Staðfestir það sem samtökin óttuðust Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2020 18:56 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Vísir/Arnar Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot. „Þessi skýrsla staðfestir það sem við óttuðumst, að rekstrarvandi fyrirtækjanna breytist í skuldavanda ef ekkert er að gert. Það eru um tveir þriðju fyrirtækjanna sem glíma við ósjálfbæran skuldavanda upp úr þessu áfalli og það er mjög erfið staða,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þýðir það að tveir þriðju fyrirtækja stefna í þrot á næsta ári? „Það þýðir að tveir þriðju fyrirtækja munu eiga mjög erfitt með að vinna sig upp úr ástandinu. Einhver þeirra munu fara í þrot. Önnur þurfa á innspýtingu á eiginfjármagni að halda eða eftirgjöf skulda eða lengingu í skuldum og svo framvegis. Þannig að spurningin er hvað hægt er að gera í samblandi slíkra leiða, bæði milli kröfuhafa og fyrirtækjanna, hins opinbera og svo framvegis, til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta muni hamla viðspyrnu ferðaþjónustunnar og efnahagslífsins í heild.“ Jóhannes telur að ferðamenn taki vonandi að koma til landsins í apríl og fyrir alvöru í byrjun maí. Bjartsýni hafi einkennt markaðinn í kjölfar jákvæðra fregna af bóluefni við kórónuveirunni. „Þó er ekkert í hendi varðandi það og bókanir ekki í raun hafnar að neinu marki. Það tekur lengri tíma. En við erum enn bjartsýn á að þetta byrji í apríl, maí.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Þessi skýrsla staðfestir það sem við óttuðumst, að rekstrarvandi fyrirtækjanna breytist í skuldavanda ef ekkert er að gert. Það eru um tveir þriðju fyrirtækjanna sem glíma við ósjálfbæran skuldavanda upp úr þessu áfalli og það er mjög erfið staða,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þýðir það að tveir þriðju fyrirtækja stefna í þrot á næsta ári? „Það þýðir að tveir þriðju fyrirtækja munu eiga mjög erfitt með að vinna sig upp úr ástandinu. Einhver þeirra munu fara í þrot. Önnur þurfa á innspýtingu á eiginfjármagni að halda eða eftirgjöf skulda eða lengingu í skuldum og svo framvegis. Þannig að spurningin er hvað hægt er að gera í samblandi slíkra leiða, bæði milli kröfuhafa og fyrirtækjanna, hins opinbera og svo framvegis, til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta muni hamla viðspyrnu ferðaþjónustunnar og efnahagslífsins í heild.“ Jóhannes telur að ferðamenn taki vonandi að koma til landsins í apríl og fyrir alvöru í byrjun maí. Bjartsýni hafi einkennt markaðinn í kjölfar jákvæðra fregna af bóluefni við kórónuveirunni. „Þó er ekkert í hendi varðandi það og bókanir ekki í raun hafnar að neinu marki. Það tekur lengri tíma. En við erum enn bjartsýn á að þetta byrji í apríl, maí.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira