Staðfesta sigur Bidens í Michigan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2020 22:38 Biden tekur við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi. Mark Makela/Getty Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Biden vann ríkið með því að fá tæplega 155 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump, fráfarandi forseti. Biden vann forsetakosningarnar, en hann fékk 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps í kjörmannakerfinu sem stuðst er við þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta. Michigan færði Biden 16 kjörmenn. Staðfesting kjörstjórnar á sigri Bidens eru taldar mikið reiðarslag fyrir framboð Trumps, en hann hefur ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi fært Biden sigurinn í kosningunum. Engar haldbærar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir svindli af þeim skala sem gæti snúið niðurstöðunni og málum sem framboð forsetans hefur farið með fyrir dóm hefur flestum verið vísað frá. Í kjörstjórn Michigan sitja fjórir meðlimir, tveir úr hvorum stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Báðir fulltrúar demókrata greiddu atkvæði með því að staðfesta úrslitin, og annar repúblikananna gerði það sömuleiðis. Hinn kaus að sitja hjá. Síðastliðinn föstudag voru úrslitin staðfest í Georgíu, öðru ríki þar sem Biden vann sigur. Sá sigur var heldur naumari, en þar munaði tæplega 13 þúsund atkvæðum á frambjóðendunum tveimur. Michigan er eitt þeirra ríkja sem Trump vann í forsetakosningunum 2016 en Joe Biden tókst að snúa sér í vil. Hin eru Arizona, Georgía, Pennsylvanía og Wisconsin. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Biden vann ríkið með því að fá tæplega 155 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump, fráfarandi forseti. Biden vann forsetakosningarnar, en hann fékk 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps í kjörmannakerfinu sem stuðst er við þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta. Michigan færði Biden 16 kjörmenn. Staðfesting kjörstjórnar á sigri Bidens eru taldar mikið reiðarslag fyrir framboð Trumps, en hann hefur ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi fært Biden sigurinn í kosningunum. Engar haldbærar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir svindli af þeim skala sem gæti snúið niðurstöðunni og málum sem framboð forsetans hefur farið með fyrir dóm hefur flestum verið vísað frá. Í kjörstjórn Michigan sitja fjórir meðlimir, tveir úr hvorum stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Báðir fulltrúar demókrata greiddu atkvæði með því að staðfesta úrslitin, og annar repúblikananna gerði það sömuleiðis. Hinn kaus að sitja hjá. Síðastliðinn föstudag voru úrslitin staðfest í Georgíu, öðru ríki þar sem Biden vann sigur. Sá sigur var heldur naumari, en þar munaði tæplega 13 þúsund atkvæðum á frambjóðendunum tveimur. Michigan er eitt þeirra ríkja sem Trump vann í forsetakosningunum 2016 en Joe Biden tókst að snúa sér í vil. Hin eru Arizona, Georgía, Pennsylvanía og Wisconsin.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20