Lögreglan í París beitti táragasi gegn mótmælendum sem berjast fyrir fjölmiðlafrelsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 16:53 Þúsundir mótmælenda hafa komið saman í París og víðar um Frakkland í dag þar sem frumvarpinu er mótmælt. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Þónokkur mótmæli hafa brotist út í Frakklandi gegn frumvarpi sem kveður meðal annars á um að hvers kyns myndataka af lögreglu við skyldustörf verði gerð að saknæmu athæfi, sé myndatakan „í annarlegum tilgangi.“ Andstæðingar frumvarpsins segja það grafa undan frelsi fjölmiðla til að afla gagna og fjalla um lögregluofbeldi en stjórnvöld segja ætlunina með frumvarpinu vera að vernda starfsfólk lögreglunnar. Umrædd grein frumvarpsins sem varðar myndbirtingu af lögreglu við skyldustörf er liður í stærra og umfangsmeira frumvarpi nýrrar öryggislöggjafar. Lögreglan í París hefur beitt táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu flugeldum í lögreglu. Fyrr í þessari viku kom myndefni upp á yfirborðið þar sem sjá má þrjá hvíta lögreglumenn beita ofbeldi og hörku gegn svörtum tónlistarframleiðanda. Umræddar myndir hafa valdið miklum titringi meðal frönsku þjóðarinnar en þær sína hvernig lögreglumennirnir sparka og kýla í manninn, Michel Zecler. Emmanuel Macron hefur fordæmt uppákomuna og segir ofbeldi lögreglumannanna vera „óásættanlegt og til skammar.“ Lögreglumennirnir hafa verið sendir í leyfi og er málið til rannsóknar. Þá hafa stjórnvöld einnig fyrirskipað lögreglunni að gefa ýtarlega skýrslu vegna máls sem upp kom í París í vikunni þegar lögreglumenn rifu með ofbeldisfullum hætti niður bráðabirgða-flóttamannabúðir og áttu í átökum við flóttafólk og aðgerðasinna. Mótmæli hafa brotist út víða um landið en þúsundir komu saman á lýðveldistorginu í París í dag. Myndum og myndböndum frá mótmælunum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Stand with #France.The global security bill, which received a first-reading adoption by the National Assembly jeopardizes the freedom of the press & will introducte of a ubiquitous surveillance system. pic.twitter.com/Mvuuucx4Jt— Anna Paulina Luna (@realannapaulina) November 28, 2020 „Frumvarpið grefur undan fjölmiðlafrelsi, frelsinu til að upplýsa og að vera upplýstur og tjáningarfrelsinu,“ sagði skipuleggjandi mótmælanna í samtali við AFP fréttaveituna. Búist er við að fulltrúar verkalýðshreyfinga muni ganga til liðs við mótmælendur sem og fulltrúar úr hreyfingu gulu vestanna svokölluðu. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild franska þingsins í síðustu viku og bíður nú samþykkis efri deildarinnar. Samkvæmt 24. grein frumvarpsins verður það gert að saknæmu athæfi að birta myndir af lögreglumönnum við skyldustörf, sé markmiðið með myndbirtingunni að valda þeim „líkamlegum eða andlegum skaða. Hin ýmsu samtök blaðamanna og samtök um fjölmiðlafrelsi hafa jafnframt mótmælt frumvarpinu harðlega. #France tramples on press freedom. We denounce the articles in total contradiction with international legal standards on freedom of expression. No compromise! @IFJGlobal @MediaFreedomEU @globalfreemedia @BalkansCaucasus #StopLoiSecuriteGlobale https://t.co/6mPLk3wCDj #mfrr— EFJ (@EFJEUROPE) November 27, 2020 #France We invite journalists and democracy activists to participate en masse in the "Marches of Liberties" organised tomorrow throughout France. Defense of #PressFreedom is a priority.https://t.co/HqMZaIQiuw— IFJ (@IFJGlobal) November 27, 2020 Fjölmiðlar Frakkland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Andstæðingar frumvarpsins segja það grafa undan frelsi fjölmiðla til að afla gagna og fjalla um lögregluofbeldi en stjórnvöld segja ætlunina með frumvarpinu vera að vernda starfsfólk lögreglunnar. Umrædd grein frumvarpsins sem varðar myndbirtingu af lögreglu við skyldustörf er liður í stærra og umfangsmeira frumvarpi nýrrar öryggislöggjafar. Lögreglan í París hefur beitt táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu flugeldum í lögreglu. Fyrr í þessari viku kom myndefni upp á yfirborðið þar sem sjá má þrjá hvíta lögreglumenn beita ofbeldi og hörku gegn svörtum tónlistarframleiðanda. Umræddar myndir hafa valdið miklum titringi meðal frönsku þjóðarinnar en þær sína hvernig lögreglumennirnir sparka og kýla í manninn, Michel Zecler. Emmanuel Macron hefur fordæmt uppákomuna og segir ofbeldi lögreglumannanna vera „óásættanlegt og til skammar.“ Lögreglumennirnir hafa verið sendir í leyfi og er málið til rannsóknar. Þá hafa stjórnvöld einnig fyrirskipað lögreglunni að gefa ýtarlega skýrslu vegna máls sem upp kom í París í vikunni þegar lögreglumenn rifu með ofbeldisfullum hætti niður bráðabirgða-flóttamannabúðir og áttu í átökum við flóttafólk og aðgerðasinna. Mótmæli hafa brotist út víða um landið en þúsundir komu saman á lýðveldistorginu í París í dag. Myndum og myndböndum frá mótmælunum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Stand with #France.The global security bill, which received a first-reading adoption by the National Assembly jeopardizes the freedom of the press & will introducte of a ubiquitous surveillance system. pic.twitter.com/Mvuuucx4Jt— Anna Paulina Luna (@realannapaulina) November 28, 2020 „Frumvarpið grefur undan fjölmiðlafrelsi, frelsinu til að upplýsa og að vera upplýstur og tjáningarfrelsinu,“ sagði skipuleggjandi mótmælanna í samtali við AFP fréttaveituna. Búist er við að fulltrúar verkalýðshreyfinga muni ganga til liðs við mótmælendur sem og fulltrúar úr hreyfingu gulu vestanna svokölluðu. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild franska þingsins í síðustu viku og bíður nú samþykkis efri deildarinnar. Samkvæmt 24. grein frumvarpsins verður það gert að saknæmu athæfi að birta myndir af lögreglumönnum við skyldustörf, sé markmiðið með myndbirtingunni að valda þeim „líkamlegum eða andlegum skaða. Hin ýmsu samtök blaðamanna og samtök um fjölmiðlafrelsi hafa jafnframt mótmælt frumvarpinu harðlega. #France tramples on press freedom. We denounce the articles in total contradiction with international legal standards on freedom of expression. No compromise! @IFJGlobal @MediaFreedomEU @globalfreemedia @BalkansCaucasus #StopLoiSecuriteGlobale https://t.co/6mPLk3wCDj #mfrr— EFJ (@EFJEUROPE) November 27, 2020 #France We invite journalists and democracy activists to participate en masse in the "Marches of Liberties" organised tomorrow throughout France. Defense of #PressFreedom is a priority.https://t.co/HqMZaIQiuw— IFJ (@IFJGlobal) November 27, 2020
Fjölmiðlar Frakkland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira