„Það er skelfilegt að eiga við þetta“ Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 15. desember 2020 18:30 Svona köggla mátti sjá víða á þjóðvegi 1 á Norðurlandi vestra í dag. Vísir/Tryggvi Fjöldi flutningabíla og annarra bíla hafa skemmst undanfarna daga vegna vegklæðninga sem losnað hafa á kafla leiðarinnar á milli Staðarskála og Varmahlíðar. Framkvæmdastjóri Þróttar segir tjónið tilfinnanlegt fyrir utan þá hættu sem þessar aðstæður skapi. Litlar og stórar tjöruklessur hafa dreift sér á víð og dreif um þjóðveg 1 undanfarna daga vegna bikblæðinga. Talsvert tjón hefur orðið á bílum sem ekið hefur verið um þjóðveginn í þessu ásigkomulagi, ekki síst stórum flutningabílum. Framkvæmdastjóri Vörubílastöðvar innar Þróttar segir þrjá bíla frá fyrirtækinu illa leikna eftir akstur með fisk frá Dalvík til Reykjavíkur í gær. „Þetta er inn í bremsubúnaði. Þetta er ofan á honum. Við sjáum ekki olíutankinn. Þetta er inni í vélarrúmi, þetta er uppi í gírkassa. Þannig að við erum að horfa uppá hellings tjón við að þrífa þetta. Svo vitum við ekki umfangið á tjóninu. Hvort það sé bilun á bremsubúnaði, bilun á skynjurum sem er hellings peningur í,“ segir Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri Þróttar. Stórtjón á Sauðárkróki Sömu sögu er að segja frá Sauðárkróki þar sem 14 flutningabílar Vörumiðlunar eru illa leiknir eftir að ekið um þjóðveg 1 undanfarna daga. „Þetta hleðst á raflagnir, þetta hleðst á loftlagnir, það er skelfilegt að eiga við þetta,“ segir Magnús E. Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar. Hann segist hafa látið Vegagerðina vita á sunnudaginn og spyr af hverju ekki hafi verið brugðist fyrr við af hennar hálfu. „Þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlegt að bregðast fyrr við og taka kannsi pínulítið mark á því þegar maður er að hringja inn,“ segir Magnús. Þeir telja báðir að það skorti svör frá Vegagerðinni um ástæður þessa ástands á þessum langa kafla. „Við erum að horfa á vegi annars staðar á landinu sem eru í fínu lagi. Nú eru hellings flutningar suður fyrir á firðina. Við erum ekki að sjá þetta þar. Þetta er á þessum kafla frá Vatnsskarði að Staðarskála,“ segir Stefán. Fyrir utan tjón á vörubílunum og öryggi bílstjóra þeirra varði þetta líka öryggi annarra vegfarenda. „Þú sérð það alveg.Það er ekki gott að vera á litlum fólksbíl og fá þetta framan á sig. Eða framan á dekkið á einhverjum hraða. Þetta skapar hættu, segir Stefán.“ Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32 Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23 „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Litlar og stórar tjöruklessur hafa dreift sér á víð og dreif um þjóðveg 1 undanfarna daga vegna bikblæðinga. Talsvert tjón hefur orðið á bílum sem ekið hefur verið um þjóðveginn í þessu ásigkomulagi, ekki síst stórum flutningabílum. Framkvæmdastjóri Vörubílastöðvar innar Þróttar segir þrjá bíla frá fyrirtækinu illa leikna eftir akstur með fisk frá Dalvík til Reykjavíkur í gær. „Þetta er inn í bremsubúnaði. Þetta er ofan á honum. Við sjáum ekki olíutankinn. Þetta er inni í vélarrúmi, þetta er uppi í gírkassa. Þannig að við erum að horfa uppá hellings tjón við að þrífa þetta. Svo vitum við ekki umfangið á tjóninu. Hvort það sé bilun á bremsubúnaði, bilun á skynjurum sem er hellings peningur í,“ segir Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri Þróttar. Stórtjón á Sauðárkróki Sömu sögu er að segja frá Sauðárkróki þar sem 14 flutningabílar Vörumiðlunar eru illa leiknir eftir að ekið um þjóðveg 1 undanfarna daga. „Þetta hleðst á raflagnir, þetta hleðst á loftlagnir, það er skelfilegt að eiga við þetta,“ segir Magnús E. Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar. Hann segist hafa látið Vegagerðina vita á sunnudaginn og spyr af hverju ekki hafi verið brugðist fyrr við af hennar hálfu. „Þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlegt að bregðast fyrr við og taka kannsi pínulítið mark á því þegar maður er að hringja inn,“ segir Magnús. Þeir telja báðir að það skorti svör frá Vegagerðinni um ástæður þessa ástands á þessum langa kafla. „Við erum að horfa á vegi annars staðar á landinu sem eru í fínu lagi. Nú eru hellings flutningar suður fyrir á firðina. Við erum ekki að sjá þetta þar. Þetta er á þessum kafla frá Vatnsskarði að Staðarskála,“ segir Stefán. Fyrir utan tjón á vörubílunum og öryggi bílstjóra þeirra varði þetta líka öryggi annarra vegfarenda. „Þú sérð það alveg.Það er ekki gott að vera á litlum fólksbíl og fá þetta framan á sig. Eða framan á dekkið á einhverjum hraða. Þetta skapar hættu, segir Stefán.“
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32 Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23 „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32
Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23
„Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08