Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2020 16:05 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Bergþór spurði Katrínu um orkustefnu ríkisstjórnarinnar í tengslum við frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Iðulega þykir mér ekki fara saman hljóð og mynd þegar ríkisstjórnin setur fram sjónarmið sín og markmið, enda stýring málaflokka sennilega aldrei verið jafn aðskilin og nú,“ sagði Bergþór og vísaði til þess að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefðu verið kynnt á svipuðum tíma og mælt var fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.vísir/vilhelm „Frekari orkunýting sem möguleg er samkvæmt frumvarpsdrögunum er smáræði í stóru myndinni, enda má reikna með því að svokallaður biðflokkur rammaáætlunar falli allur niður verði frumvarpið að lögum,“ sagði Bergþór og spurði hvort Katrín teldi það samræmast markmiðum um kolefnishlutleysi „að takmarka framleiðslu á grænni orku jafn mikið“ og frumvarpið bæri með sér. Katrín sagði spurningu Bergþórs bera með sér að hann teldi best að ná markmiðum í loftslagsmálum með því að leggja hálendið allt undir vatnsaflsvirkjanir. „Og ég er ekki sammála þeim forsendum,“ sagði Katrín. Samdráttur í losun snúist um að nýta orkuna öðruvísi. „Þar erum við ekki eingöngu að tala um rafmagn. Við erum líka að tala um aðra þætti, svo sem vetni, metan og fleira því það eru ólíkir orkugjafar sem þarf til þess að ná árangri í ólíkum greinum út frá orkuskiptum.“ Hér má sjá grænar útlínur af hálendisþjóðgarði samkvæmt frumvarpi. Gulu línurnar eru þegar friðlýst svæði. Miðað við virkjanir í nýtingarflokki í rammaáætlun blasi ekki við orkuþurrð. „Það er ekki eins og við séum að horfa fram á einhverja þurð þó að við afgreiðum hér með gleði frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Og annað af markmiðum þjóðgarðsins er beinlínis að endurheimta gróður og jarðveg sem getur þjónað markmiðum okkar um aukna kolefnisbindingu.“ Bergþór spurði Katrínu hvort hún sjái fyrir sér að„teppaleggja láglendi landsins með vindmyllurgörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu.“ Katrín sagði tækifæri liggja í vindorku þrátt fyrir að láglendið yrði ekki teppalagt. „Að sjálfsögðu munum við nýta vindorku með öðrum orkugjöfum. „Við gerum það til framtíðar. Það er mín sýn. Hún á ekki að þekja landið allt.“ Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Bergþór spurði Katrínu um orkustefnu ríkisstjórnarinnar í tengslum við frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Iðulega þykir mér ekki fara saman hljóð og mynd þegar ríkisstjórnin setur fram sjónarmið sín og markmið, enda stýring málaflokka sennilega aldrei verið jafn aðskilin og nú,“ sagði Bergþór og vísaði til þess að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefðu verið kynnt á svipuðum tíma og mælt var fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.vísir/vilhelm „Frekari orkunýting sem möguleg er samkvæmt frumvarpsdrögunum er smáræði í stóru myndinni, enda má reikna með því að svokallaður biðflokkur rammaáætlunar falli allur niður verði frumvarpið að lögum,“ sagði Bergþór og spurði hvort Katrín teldi það samræmast markmiðum um kolefnishlutleysi „að takmarka framleiðslu á grænni orku jafn mikið“ og frumvarpið bæri með sér. Katrín sagði spurningu Bergþórs bera með sér að hann teldi best að ná markmiðum í loftslagsmálum með því að leggja hálendið allt undir vatnsaflsvirkjanir. „Og ég er ekki sammála þeim forsendum,“ sagði Katrín. Samdráttur í losun snúist um að nýta orkuna öðruvísi. „Þar erum við ekki eingöngu að tala um rafmagn. Við erum líka að tala um aðra þætti, svo sem vetni, metan og fleira því það eru ólíkir orkugjafar sem þarf til þess að ná árangri í ólíkum greinum út frá orkuskiptum.“ Hér má sjá grænar útlínur af hálendisþjóðgarði samkvæmt frumvarpi. Gulu línurnar eru þegar friðlýst svæði. Miðað við virkjanir í nýtingarflokki í rammaáætlun blasi ekki við orkuþurrð. „Það er ekki eins og við séum að horfa fram á einhverja þurð þó að við afgreiðum hér með gleði frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Og annað af markmiðum þjóðgarðsins er beinlínis að endurheimta gróður og jarðveg sem getur þjónað markmiðum okkar um aukna kolefnisbindingu.“ Bergþór spurði Katrínu hvort hún sjái fyrir sér að„teppaleggja láglendi landsins með vindmyllurgörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu.“ Katrín sagði tækifæri liggja í vindorku þrátt fyrir að láglendið yrði ekki teppalagt. „Að sjálfsögðu munum við nýta vindorku með öðrum orkugjöfum. „Við gerum það til framtíðar. Það er mín sýn. Hún á ekki að þekja landið allt.“
Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira