Gummi og Sóli gerðu létt grín að Árna Páls Árnasonar, sem er betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, en hann er að gefa út ævisögu sína núna fyrir jólin. Ævisaga Árna ber titilinn Herra Hnetusmjör: Hingað til en Sóli skrifar bókin. Mesta athygli vekur kannski, og það er það sem þeir Sóli og Gummi gera grín að, að Árni er ekki nema 24 ára gamall.
Gummi og Sóli gerðu stiklu sem sýnd var í þætti þeirra Föstudagskvöldi núna í kvöld, þar sem þeir fá til liðs við sig Frosta Logason, einn þáttastjórnenda Íslands í dag. Frosti tekur þar viðtal við „yngsta Íslendinginn sem gefur út ævisögu,“ hann Ara Njál sem er ekki nema átta ára gamall.
Stiklan er stórskemmtileg og hægt er að horfa á hana hér að neðan: