„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2020 13:12 Nýja greiningartækið getur greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Það heitir Cobas 8800. Vísir/Baldur Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nýja greiningartækið, sem kostaði um hundrað milljónir króna, þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið og getur það greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Þegar það verður sett saman og kemst í notkun verður sýkla-og veirufræðideildin ekki lengur háð aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur veitt dygga aðstoð frá upphafi faraldursins. Upphaflega stóð til að tækið kæmi til landsins með fraktflugvél Icelandair en tækið reyndist of stórt. Gripið var til þess ráðs að leigja úkraínska Antonov 12 herflutningafél en tækið kom til landsins um kvöldmatarleytið í gær með þeirri vél. „Þetta er tæki af bestu gerð sem fáanlegt er í dag hvað varðar greiningar á erfðaefni með sameindafræðilegri greiningu. Þetta er mjög afkastamikið tæki og hefur möguleika á að greina fjölda veira og baktería.“ Nokkrar tafir urðu á komu tækisins til landsins, meðal annars út af faraldrinum sjálfum en þrátt fyrir að langt sé liðið á faraldurinn mun tækið kom að góðum notum og auka afkastagetu deildarinnar á öðrum sviðum. Cobas 8800 þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið. „Tilefni kaupanna var Covid-19 faraldurinn því afkastageta tækisins hjálpar okkur að halda betur utan um þetta þannig að við getum framkvæmt fleiri greiningar en þetta er í raun og veru miklu meira en það. Þetta er í rauninni mjög fullkomið tæki sem setur okkur framarlega hvað varðar greiningagetu og getur þar með bætt þjónustuna. Tækið getur til dæmis greint lifrarbólguveirurnar, HPV veiruna sem veldur leghálskrabbameini, Cýtómegalóveiru, Epstein- Barr veiruna og Adenóveirur. Þá getur það einnig greint veirumagnið sem getur skipt verulegu máli þegar verið er að meta árangur meðferðar og horfur sjúklinga“. Karl kveðst himinlifandi með nýja tækið sem muni bæta þjónustu við sjúklinga til muna. „Það má segja það að deildin verði með þessu á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og mögulega á greiningum. Það er hægt að greina berklabakteríur og ónæmisgen berklabakteríunnar, klamýdíu og lekanda þannig að þetta opnar ýmsa möguleika. Það er mjög spennandi að fá svona tæki í hendurnar og geta farið að endurskipuleggja þjónustuna og bæta hana með tilkomu þessa tækis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Nýja greiningartækið, sem kostaði um hundrað milljónir króna, þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið og getur það greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Þegar það verður sett saman og kemst í notkun verður sýkla-og veirufræðideildin ekki lengur háð aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur veitt dygga aðstoð frá upphafi faraldursins. Upphaflega stóð til að tækið kæmi til landsins með fraktflugvél Icelandair en tækið reyndist of stórt. Gripið var til þess ráðs að leigja úkraínska Antonov 12 herflutningafél en tækið kom til landsins um kvöldmatarleytið í gær með þeirri vél. „Þetta er tæki af bestu gerð sem fáanlegt er í dag hvað varðar greiningar á erfðaefni með sameindafræðilegri greiningu. Þetta er mjög afkastamikið tæki og hefur möguleika á að greina fjölda veira og baktería.“ Nokkrar tafir urðu á komu tækisins til landsins, meðal annars út af faraldrinum sjálfum en þrátt fyrir að langt sé liðið á faraldurinn mun tækið kom að góðum notum og auka afkastagetu deildarinnar á öðrum sviðum. Cobas 8800 þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið. „Tilefni kaupanna var Covid-19 faraldurinn því afkastageta tækisins hjálpar okkur að halda betur utan um þetta þannig að við getum framkvæmt fleiri greiningar en þetta er í raun og veru miklu meira en það. Þetta er í rauninni mjög fullkomið tæki sem setur okkur framarlega hvað varðar greiningagetu og getur þar með bætt þjónustuna. Tækið getur til dæmis greint lifrarbólguveirurnar, HPV veiruna sem veldur leghálskrabbameini, Cýtómegalóveiru, Epstein- Barr veiruna og Adenóveirur. Þá getur það einnig greint veirumagnið sem getur skipt verulegu máli þegar verið er að meta árangur meðferðar og horfur sjúklinga“. Karl kveðst himinlifandi með nýja tækið sem muni bæta þjónustu við sjúklinga til muna. „Það má segja það að deildin verði með þessu á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og mögulega á greiningum. Það er hægt að greina berklabakteríur og ónæmisgen berklabakteríunnar, klamýdíu og lekanda þannig að þetta opnar ýmsa möguleika. Það er mjög spennandi að fá svona tæki í hendurnar og geta farið að endurskipuleggja þjónustuna og bæta hana með tilkomu þessa tækis.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34