Lögreglan stefnir Sjóvá vegna tjóns sem varð vegna ofsaaksturs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 06:36 Sjóvá hafnar bótaábyrgð í málinu og hefur úrskurðarnefnd vátryggingarmála fallist á sjónarmið tryggingafélagsins. Lögreglan leitar hins vegar réttar síns fyrir dómstólum. Vísir/Hanna Ríkislögreglustjóri hefur stefnt tryggingafélaginu Sjóvá vegna tjóns sem varð á lögreglubíl þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á ofsahraða á Miklubraut árið 2018. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að réttaróvissa ríki um ábyrgð á því tjóni sem verður á lögreglubílum þegar ökumönnum er veitt eftirför eða þeir stöðvaðir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Lögreglan vilji að tjónið verði bætt í gegnum ábyrgðartryggingu ökumanns en tryggingafélagið hafni bótaáabyrgð þar sem lögreglan valdi tjóni af ásetningi. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan verði að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því hlutverki hennar að halda uppi lögum og reglu. Lögreglan lítur engu að síður áfram svo á að tryggingafélagi ökumannsins beri að bæta tjónið og hefur sérstaklega vísað til 15. greinar og 19. greinar lögreglulaga. Sú fyrri kveður á um að lögreglu sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana á kostnað manns til þess að koma í veg fyrir að óhlýðni hans stofni almenningi í hættu eða valdi tjóni. Síðarnefnda greinin kveður á um skyldu almennings að hlýða fyrirmælum lögreglu. Að því er segir í Fréttablaðinu leitast ríkislögreglustjóri við það með málshöfðun sinni nú að eyða réttaróvissu um ábyrgð á tjóni lögreglunnar af aðgerðum sem þessum. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og stendur gagnaöflun nú yfir. Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur stefnt tryggingafélaginu Sjóvá vegna tjóns sem varð á lögreglubíl þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á ofsahraða á Miklubraut árið 2018. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að réttaróvissa ríki um ábyrgð á því tjóni sem verður á lögreglubílum þegar ökumönnum er veitt eftirför eða þeir stöðvaðir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Lögreglan vilji að tjónið verði bætt í gegnum ábyrgðartryggingu ökumanns en tryggingafélagið hafni bótaáabyrgð þar sem lögreglan valdi tjóni af ásetningi. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan verði að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því hlutverki hennar að halda uppi lögum og reglu. Lögreglan lítur engu að síður áfram svo á að tryggingafélagi ökumannsins beri að bæta tjónið og hefur sérstaklega vísað til 15. greinar og 19. greinar lögreglulaga. Sú fyrri kveður á um að lögreglu sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana á kostnað manns til þess að koma í veg fyrir að óhlýðni hans stofni almenningi í hættu eða valdi tjóni. Síðarnefnda greinin kveður á um skyldu almennings að hlýða fyrirmælum lögreglu. Að því er segir í Fréttablaðinu leitast ríkislögreglustjóri við það með málshöfðun sinni nú að eyða réttaróvissu um ábyrgð á tjóni lögreglunnar af aðgerðum sem þessum. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og stendur gagnaöflun nú yfir.
Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira