„Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 09:08 Dekk flutningabíla þakin því sem blæddi úr klæðningu vegarins. Mynd/Facebook „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. Ólafur sagði blæðingar á vegunum hafa verið til umræðu í sex eða sjö ár. „Sko, síðast töluðum við um malbik og það er nú þannig, eins og við sögðum, að malbikið eiginlega endar uppi í Borgarnesi. Það er malbikað frá Reykjavík og upp í Borgarnes og síðan rétt austur fyrir Selfoss eða Þjórsárbrú en restin af vegakerfinu er nánast bara klæðningar.“ Ólafur sagði klæðninguna allt annað en malbikið. „Malbikið er hitað þegar það er sett á en klæðningin er lögð með því að þynna bik með... upphaflega var það „white spirit“ en síðan vildu menn ekki nota white spirit því það væri soddan umhverfissóðaskapur af því og þá hafa menn farið að nota önnur efni,“ sagði hann og nefndi repju- og fiskiolíu sem dæmi. Þess ber að geta að „white spirit“ er svokallað lakkbensín. Athugið: Varað er við verulegum tjörublæðingum frá Borgarfirði og í Skagafjörð og eru vegfarendur beðnir að hægja ferðina þegar þeir mæta öðrum bílum vegna hættu á steinkasti. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 15, 2020 Sú aðferð sem við erum að nota á vegunum er ekki að virka, sagði Ólafur. Áður hefði lakkbensínið gufað upp við lagningu en það gerði olían hins vegar ekki. „Þetta er bara fita sem undir einhverjum kringumstæðum , sem ég held að menn séu nú enn að klóra sér yfir... þá allt í einu gerist það að þetta linast upp aftur.“ Ólafur segir orsökina álag og mögulega miklar hitasveiflur en afleiðingin sé sú að „olían eða bikið er að pressast upp í gegnum mölina og þá límist þetta á dekkin og mölin og bikið rúllast upp í kringum hjólbarðana.“ Tímabært væri að huga að því að hætta að nota klæðninguna á helstu vegum, til dæmis þjóðvegi eitt. Ólafur sagðist ekki vita til þess að klæðning væri notuð í löndunum í kringum Ísland en hins vegar væru Svíar farnir að nota rússneska aðferð sem hann kallaði „kalda malbikun.“ Komið hefði til tals að nota þá aðferð hérlendis. „En það hefur ekki verið áhugi fyrir því ennþá skilst mér.“ Spurður að því hvort klæðningin væri ekki notuð vegna þess að hún kostaði minna svaraði Ólafur játandi. „Það er kjarni málsins og Vegagerðin gerir sitt besta en þeir bara hafa ekki fjármagn í meira. Þeir myndu örugglega vilja malbika þetta allt saman og gullhúða það ef þeir fyndu pening til þess.“ „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir,“ sagði Ólafur. „Þetta er sleipt, „balansinn“ fer úr dekkjunum, þau eyðileggjast. Það geta flogið úr þessu heljarinnar klumpar, eins og sýndi sig í gær, það eru brotnir stuðarar og rúður á trukkum og ég veit ekki hvað... drullusokkar rifnir af. Ég held að það sé illmögulegt að þrífa þetta af. Þannig að þetta er stórtjón fyrir það fyrsta og núna stöndum við frammi fyrir því rétt fyrir jól að vegurinn norður til Akureyrar er ekki að fúnkera.“ Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ólafur sagði blæðingar á vegunum hafa verið til umræðu í sex eða sjö ár. „Sko, síðast töluðum við um malbik og það er nú þannig, eins og við sögðum, að malbikið eiginlega endar uppi í Borgarnesi. Það er malbikað frá Reykjavík og upp í Borgarnes og síðan rétt austur fyrir Selfoss eða Þjórsárbrú en restin af vegakerfinu er nánast bara klæðningar.“ Ólafur sagði klæðninguna allt annað en malbikið. „Malbikið er hitað þegar það er sett á en klæðningin er lögð með því að þynna bik með... upphaflega var það „white spirit“ en síðan vildu menn ekki nota white spirit því það væri soddan umhverfissóðaskapur af því og þá hafa menn farið að nota önnur efni,“ sagði hann og nefndi repju- og fiskiolíu sem dæmi. Þess ber að geta að „white spirit“ er svokallað lakkbensín. Athugið: Varað er við verulegum tjörublæðingum frá Borgarfirði og í Skagafjörð og eru vegfarendur beðnir að hægja ferðina þegar þeir mæta öðrum bílum vegna hættu á steinkasti. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 15, 2020 Sú aðferð sem við erum að nota á vegunum er ekki að virka, sagði Ólafur. Áður hefði lakkbensínið gufað upp við lagningu en það gerði olían hins vegar ekki. „Þetta er bara fita sem undir einhverjum kringumstæðum , sem ég held að menn séu nú enn að klóra sér yfir... þá allt í einu gerist það að þetta linast upp aftur.“ Ólafur segir orsökina álag og mögulega miklar hitasveiflur en afleiðingin sé sú að „olían eða bikið er að pressast upp í gegnum mölina og þá límist þetta á dekkin og mölin og bikið rúllast upp í kringum hjólbarðana.“ Tímabært væri að huga að því að hætta að nota klæðninguna á helstu vegum, til dæmis þjóðvegi eitt. Ólafur sagðist ekki vita til þess að klæðning væri notuð í löndunum í kringum Ísland en hins vegar væru Svíar farnir að nota rússneska aðferð sem hann kallaði „kalda malbikun.“ Komið hefði til tals að nota þá aðferð hérlendis. „En það hefur ekki verið áhugi fyrir því ennþá skilst mér.“ Spurður að því hvort klæðningin væri ekki notuð vegna þess að hún kostaði minna svaraði Ólafur játandi. „Það er kjarni málsins og Vegagerðin gerir sitt besta en þeir bara hafa ekki fjármagn í meira. Þeir myndu örugglega vilja malbika þetta allt saman og gullhúða það ef þeir fyndu pening til þess.“ „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir,“ sagði Ólafur. „Þetta er sleipt, „balansinn“ fer úr dekkjunum, þau eyðileggjast. Það geta flogið úr þessu heljarinnar klumpar, eins og sýndi sig í gær, það eru brotnir stuðarar og rúður á trukkum og ég veit ekki hvað... drullusokkar rifnir af. Ég held að það sé illmögulegt að þrífa þetta af. Þannig að þetta er stórtjón fyrir það fyrsta og núna stöndum við frammi fyrir því rétt fyrir jól að vegurinn norður til Akureyrar er ekki að fúnkera.“
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14