Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 00:06 Joe Biden er væntanlega ánægður með að valdaskiptin geti hafist. Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkennir enn ekki ósigur en hefur fyrirskipað starfsliði sínu og embættismönnum að aðstoða við valdaskiptin. CNN greinir frá og birtir bréf frá Emily Murphy, forsvarsmanni stofnunarinnar, til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Yfirleitt er undirskrift bréfsins sem heimilar það að starfsmenn hins verðandi forseta geti hafið vinnu við valdaskiptin formsatriði, en Murphy hafði hingað til neitað að skrifa undir bréfið. #Breaking: GSA’s Emily Murphy signs off and says the transition can begin, per @KristenhCNN pic.twitter.com/S6YKKQBrQR— Manu Raju (@mkraju) November 23, 2020 Þetta þýðir að embættismenn og starfsmenn stofnana Bandaríkjanna geta nú tekið við starfsmönnum valdaskiptateymis Bidens til þess að undirbúa valdaskiptin, auk þess sem að teymi Bidens fær fjármagn frá ríkinu til þess að vinna vinnu sínu. Fregnir af því að Murphy hafði skrifað undir bréfið bárust skömmu eftir að kjörstjórn í Michigan-ríki Bandaríkjanna gaf það endanlega út að Biden hafði haft sigur í ríkinu, sem minnkar enn þær litlu vonir sem Trump forseti hefur um að hægt verði að snúa við úrslitum kosninganna. Trump hefur hingað til neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í tveimur tístum í kvöld hrósar Trump Murphy fyrir að hafa skrifað undir umrætt bréf og segist hann hafa fyrirskipað starfsmönnum stofnunar hennar, sem og eigin starfsliði, að gera það sem þarf til þess að undirbúa samskipti við valdaskiptateymi Bidens. Hann virðist þó enn hafa trú á því að hann muni hafa betur í forsetakosningunum, þegar uppi er staðið, þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að málsóknir hans muni gera það að verkum að úrslitunum verði snúið við. ...fight, and I believe we will prevail! Nevertheless, in the best interest of our Country, I am recommending that Emily and her team do what needs to be done with regard to initial protocols, and have told my team to do the same.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 I want to thank Emily Murphy at GSA for her steadfast dedication and loyalty to our Country. She has been harassed, threatened, and abused – and I do not want to see this happen to her, her family, or employees of GSA. Our case STRONGLY continues, we will keep up the good...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkennir enn ekki ósigur en hefur fyrirskipað starfsliði sínu og embættismönnum að aðstoða við valdaskiptin. CNN greinir frá og birtir bréf frá Emily Murphy, forsvarsmanni stofnunarinnar, til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Yfirleitt er undirskrift bréfsins sem heimilar það að starfsmenn hins verðandi forseta geti hafið vinnu við valdaskiptin formsatriði, en Murphy hafði hingað til neitað að skrifa undir bréfið. #Breaking: GSA’s Emily Murphy signs off and says the transition can begin, per @KristenhCNN pic.twitter.com/S6YKKQBrQR— Manu Raju (@mkraju) November 23, 2020 Þetta þýðir að embættismenn og starfsmenn stofnana Bandaríkjanna geta nú tekið við starfsmönnum valdaskiptateymis Bidens til þess að undirbúa valdaskiptin, auk þess sem að teymi Bidens fær fjármagn frá ríkinu til þess að vinna vinnu sínu. Fregnir af því að Murphy hafði skrifað undir bréfið bárust skömmu eftir að kjörstjórn í Michigan-ríki Bandaríkjanna gaf það endanlega út að Biden hafði haft sigur í ríkinu, sem minnkar enn þær litlu vonir sem Trump forseti hefur um að hægt verði að snúa við úrslitum kosninganna. Trump hefur hingað til neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í tveimur tístum í kvöld hrósar Trump Murphy fyrir að hafa skrifað undir umrætt bréf og segist hann hafa fyrirskipað starfsmönnum stofnunar hennar, sem og eigin starfsliði, að gera það sem þarf til þess að undirbúa samskipti við valdaskiptateymi Bidens. Hann virðist þó enn hafa trú á því að hann muni hafa betur í forsetakosningunum, þegar uppi er staðið, þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að málsóknir hans muni gera það að verkum að úrslitunum verði snúið við. ...fight, and I believe we will prevail! Nevertheless, in the best interest of our Country, I am recommending that Emily and her team do what needs to be done with regard to initial protocols, and have told my team to do the same.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 I want to thank Emily Murphy at GSA for her steadfast dedication and loyalty to our Country. She has been harassed, threatened, and abused – and I do not want to see this happen to her, her family, or employees of GSA. Our case STRONGLY continues, we will keep up the good...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38
Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50