Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
4,1 stiga skjálfti á Reykjanesskaga
Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Um klukkan 4.30 í morgun varð jarðskjálfti af stærð 4,1 um átta kílómetra norðaustur af Reykjanestá. Tilkynningar bárust af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu um að skjálftinn hefði fundist þar.