Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 07:47 Donald Trump og Chris Christie. Getty/Cheriss May Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Trump og lögfræðingar hans hafa varpað fram ásökunum um kosningasvindl í fjölda ríkja án þess að þeim hafi tekist að sanna eitt eða neitt og segir Christie að lögfræðingar forsetans séu þjóð sinni til skammar. Christie sagði í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær að kosningar hafi afleiðingar og að menn verði einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir, en Joe Biden frambjóðandi Demókrata hafði betur gegn Trump þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og hafa margir Repúblikanar stutt við þá vegferð hans að höfða dómsmál til þess að fá úrslitum kosninganna snúið við. Þeim Repúblikönum fer þó fjölgandi sem setja spurningamerki við málsóknir forsetans. Ekki hægt að halda áfram og láta eins og eitthvað hafi gerst sem gerðist ekki Um helgina var dómsmáli Trumps í Pennsylvaníu vísað frá þar sem dómarinn taldi lögmenn forsetans aðeins hafa lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum.“ Niðurstaðan ætti að gera yfirvöldum í Pennsylvaníu kleift að lýsa Biden formlega sigurvegara í ríkinu síðar í dag þótt teymi Trumps hafi sagt að dóminum verði áfrýjað. Christie sagði í viðtali við ABC að framganga lögfræðiteymis forsetan væri bandarísku þjóðinni til skammar. „Ég hef verið stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann tvisvar. En kosningar hafa afleiðingar og við getum ekki haldið áfram að láta eins og eitthvað hafi gerst hérna sem gerðist ekki,“ sagði Christie. Hann beindi gagnrýni sinni sérstaklega að lögfræðingnum Sidney Powell sem á blaðamannafundi á fimmtudag sagði að rafræn kosningakerfi hefðu fært milljónir atkvæða yfir til Bidens. Þá sagði hún einnig að hann hefði unnið þökk sé peningum frá kommúnistum. Líkt og með aðrar fullyrðingar lögfræðiteymis Trumps færði Powell ekki fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Í gær sendi svo framboðsteymi Trumps frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að Powell væri „lögfræðingur á eigin vegum“ og að hún væri ekki hluti af lögfræðiteymi forsetans. Svo virðist því sem henni hafi verið vikið úr teyminu því Trump sjálfur sagði hana hluta af því fyrr í þessum mánuði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Trump og lögfræðingar hans hafa varpað fram ásökunum um kosningasvindl í fjölda ríkja án þess að þeim hafi tekist að sanna eitt eða neitt og segir Christie að lögfræðingar forsetans séu þjóð sinni til skammar. Christie sagði í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær að kosningar hafi afleiðingar og að menn verði einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir, en Joe Biden frambjóðandi Demókrata hafði betur gegn Trump þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og hafa margir Repúblikanar stutt við þá vegferð hans að höfða dómsmál til þess að fá úrslitum kosninganna snúið við. Þeim Repúblikönum fer þó fjölgandi sem setja spurningamerki við málsóknir forsetans. Ekki hægt að halda áfram og láta eins og eitthvað hafi gerst sem gerðist ekki Um helgina var dómsmáli Trumps í Pennsylvaníu vísað frá þar sem dómarinn taldi lögmenn forsetans aðeins hafa lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum.“ Niðurstaðan ætti að gera yfirvöldum í Pennsylvaníu kleift að lýsa Biden formlega sigurvegara í ríkinu síðar í dag þótt teymi Trumps hafi sagt að dóminum verði áfrýjað. Christie sagði í viðtali við ABC að framganga lögfræðiteymis forsetan væri bandarísku þjóðinni til skammar. „Ég hef verið stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann tvisvar. En kosningar hafa afleiðingar og við getum ekki haldið áfram að láta eins og eitthvað hafi gerst hérna sem gerðist ekki,“ sagði Christie. Hann beindi gagnrýni sinni sérstaklega að lögfræðingnum Sidney Powell sem á blaðamannafundi á fimmtudag sagði að rafræn kosningakerfi hefðu fært milljónir atkvæða yfir til Bidens. Þá sagði hún einnig að hann hefði unnið þökk sé peningum frá kommúnistum. Líkt og með aðrar fullyrðingar lögfræðiteymis Trumps færði Powell ekki fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Í gær sendi svo framboðsteymi Trumps frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að Powell væri „lögfræðingur á eigin vegum“ og að hún væri ekki hluti af lögfræðiteymi forsetans. Svo virðist því sem henni hafi verið vikið úr teyminu því Trump sjálfur sagði hana hluta af því fyrr í þessum mánuði.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira