Lognið á undan storminum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 13:33 Himininn logaði gulur, bleikur og appelsínugulur í morgun. Myndin er tekin í Hlíðahverfi yfir Kringluna. Í fjarska sést gufa frá Hellisheiðarvirkjun og Bláfjöll. Vísir/Egill Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag. Langir geislar sólar skópu litríkt listaverk á suðausturhimninum í morgun sem vakti athygli margra sem voru á ferðinni eða var litið út um glugga. Á sama tíma var nær algert logn á höfuðborgarsvæðinu. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, náði meðfylgjandi myndum af sólarupprásinni í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan 10:20 í morgun. Sjónarspilið fyrir sólarupprás í morgun nefnist belti Venusar. Næst sjóndeildarhringnum var gráblár skuggi jarðarinnar og fyrir ofan hann bleikur bjarmi. Himinninn roðnar á þennan hátt þegar sól er lágt á lofti þar sem sólargeislarnir þurfa að ferðast lengri leið í gegnum lofthjúp jarðar en þegar hún er hærra á lofti. Blái hluti sólarljóssins dreifist meira en sá rauði á leiðinni í gegnum andrúmsloftið og því verður himinninn bleikur eða rauðleitur. Sama fyrirbæri sést einnig skömmu eftir sólsetur. Lognið í morgun er skammgóður vermir því gul viðvörun vegna suðaustanhríðaveðurs tekur gildi klukkan 20:00 í kvöld. Gular viðvaranir eru einnig á Suðurlandi, við Faxaflóa, við Breiðafjörð, á hluta Vestfjarða og á Norðurlandi eystra. Appelsínugular viðvaranir vegna hríðar verða í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Miðhálendinu. Falleg birta var yfir höfuðborginni í morgun sem setti svip sinn á fjallsýnina í kring, Esjuna og Akrafjall.Vísir/Egill Belti Venusar yfir Reykjavík og Seltjarnarnesi miðvikudaginn 25. nóvember 2020. Gráblái liturinn neðst við sjóndeildarhringinn er skugginn sem jörðin varpar út í geim. Fyrir ofan hann er himinninn bleikur á lit því blái hluti sólargeislanna hefur dreifst á langri leið í gegnum lofthjúp jarðar og eftir stendur rauði hluti ljóssins.Vísir/Egill Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag. Langir geislar sólar skópu litríkt listaverk á suðausturhimninum í morgun sem vakti athygli margra sem voru á ferðinni eða var litið út um glugga. Á sama tíma var nær algert logn á höfuðborgarsvæðinu. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, náði meðfylgjandi myndum af sólarupprásinni í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan 10:20 í morgun. Sjónarspilið fyrir sólarupprás í morgun nefnist belti Venusar. Næst sjóndeildarhringnum var gráblár skuggi jarðarinnar og fyrir ofan hann bleikur bjarmi. Himinninn roðnar á þennan hátt þegar sól er lágt á lofti þar sem sólargeislarnir þurfa að ferðast lengri leið í gegnum lofthjúp jarðar en þegar hún er hærra á lofti. Blái hluti sólarljóssins dreifist meira en sá rauði á leiðinni í gegnum andrúmsloftið og því verður himinninn bleikur eða rauðleitur. Sama fyrirbæri sést einnig skömmu eftir sólsetur. Lognið í morgun er skammgóður vermir því gul viðvörun vegna suðaustanhríðaveðurs tekur gildi klukkan 20:00 í kvöld. Gular viðvaranir eru einnig á Suðurlandi, við Faxaflóa, við Breiðafjörð, á hluta Vestfjarða og á Norðurlandi eystra. Appelsínugular viðvaranir vegna hríðar verða í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Miðhálendinu. Falleg birta var yfir höfuðborginni í morgun sem setti svip sinn á fjallsýnina í kring, Esjuna og Akrafjall.Vísir/Egill Belti Venusar yfir Reykjavík og Seltjarnarnesi miðvikudaginn 25. nóvember 2020. Gráblái liturinn neðst við sjóndeildarhringinn er skugginn sem jörðin varpar út í geim. Fyrir ofan hann er himinninn bleikur á lit því blái hluti sólargeislanna hefur dreifst á langri leið í gegnum lofthjúp jarðar og eftir stendur rauði hluti ljóssins.Vísir/Egill
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira