hvorki sjúklingar né starfsfólk,“ segir Þóra. Helga segist einnig finna til mikillar ábyrgðar. „Gagnvart því að sýkingin hafi komið inn á Landakot. Við sem stjórnendur höfum ábyrgð á því að starfið sé unnið rétt og erum með faglegan metnað til að allir séu að gera sitt besta. Þannig þetta er samviskubit þrátt fyrir að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð. Þetta var í raun árás veiru og við vorum hjálparlaus," segir Helga. Samkvæmt skýrslu spítalans er orsök hópsýkingarinnar ófullnægjandi húsnæði, óviðunandi aðbúnaður sjúklingar og að starfsmenn fóru á milli deilda. Skorður á húsnæði gert þeim erfitt fyrir Helga og Þóra eru búnar að fara yfir það aftur og aftur hvort þær hefðu geta gert eitthvað öðruvísi, til dæmis hvort það hafi verið mistök að hleypa starfsfólki á milli deilda eftir að smit í samfélaginu urðu færri. Þeim hafi hins vegar þótt það nauðsynlegt til að sjúklingarnir fengju viðeigandi þjónustu. „Ég tel okkur hafa farið mjög varlega í að opna á hólfaskiptingu til þess að geta veitt þjónustu til að sjúklingarnir væru ekki rúmliggjandi,“ segir Þóra og bætir við að það hafi verið nauðsynlegt til að koma endurhæfingu sjúklinga aftur af stað. Skorður á húsnæði hafi þó gert þeim erfitt fyrir og að samkvæmt mönnunarmódeli Landakots sé gert ráð fyrir því að ákveðnar fagstéttir fari á milli deilda. Hefur áhyggjur af þeim sem eftir lifa Þær vonast til að hægt sé að draga þann lærdóm af hópsmitinu að húsnæði fyrir eldri borgara í endurhæfingu standist nútíma kröfur. „Einnig vona ég að það sé hægt að draga af þessu þann lærdóm að ef samfélagssmitum fer að fjölga sé hægt að fara út í það að skima starfsfólk og sjúklinga reglulega sem forvarnaraðgerð til að stoppa sýkinguna fyrr," segir Þóra. Þær hafa áhyggjur af þeim sem eftir lifa. „Margir eru einkennalitlir í dag og eiga eftir að plumma sig vel en þetta er sumt gamalt fólk sem hefur ekki mikla burði í að standast svona sýkingu,“ segir Helga. Helga veiktist sjálf af Covid-19 og hefur verið í veikindaleyfi. „Maður miklar fyrir sér að koma til baka. Þetta er mikið áfall sem á eftir að fylgja manni. Auðvitað tek ég hlutunum þannig að það var ekki allt í mínum höndum. Ég gerði það sem ég gat. Ég hlakka til að fara aftur að vinna í dag en ég er búin að eiga stundir þar sem ég hugsaði hvort ég gæti farið aftur," segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31 Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Hjúkrunardeildarstjórar á Landakoti segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum. Alls hafa nú þrettán manns látist vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Í heildina smituðust fimmtíu sjúklingar og eru fjórir enn með Covid-19. Helga Atladóttir hjúkrunardeildarstjóri útskriftardeildar aldraðra og Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarlækningadeildar C segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg á síðustu vikum. „Maður lamaðist eiginlega. Maður fer í mikla sorg yfir því að þetta hafi raunverulega gerst þrátt fyrir allt sem maður var búin að undirbúa og áæta til að koma í veg fyrir að þetta myndi gerast,“ segir Helga. „Við sem stjórnendur berum ábyrgð“ Þóra tekur í sama streng. „Það er auðvitað gríðarlega mikil ábygðartilfinning sem maður finnur fyrir og sorg að þetta skuli hafa geta gerst. Það sem eftir situr hjá mér er hvað þetta kom inn hljótt og fólk var upp til hópa einkennalaust og gat ekki vitað að það væri með Covid, hvorki sjúklingar né starfsfólk,“ segir Þóra. Helga segist einnig finna til mikillar ábyrgðar. „Gagnvart því að sýkingin hafi komið inn á Landakot. Við sem stjórnendur höfum ábyrgð á því að starfið sé unnið rétt og erum með faglegan metnað til að allir séu að gera sitt besta. Þannig þetta er samviskubit þrátt fyrir að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð. Þetta var í raun árás veiru og við vorum hjálparlaus," segir Helga. Samkvæmt skýrslu spítalans er orsök hópsýkingarinnar ófullnægjandi húsnæði, óviðunandi aðbúnaður sjúklingar og að starfsmenn fóru á milli deilda. Skorður á húsnæði gert þeim erfitt fyrir Helga og Þóra eru búnar að fara yfir það aftur og aftur hvort þær hefðu geta gert eitthvað öðruvísi, til dæmis hvort það hafi verið mistök að hleypa starfsfólki á milli deilda eftir að smit í samfélaginu urðu færri. Þeim hafi hins vegar þótt það nauðsynlegt til að sjúklingarnir fengju viðeigandi þjónustu. „Ég tel okkur hafa farið mjög varlega í að opna á hólfaskiptingu til þess að geta veitt þjónustu til að sjúklingarnir væru ekki rúmliggjandi,“ segir Þóra og bætir við að það hafi verið nauðsynlegt til að koma endurhæfingu sjúklinga aftur af stað. Skorður á húsnæði hafi þó gert þeim erfitt fyrir og að samkvæmt mönnunarmódeli Landakots sé gert ráð fyrir því að ákveðnar fagstéttir fari á milli deilda. Hefur áhyggjur af þeim sem eftir lifa Þær vonast til að hægt sé að draga þann lærdóm af hópsmitinu að húsnæði fyrir eldri borgara í endurhæfingu standist nútíma kröfur. „Einnig vona ég að það sé hægt að draga af þessu þann lærdóm að ef samfélagssmitum fer að fjölga sé hægt að fara út í það að skima starfsfólk og sjúklinga reglulega sem forvarnaraðgerð til að stoppa sýkinguna fyrr," segir Þóra. Þær hafa áhyggjur af þeim sem eftir lifa. „Margir eru einkennalitlir í dag og eiga eftir að plumma sig vel en þetta er sumt gamalt fólk sem hefur ekki mikla burði í að standast svona sýkingu,“ segir Helga. Helga veiktist sjálf af Covid-19 og hefur verið í veikindaleyfi. „Maður miklar fyrir sér að koma til baka. Þetta er mikið áfall sem á eftir að fylgja manni. Auðvitað tek ég hlutunum þannig að það var ekki allt í mínum höndum. Ég gerði það sem ég gat. Ég hlakka til að fara aftur að vinna í dag en ég er búin að eiga stundir þar sem ég hugsaði hvort ég gæti farið aftur," segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31 Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31
Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24
Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31