Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. desember 2020 12:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það geti reynst mjög erfitt að ætla að bjóða fólki upp á val þegar kemur að því hvaða bóluefni gegn Covid-19 það fær. Vísir/Vilhelm Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. Það liggur ekki fyrir þótt Breska lyfjaeftirlitið hafi nú heimilað notkun á bóluefni Pfizer og BioNTech. Pfizer hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur gert slíkt hið sama. „Þetta er bara til skoðunar úti í Evrópu og ég held að allir séu að flýta sér eins og mögulegt. Þegar það er komið sjáum við betur hvar við stöndum gagnvart Pfizer og hvað við fáum mikið af skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segist ekki vita hvaða bóluefni muni fyrst fá samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu, hvort það verði Pfizer eða eitthvað annað. Þá sé enn ekki hægt að nefna neina ákveðna viku eða dagsetningu varðandi það hvenær bóluesetning hefst hérlendis. Aðspurður hvort fólki muni geti valið hvaða bóluefni það fær ef nokkur bóluefni verða í boði segir Þórólfur að það geti reynst mjög erfitt að bjóða upp á slíkt val. „Nei, það getur reynst mjög erfitt vegna þess að sum af þessum bóluefnum eru mjög erfið í flutningi og erfið í geymslu. Þannig að það verður kannski bara hægt að nota þau á ákveðnum stöðum því að við getum sennilega ekki flutt þau mikið út um land og á minni staðir. Svo þurfum við líka að taka tillit til hvað rannsóknarniðurstöður á þessum bóluefnum segja, á hvernig hópum þau hafa verið rannsökuð og svo framvegis þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að standa í þeim sporum að bjóða fólki upp á mismunandi tegundir af bóluefni,“ segir Þórólfur. Rannsóknir á bóluefnum Pfizer og Moderna gefa til kynna að þau veiti 95% vörn gegn Covid-19. Bóluefni AstraZeneca er einnig komið langt í þróun en fyrstu niðurstöður rannsókna á því gefa til kynna 70% vörn gegn Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Það liggur ekki fyrir þótt Breska lyfjaeftirlitið hafi nú heimilað notkun á bóluefni Pfizer og BioNTech. Pfizer hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur gert slíkt hið sama. „Þetta er bara til skoðunar úti í Evrópu og ég held að allir séu að flýta sér eins og mögulegt. Þegar það er komið sjáum við betur hvar við stöndum gagnvart Pfizer og hvað við fáum mikið af skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segist ekki vita hvaða bóluefni muni fyrst fá samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu, hvort það verði Pfizer eða eitthvað annað. Þá sé enn ekki hægt að nefna neina ákveðna viku eða dagsetningu varðandi það hvenær bóluesetning hefst hérlendis. Aðspurður hvort fólki muni geti valið hvaða bóluefni það fær ef nokkur bóluefni verða í boði segir Þórólfur að það geti reynst mjög erfitt að bjóða upp á slíkt val. „Nei, það getur reynst mjög erfitt vegna þess að sum af þessum bóluefnum eru mjög erfið í flutningi og erfið í geymslu. Þannig að það verður kannski bara hægt að nota þau á ákveðnum stöðum því að við getum sennilega ekki flutt þau mikið út um land og á minni staðir. Svo þurfum við líka að taka tillit til hvað rannsóknarniðurstöður á þessum bóluefnum segja, á hvernig hópum þau hafa verið rannsökuð og svo framvegis þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að standa í þeim sporum að bjóða fólki upp á mismunandi tegundir af bóluefni,“ segir Þórólfur. Rannsóknir á bóluefnum Pfizer og Moderna gefa til kynna að þau veiti 95% vörn gegn Covid-19. Bóluefni AstraZeneca er einnig komið langt í þróun en fyrstu niðurstöður rannsókna á því gefa til kynna 70% vörn gegn Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira