Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2020 19:03 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ötull talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þrjár vikur eru í formlega útgöngu. Vísir/EPA Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. Var það niðurstaða samtals þeirra að enn væri möguleiki að ná saman um fríverslunarsamning sem tæki gildi eftir áramót þegar Bretar ganga formlega úr Evrópusambandinu. Guardian greinir frá. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Johnson og Von Der Leyen sögðust leiðtogarnir ætla að ræða aftur saman á mánudagskvöld. „Í símtali í dag sem snerist um áframhaldandi viðræður Evrópusambandsins og Bretlands fögnuðum við því að árangur hefur náðst á mörgum sviðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Engu að síður er enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum: Varðandi sanngirnissjónarmið, stjórnsýslu og fiskveiðar.“ Samkomulag hefur náðst á flestum sviðum en enn deila samningsaðilar um grundvallaratriði.. Þau Johnson og Von Der Leyen eru sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. Óskuðu eftir samtali leiðtoganna Leiðtogar samningsteyma beggja hliða óskuðu eftir því að Johnson og Von Der Leyen myndu stíga inn í þar sem að samningsaðilum tókst ekki að leysa úr stórum deilumálum í vikunni. Samningsnefndirnar hafa fundað linnulaust undanfarna viku í Lundúnum. Heimildamenn breska ríkisútvarpsins í samningsteymunum lýstu því yfir í vikunni að hverfandi líkur væru á því að samningar næðust fyrir áramót. Að sögn heimildamanns í samningsteymi Breta hafði Evrópusambandið bætt við nýjum atriðum í samninginn á síðustu stundu. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22 Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum. 3. desember 2020 23:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Var það niðurstaða samtals þeirra að enn væri möguleiki að ná saman um fríverslunarsamning sem tæki gildi eftir áramót þegar Bretar ganga formlega úr Evrópusambandinu. Guardian greinir frá. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Johnson og Von Der Leyen sögðust leiðtogarnir ætla að ræða aftur saman á mánudagskvöld. „Í símtali í dag sem snerist um áframhaldandi viðræður Evrópusambandsins og Bretlands fögnuðum við því að árangur hefur náðst á mörgum sviðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Engu að síður er enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum: Varðandi sanngirnissjónarmið, stjórnsýslu og fiskveiðar.“ Samkomulag hefur náðst á flestum sviðum en enn deila samningsaðilar um grundvallaratriði.. Þau Johnson og Von Der Leyen eru sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. Óskuðu eftir samtali leiðtoganna Leiðtogar samningsteyma beggja hliða óskuðu eftir því að Johnson og Von Der Leyen myndu stíga inn í þar sem að samningsaðilum tókst ekki að leysa úr stórum deilumálum í vikunni. Samningsnefndirnar hafa fundað linnulaust undanfarna viku í Lundúnum. Heimildamenn breska ríkisútvarpsins í samningsteymunum lýstu því yfir í vikunni að hverfandi líkur væru á því að samningar næðust fyrir áramót. Að sögn heimildamanns í samningsteymi Breta hafði Evrópusambandið bætt við nýjum atriðum í samninginn á síðustu stundu.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22 Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum. 3. desember 2020 23:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36
Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22
Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum. 3. desember 2020 23:45