Borgin mun að öllum líkindum stefna ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2020 13:27 Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða vangoldin framlög úr Jöfnunarsjóði. Borgin hyggur á málsókn. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg mun að öllum líkindum höfða mál við ríkið vegna vangoldinna framlaga úr Jöfnunarsjóði. Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða þá átta komma sjö milljarða króna sem borgin fer fram á. Í bréfi sem lögmaðurinn skrifaði ríkinu kemur fram að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá jöfnunargreiðslum vegna grunnskóla og nýbúafræðslu. Formanni borgarráðs þykir ólíklegt að ráðherra málaflokksins bregðist við áður en dagurinn er úti. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að greiðslur til borgarinnar myndu koma úr jöfnunarsjóði og bitna á framlögum sjóðsins til annarra sveitarfélaga, það er, ef borgin vinnur málið fyrir dómstólum. Þetta hefur orðið til þess að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur mótmælt kröfu Reykjavíkurborgar og safnar í raun liði gegn henni. Í fréttablaðinu í dag er haft eftir Stefáni Vagn Stefánssyni, formanni byggðarráðs, að krafa borgarinnar myndi stórskaða afkomu annarra sveitarfélaga, verði gengið að henni. Segir málflutning sveitarstjórnar Skagafjarðar byggjast á misskilningi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir sveitarstjórn Skagafjarðar misskilja málið. „Í fyrsta lagi þá erum við nú að sækja málið gegn ríkinu – alls ekki Jöfnunarsjóði. Það er bara ákvörðun á hverjum tíma fyrir sig, hvað varðar Jöfnunarsjóð, greiðslur inn í hann, hvernig þær eru og hvernig þær fara út úr honum. Við erum fyrst og síðast að höfða mál gegn ríkinu. Við teljum þetta vera mikilvægt mál fyrir okkur því þetta er sanngirnismál. Við erum þarna útilokuð frá þessum greiðslum bara vegna þess að við erum Reykjavík. Við getum ekki séð neina aðra skýringu á því. Svo finnst mér líka mikilvægt að segja það upphátt að við sem fulltrúar borgarinnar verðum líka að rækja skyldur borgarinnar og mér fyndist það vera „malpractice“ ef við færum ekki og tryggðum borginni sanngjarna meðferð fyrir dómstólum.“ Málið sé komið í allt of pólitískan farveg. „Mér finnst málið vera komið í óþarflega miklar pólitískar skotgrafir. Það þarf alls ekki að vera það. Ég myndi bara segja að fyrst við erum komin hingað og viðræður hafa ekki gengið hingað til þá eigum við bara að hætta pólitíkinni í þessu og fara lagalegu leiðina. Við erum þar núna. Ég held það sé algjör óþarfi fyrir sveitarfélög um allt land að hafa áhyggjur af þessu. Ég held að hvert einasta sveitarfélag, ef það væri í sömu stöðu, myndi sannarlega fara sömu leið og við. Þetta er sanngirnismál og fyrst og síðast þarf það að fara lagalega leið,“ sagði Þórdís Lóa. Reykjavík Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31 Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Í bréfi sem lögmaðurinn skrifaði ríkinu kemur fram að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá jöfnunargreiðslum vegna grunnskóla og nýbúafræðslu. Formanni borgarráðs þykir ólíklegt að ráðherra málaflokksins bregðist við áður en dagurinn er úti. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að greiðslur til borgarinnar myndu koma úr jöfnunarsjóði og bitna á framlögum sjóðsins til annarra sveitarfélaga, það er, ef borgin vinnur málið fyrir dómstólum. Þetta hefur orðið til þess að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur mótmælt kröfu Reykjavíkurborgar og safnar í raun liði gegn henni. Í fréttablaðinu í dag er haft eftir Stefáni Vagn Stefánssyni, formanni byggðarráðs, að krafa borgarinnar myndi stórskaða afkomu annarra sveitarfélaga, verði gengið að henni. Segir málflutning sveitarstjórnar Skagafjarðar byggjast á misskilningi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir sveitarstjórn Skagafjarðar misskilja málið. „Í fyrsta lagi þá erum við nú að sækja málið gegn ríkinu – alls ekki Jöfnunarsjóði. Það er bara ákvörðun á hverjum tíma fyrir sig, hvað varðar Jöfnunarsjóð, greiðslur inn í hann, hvernig þær eru og hvernig þær fara út úr honum. Við erum fyrst og síðast að höfða mál gegn ríkinu. Við teljum þetta vera mikilvægt mál fyrir okkur því þetta er sanngirnismál. Við erum þarna útilokuð frá þessum greiðslum bara vegna þess að við erum Reykjavík. Við getum ekki séð neina aðra skýringu á því. Svo finnst mér líka mikilvægt að segja það upphátt að við sem fulltrúar borgarinnar verðum líka að rækja skyldur borgarinnar og mér fyndist það vera „malpractice“ ef við færum ekki og tryggðum borginni sanngjarna meðferð fyrir dómstólum.“ Málið sé komið í allt of pólitískan farveg. „Mér finnst málið vera komið í óþarflega miklar pólitískar skotgrafir. Það þarf alls ekki að vera það. Ég myndi bara segja að fyrst við erum komin hingað og viðræður hafa ekki gengið hingað til þá eigum við bara að hætta pólitíkinni í þessu og fara lagalegu leiðina. Við erum þar núna. Ég held það sé algjör óþarfi fyrir sveitarfélög um allt land að hafa áhyggjur af þessu. Ég held að hvert einasta sveitarfélag, ef það væri í sömu stöðu, myndi sannarlega fara sömu leið og við. Þetta er sanngirnismál og fyrst og síðast þarf það að fara lagalega leið,“ sagði Þórdís Lóa.
Reykjavík Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31 Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31
Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39