Fylgdust undrandi með bílunum bruna yfir gönguljósin á rauðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2020 14:49 Klukkan var tuttugu mínútur gengin í níu þegar Haraldur náði brotum ökumannanna á upptöku með bílamyndavél sinni. Þrír ökumenn fóru yfir á rauðu ljósi á Bústaðavegi í morgun. Foreldri í hverfinu sem náði brotum fólksins á myndband hefur áhyggjur af hegðun fólks enda börn reglulega á ferli á leið í og úr skóla eða félagsstarf. Hann segir brotin í morgun alls ekkert einsdæmi. Haraldur Karlsson er íbúi í Fossvogi og var á leið aftur heim, til heimavinnu eins og svo margur, þegar hann kom að ljósunum. Sjálfur keyrði hann í austurátt og fylgdist með bílum úr vestri fara yfir á rauðu hver á fætur öðrum. Breiðagerðisskóli og Réttaholtsskóli standa ofan við Bústaðaveginn. Fossvogsskóli og íþróttasvæði Víkings eru neðan við götuna. Gönguljósin eru að sögn Haraldar mikið nýtt af börnum til að komast leiðar sinnar. Hann náði myndbandinu klukkan 8:20 í morgun en skólahald hér á landi hefst víða klukkan 8:30. „Did I dream it?“ Haraldur birti myndbandið á Twitter í morgun og sagði enn eitt dæmið um að bílar í borgum væri pæling sem gengi bara ekki upp. 50 gata. Gönguleið nokkur hundruð barna fyrir skóla og íþróttastarf. Svartamyrkur og rigning. Eldrautt ljós.Enn eitt dæmið um að bílar í borgum voru fín pæling sem gekk bara ekki upp. pic.twitter.com/gtKKzUiavA— Haraldur Karlsson (@HaraldurKarls) December 1, 2020 Myndbandið hefur vakið nokkra athygli og Hlynur Hallgrímsson upplýsir að hann hafi verið í bílnum sem kemur úr hinni áttinni og stoppar eftir að nokkrir fóru yfir á rauðu ljósi. „Ég er þarna á síðasta bílnum (þessum sem stoppaði). Var of nývaknaður til að meðtaka þetta almennilega áðan, smá svona "Did I dream it?" stemming, þetta var svo crazy,“ segir Hlynur. „Ég hélt að ljósin væru biluð mín megin þangað til þú stoppaðir. Ég skil ennþá ekki neitt,“ segir Haraldur. Gamlir og háir ljósastaurar Haraldur segir atvikið í morgun ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnum sínum ungum. „Það er lágmark í annaðhvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ segir Haraldur. Hann veltir fyrir sér hvort fólk sé niðursokkið í símum sínum eða telji sig bara geta stolið tveimur til þremur sekúndum. Vandamálið sé þó ekki bundið við þessi gönguljós enda víða í borginni þar sem fólk bruni yfir á rauðu, appelsínugulu eða nýrauðu. Hann minnir á ábyrgð ökumanna enda eigi börn og aðrir að geta treyst því að ekki sé ekið yfir þegar gönguljós sýni grænt. Þau eigi ekki að þurfa að horfa því sem næst í augu ökumanna áður en gengið sé yfir. Lýsingin á Bústaðavegi sé auk þess hönnuð fyrir bílaumferð. Gamlir og háir ljósastaurar. Erfitt sé að greina fólk á ferli. Þá líti greinilega margir á Bústaðaveginn sem hálfgerða hraðbraut. Gatan sé breið en hámarkshraði á götunni er 50 kílómetrar á klukkustund. Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Sjá meira
Haraldur Karlsson er íbúi í Fossvogi og var á leið aftur heim, til heimavinnu eins og svo margur, þegar hann kom að ljósunum. Sjálfur keyrði hann í austurátt og fylgdist með bílum úr vestri fara yfir á rauðu hver á fætur öðrum. Breiðagerðisskóli og Réttaholtsskóli standa ofan við Bústaðaveginn. Fossvogsskóli og íþróttasvæði Víkings eru neðan við götuna. Gönguljósin eru að sögn Haraldar mikið nýtt af börnum til að komast leiðar sinnar. Hann náði myndbandinu klukkan 8:20 í morgun en skólahald hér á landi hefst víða klukkan 8:30. „Did I dream it?“ Haraldur birti myndbandið á Twitter í morgun og sagði enn eitt dæmið um að bílar í borgum væri pæling sem gengi bara ekki upp. 50 gata. Gönguleið nokkur hundruð barna fyrir skóla og íþróttastarf. Svartamyrkur og rigning. Eldrautt ljós.Enn eitt dæmið um að bílar í borgum voru fín pæling sem gekk bara ekki upp. pic.twitter.com/gtKKzUiavA— Haraldur Karlsson (@HaraldurKarls) December 1, 2020 Myndbandið hefur vakið nokkra athygli og Hlynur Hallgrímsson upplýsir að hann hafi verið í bílnum sem kemur úr hinni áttinni og stoppar eftir að nokkrir fóru yfir á rauðu ljósi. „Ég er þarna á síðasta bílnum (þessum sem stoppaði). Var of nývaknaður til að meðtaka þetta almennilega áðan, smá svona "Did I dream it?" stemming, þetta var svo crazy,“ segir Hlynur. „Ég hélt að ljósin væru biluð mín megin þangað til þú stoppaðir. Ég skil ennþá ekki neitt,“ segir Haraldur. Gamlir og háir ljósastaurar Haraldur segir atvikið í morgun ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnum sínum ungum. „Það er lágmark í annaðhvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ segir Haraldur. Hann veltir fyrir sér hvort fólk sé niðursokkið í símum sínum eða telji sig bara geta stolið tveimur til þremur sekúndum. Vandamálið sé þó ekki bundið við þessi gönguljós enda víða í borginni þar sem fólk bruni yfir á rauðu, appelsínugulu eða nýrauðu. Hann minnir á ábyrgð ökumanna enda eigi börn og aðrir að geta treyst því að ekki sé ekið yfir þegar gönguljós sýni grænt. Þau eigi ekki að þurfa að horfa því sem næst í augu ökumanna áður en gengið sé yfir. Lýsingin á Bústaðavegi sé auk þess hönnuð fyrir bílaumferð. Gamlir og háir ljósastaurar. Erfitt sé að greina fólk á ferli. Þá líti greinilega margir á Bústaðaveginn sem hálfgerða hraðbraut. Gatan sé breið en hámarkshraði á götunni er 50 kílómetrar á klukkustund.
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Sjá meira