Makaskipti mömmu tíð og verst þegar um ofbeldismenn var að ræða Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 14:04 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að ekki eigi að svipta börn bernskunni og sakleysi þeirra. Hann sjálfur þekkir það að alast upp við erfiðar aðstæður og segir málefni barna mikið áherslumál hjá honum og vonast hann til að hjálpa öðrum að glíma við sambærilegar aðstæður og hann upplifði. Í löngu viðtali við Morgunblaðið sem birt var í dag segir Ásmundur frá þessum erfiðleikum æsku sinnar. Ásmundur ólst að miklu leyti upp hjá móður sinni eftir að foreldrar hans skildu þegar hann var fimm ára. Hann og eldri systir hans fóru með móður þeirra og mikið hafi verið um flutninga. Ásmundur gekk í sjö grunnskóla í æsku en þegar hann var þrettán ára flutti hann með móður sinni til Noregs. „Þetta var mikið flakk og við bjuggum aldrei lengi á sama stað. Alltaf eitthvað sem varð til þess að búferlaflutningarnir urðu tíðir. Grasið var alltaf grænna hinum megin og í raun átti það við um ansi margt hjá mömmu,“ segir Ásmundur í viðtalinu. Hann fór sjálfur alltaf í sveitina til pabba síns í Dölunum um helgar og í leyfum. Í viðtalinu kemur fram að móðir Ásmundar hafi um árabil glímt við áfengisvanda og einnig við geðræn veikindi. Lífið hafi ekki farið mjúkum höndum um hana og hún hafi misst báða foreldra sína fyrir átján ára aldur. „Allir í sveitinni bitu á jaxlinn og enginn talaði um hvernig þeim leið á þessum tíma í litlu samfélagi. Við vorum þá ekki stödd á árinu 2020 þar sem fólk þorir að tala opinskátt um slík veikindi. Þetta hefur móðir mín þurft að burðast með á bakinu allt sitt líf. Það var ekki fyrr en ég fór að eldast að ég gerði mér grein fyrir því að þessi mikla áfengisnotkun á heimilinu væri óeðlileg en mamma var alltaf dugleg til vinnu og það vissu fáir af því hver staðan var innan heimilisins,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að eitthvað væri að hjá mömmu hans. Börn skynji ekki slíkt. „Allt frá því ég man eftir mér voru makaskipti mjög tíð hjá mömmu. Alls konar menn voru komnir inn í líf mitt og inn á heimilið mjög fljótt. Ég veit ekki hvað þeir voru margir. Sumir voru frábærir en aðrir áttu við sömu vandamál að stríða og mamma. Oft voru þetta þannig einstaklingar í mikilli áfengisneyslu. Verst var þegar um ofbeldismenn var að ræða. Ég var ekki sjálfur beittur líkamlegu ofbeldi en mamma varð fyrir því. Ég varð vitni að því, fann það, heyrði það. Það situr enn í mér og mun alltaf gera,“ segir Ásmundur. Vildi sérstaklega verða barnamálaráðherra Ásmundur óskaði sérstaklega eftir að verða fyrsti ráðherrann til að taka upp titil barnamálaráðherra. Það var fyrir þremur árum og í kjölfarið hófst samstarf þingflokka, ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga við myndun sameiginlegs vettvangs fyrir málefni barna. „Ég var og er sannfærður um að ef við ætlum að grípa börn þá verði allir þeir sem koma að málefnum barna að vera með. Kerfisbreytingin er svo stór að það myndi ekki duga því verkefni einungis einn ráðherra, eitt kjörtímabil og eitt ráðuneyti að ná utan um það, enda er þetta langtímaverkefni sem vonandi verður komið vel á veg eftir nokkur ár.“ Meðal þess sem Ásmundur hefur unnið að er frumvarp þar sem lagt til að unnið sé með börn og foreldra saman til að leysa vandamál. Í viðtalinu segist hann vilja skapa börnum þær aðstæður að þú fái að vera börn og að aðstoð berist áður en allt sé farið á versta veg. „Ekki með því að fjarlægja þau af heimilinu, þótt þess þurfi auðvitað því miður stundum, heldur að brugðist sé við erfiðleikum barna og fjölskyldna mun fyrr og í samvinnu. Fjölskyldan sé gripin, fái nauðsynlegar greiningar og viðeigandi aðstoð sé veitt. Að fjölskyldan fái snemma hjálp við að vinna á sínum vanda og að barnið búi við betri aðstæður inni á heimilinu en fái líka hjálp alls staðar annars staðar; í skólanum, heilbrigðiskerfinu eða hvar sem það er statt. Þetta er það sem við sem samfélag þurfum að gera.“ Í samtali við Vísí í fyrra þegar breytingarnar voru kynntar sagði Ásmundur að hann vildi búa til löggjöf sem tryggði brú og samtal milli þeirra kerfa sem koma að málefnum barna og fjölskylda. Gera þyrfti þjónustuna skilvirkari. „Því miður er það þannig að oft á tíðum veltur þetta bara á því hversu kraftmiklir foreldrarnir eru að sækja þjónustu fyrir börnin hvort þau fái þjónustu eða ekki. Og því miður er það svoleiðis að börnin sem þarfnast kannski hvað mestrar þjónustu eru þau börn sem ekki eiga foreldra sem hafa annað hvort fjárhagslegt, andlegt eða félagslegt afl til þess að sækja þjónustu fyrir börnin sín. Þetta er það sem við erum að sjá. Rannsóknir sýna okkur, núna sérstaklega í seinni tíð, að börn sem verða fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða öðrum skakkaföllum það hefur ótrúlega mikil áhrif síðar á lífsleiðinni, miklu meira en menn héldu hér fram fyrir 20 til 30 árum. Þegar þú breytir kerfinu með þessum hætti þurfa að fylgja verulegar áherslubreytingar með auknum áherslum á aukið fjármagn og aukna áherslu á allt sem heitir að grípa snemma inn í,“ sagði Ásmundur Einar við Vísi í fyrra. Hjálpa börnum með foreldra með geðræn veikindi Ásmundur veitti í vikunni Geðhjálp 3,5 milljónir króna fyrir upphaf verkefnis sem snýr að því að mynda nýjar leiðir fyrir börn með foreldra með geðræna veikindi. Þetta verkefni fór af stað eftir sýningu Kompássþáttar í nóvember í fyrra þar sem hin sautján ára gamla Margrét Lillý Einarsdóttir sagði frá því að kerfið í heild hefði brugðist henni. Ásmundur segist í viðtali sínu við Morgunblaðið viss um að það að setja barnið og fjölskyldu þess í forgrunn allrar þjónustu og samtvinna mismunandi kerfi hins opinbera muni hafa mikil áhrif til hins betra. Í langflestum tilvikum vilji foreldrar börnum sínum það besta og að lækka þurfi þröskulda í þjónustu til að auka og bæta þjónustuna. Þetta muni allt kosta töluvert en borga sig margfalt til baka ef markmiðið náist. Börn og fjölskyldur muni þá fá betri þjónustu en áður og fyrr. „Í mjög einföldu máli er ljóst að fjárfesting í betri þjónustu við börn og fjölskyldur er arðbær langtímafjárfesting þar sem björt framtíð barns vegur mun þyngra en útgjaldaaukning vegna bættrar þjónustu síðar á lífsleiðinni.“ Félagsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Í löngu viðtali við Morgunblaðið sem birt var í dag segir Ásmundur frá þessum erfiðleikum æsku sinnar. Ásmundur ólst að miklu leyti upp hjá móður sinni eftir að foreldrar hans skildu þegar hann var fimm ára. Hann og eldri systir hans fóru með móður þeirra og mikið hafi verið um flutninga. Ásmundur gekk í sjö grunnskóla í æsku en þegar hann var þrettán ára flutti hann með móður sinni til Noregs. „Þetta var mikið flakk og við bjuggum aldrei lengi á sama stað. Alltaf eitthvað sem varð til þess að búferlaflutningarnir urðu tíðir. Grasið var alltaf grænna hinum megin og í raun átti það við um ansi margt hjá mömmu,“ segir Ásmundur í viðtalinu. Hann fór sjálfur alltaf í sveitina til pabba síns í Dölunum um helgar og í leyfum. Í viðtalinu kemur fram að móðir Ásmundar hafi um árabil glímt við áfengisvanda og einnig við geðræn veikindi. Lífið hafi ekki farið mjúkum höndum um hana og hún hafi misst báða foreldra sína fyrir átján ára aldur. „Allir í sveitinni bitu á jaxlinn og enginn talaði um hvernig þeim leið á þessum tíma í litlu samfélagi. Við vorum þá ekki stödd á árinu 2020 þar sem fólk þorir að tala opinskátt um slík veikindi. Þetta hefur móðir mín þurft að burðast með á bakinu allt sitt líf. Það var ekki fyrr en ég fór að eldast að ég gerði mér grein fyrir því að þessi mikla áfengisnotkun á heimilinu væri óeðlileg en mamma var alltaf dugleg til vinnu og það vissu fáir af því hver staðan var innan heimilisins,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að eitthvað væri að hjá mömmu hans. Börn skynji ekki slíkt. „Allt frá því ég man eftir mér voru makaskipti mjög tíð hjá mömmu. Alls konar menn voru komnir inn í líf mitt og inn á heimilið mjög fljótt. Ég veit ekki hvað þeir voru margir. Sumir voru frábærir en aðrir áttu við sömu vandamál að stríða og mamma. Oft voru þetta þannig einstaklingar í mikilli áfengisneyslu. Verst var þegar um ofbeldismenn var að ræða. Ég var ekki sjálfur beittur líkamlegu ofbeldi en mamma varð fyrir því. Ég varð vitni að því, fann það, heyrði það. Það situr enn í mér og mun alltaf gera,“ segir Ásmundur. Vildi sérstaklega verða barnamálaráðherra Ásmundur óskaði sérstaklega eftir að verða fyrsti ráðherrann til að taka upp titil barnamálaráðherra. Það var fyrir þremur árum og í kjölfarið hófst samstarf þingflokka, ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga við myndun sameiginlegs vettvangs fyrir málefni barna. „Ég var og er sannfærður um að ef við ætlum að grípa börn þá verði allir þeir sem koma að málefnum barna að vera með. Kerfisbreytingin er svo stór að það myndi ekki duga því verkefni einungis einn ráðherra, eitt kjörtímabil og eitt ráðuneyti að ná utan um það, enda er þetta langtímaverkefni sem vonandi verður komið vel á veg eftir nokkur ár.“ Meðal þess sem Ásmundur hefur unnið að er frumvarp þar sem lagt til að unnið sé með börn og foreldra saman til að leysa vandamál. Í viðtalinu segist hann vilja skapa börnum þær aðstæður að þú fái að vera börn og að aðstoð berist áður en allt sé farið á versta veg. „Ekki með því að fjarlægja þau af heimilinu, þótt þess þurfi auðvitað því miður stundum, heldur að brugðist sé við erfiðleikum barna og fjölskyldna mun fyrr og í samvinnu. Fjölskyldan sé gripin, fái nauðsynlegar greiningar og viðeigandi aðstoð sé veitt. Að fjölskyldan fái snemma hjálp við að vinna á sínum vanda og að barnið búi við betri aðstæður inni á heimilinu en fái líka hjálp alls staðar annars staðar; í skólanum, heilbrigðiskerfinu eða hvar sem það er statt. Þetta er það sem við sem samfélag þurfum að gera.“ Í samtali við Vísí í fyrra þegar breytingarnar voru kynntar sagði Ásmundur að hann vildi búa til löggjöf sem tryggði brú og samtal milli þeirra kerfa sem koma að málefnum barna og fjölskylda. Gera þyrfti þjónustuna skilvirkari. „Því miður er það þannig að oft á tíðum veltur þetta bara á því hversu kraftmiklir foreldrarnir eru að sækja þjónustu fyrir börnin hvort þau fái þjónustu eða ekki. Og því miður er það svoleiðis að börnin sem þarfnast kannski hvað mestrar þjónustu eru þau börn sem ekki eiga foreldra sem hafa annað hvort fjárhagslegt, andlegt eða félagslegt afl til þess að sækja þjónustu fyrir börnin sín. Þetta er það sem við erum að sjá. Rannsóknir sýna okkur, núna sérstaklega í seinni tíð, að börn sem verða fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða öðrum skakkaföllum það hefur ótrúlega mikil áhrif síðar á lífsleiðinni, miklu meira en menn héldu hér fram fyrir 20 til 30 árum. Þegar þú breytir kerfinu með þessum hætti þurfa að fylgja verulegar áherslubreytingar með auknum áherslum á aukið fjármagn og aukna áherslu á allt sem heitir að grípa snemma inn í,“ sagði Ásmundur Einar við Vísi í fyrra. Hjálpa börnum með foreldra með geðræn veikindi Ásmundur veitti í vikunni Geðhjálp 3,5 milljónir króna fyrir upphaf verkefnis sem snýr að því að mynda nýjar leiðir fyrir börn með foreldra með geðræna veikindi. Þetta verkefni fór af stað eftir sýningu Kompássþáttar í nóvember í fyrra þar sem hin sautján ára gamla Margrét Lillý Einarsdóttir sagði frá því að kerfið í heild hefði brugðist henni. Ásmundur segist í viðtali sínu við Morgunblaðið viss um að það að setja barnið og fjölskyldu þess í forgrunn allrar þjónustu og samtvinna mismunandi kerfi hins opinbera muni hafa mikil áhrif til hins betra. Í langflestum tilvikum vilji foreldrar börnum sínum það besta og að lækka þurfi þröskulda í þjónustu til að auka og bæta þjónustuna. Þetta muni allt kosta töluvert en borga sig margfalt til baka ef markmiðið náist. Börn og fjölskyldur muni þá fá betri þjónustu en áður og fyrr. „Í mjög einföldu máli er ljóst að fjárfesting í betri þjónustu við börn og fjölskyldur er arðbær langtímafjárfesting þar sem björt framtíð barns vegur mun þyngra en útgjaldaaukning vegna bættrar þjónustu síðar á lífsleiðinni.“
Félagsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira