Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér.
Líkt og greint var frá á fimmtudag hafa Íslensk stjórnvöld ákveðið að stefna að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í samfloti við Noreg og Evrópusambandið. Þá stendur til að efla aðgerðir til kolefnisbindingar og landnotkunar til að ná markmiði um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Fjöldi annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúar alþjóðastofnanna og fulltrúar hinna ýmsu samtaka og úr viðskiptalífinu munu einnig ávarpa fundinn.