Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 18:18 József Szájer hefur setið á Evrópuþinginu síðan árið 2004. Vísir/EPA József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. Fjölmiðlar hafa lýst samkomunni sem hálfgerðri „orgíu“ eða kynsvalli, sem haldið hafi verið á svig við sóttvarnareglur sem nú eru í gildi í Belgíu. Lögregla í Brussel stöðvaði gleðskapinn á föstudagskvöld vegna gruns um að þar væru sóttvarnalög brotin. Fjögurra manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins er nú í gildi í Belgíu. Belgískir fjölmiðlar greina frá því að um 25 karlmenn hafi verið viðstaddir samkomuna, sumir naktir. Á meðal viðstaddra hafi jafnframt verið þingmaður og nokkrir diplómatar. Miðilinn Politico hefur upp úr tilkynningu frá saksóknara í Brussel að Szájer hafi reynt að flýja vettvang í gegnum glugga. Eiturlyf hafi fundist í bakpoka sem hann hafði meðferðis en honum hafi svo verið fylgt að heimili sínu. Szájer, sem tilkynnti um afsögn sína í gær en viðurkenndi síðar að hún tengdist umræddu samkvæmi, segir að lögregla hafi veitt honum „munnlega áminningu“. Hann kveðst ekki hafa neytt eiturlyfja og segist sjá mjög eftir því að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá lýsir hann málinu sem „persónulegu feilspori“ og biðlar til fólks að setja það ekki í samhengi við stjórnmálaflokkinn sem hann tilheyrir eða heimalandið Ungverjaland. Athygli vekur að Szájer, sem virðist þarna hafa verið gestur í einhvers konar kynsvalli með öðrum karlmönnum, er háttsettur innan hins ungverska Fidesz, flokks forsætisráðherrans Viktors Orbán. Flokkurinn hefur rekið talsvert harða stefnu gegn hinseginfólki í landinu. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Tengdar fréttir Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Fjölmiðlar hafa lýst samkomunni sem hálfgerðri „orgíu“ eða kynsvalli, sem haldið hafi verið á svig við sóttvarnareglur sem nú eru í gildi í Belgíu. Lögregla í Brussel stöðvaði gleðskapinn á föstudagskvöld vegna gruns um að þar væru sóttvarnalög brotin. Fjögurra manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins er nú í gildi í Belgíu. Belgískir fjölmiðlar greina frá því að um 25 karlmenn hafi verið viðstaddir samkomuna, sumir naktir. Á meðal viðstaddra hafi jafnframt verið þingmaður og nokkrir diplómatar. Miðilinn Politico hefur upp úr tilkynningu frá saksóknara í Brussel að Szájer hafi reynt að flýja vettvang í gegnum glugga. Eiturlyf hafi fundist í bakpoka sem hann hafði meðferðis en honum hafi svo verið fylgt að heimili sínu. Szájer, sem tilkynnti um afsögn sína í gær en viðurkenndi síðar að hún tengdist umræddu samkvæmi, segir að lögregla hafi veitt honum „munnlega áminningu“. Hann kveðst ekki hafa neytt eiturlyfja og segist sjá mjög eftir því að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá lýsir hann málinu sem „persónulegu feilspori“ og biðlar til fólks að setja það ekki í samhengi við stjórnmálaflokkinn sem hann tilheyrir eða heimalandið Ungverjaland. Athygli vekur að Szájer, sem virðist þarna hafa verið gestur í einhvers konar kynsvalli með öðrum karlmönnum, er háttsettur innan hins ungverska Fidesz, flokks forsætisráðherrans Viktors Orbán. Flokkurinn hefur rekið talsvert harða stefnu gegn hinseginfólki í landinu.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Tengdar fréttir Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00