Huggulegt á aðventunni
Í glugga dagsins er mikil jólastemning. Myrkur, kuldi og stormur hafa engin áhrif á Tótu og Sigga sem hafa það huggulegt á aðventunni og koma öllum í sannkallað jólaskap.
Von er á sögum, söng og tónlist, fróðleik, gríni og gleði á hverjum degi fram að jólum frá Borgarleikhúsinu. Gluggar í Jóladagatali leikhússins verða birtir daglega hér á Vísi.