Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2020 09:01 Einar Ágústsson er ákærður fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna í sóknargjöld út úr ríkissjóði. Vegna slakra laga um trúfélög gat hann setið í stjórn Zuism og haft prókúru þrátt fyrir að hann hefði hlotið þungan fangelsisdóm í öðru fjársvikamáli. Ríkið greiðir félögum sóknargjöld á grundvelli félagafjölda. Þjóðkirkjan fær á þriðja milljarð króna en næsthæst framlög fær kaþólska kirkjan á Íslandi. Vísir/samsett Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Dómsmálaráðuneytið segist vinna að hertum lögum um trú- og lífsskoðunarfélög en engin endurskoðun fer fram á fyrirkomulagi sóknargjalda sem stjórnendur Zuism eru sakaðir um að hafa svikið út úr ríkinu og nýtt í eigin þágu. Í ákærunni á hendur bræðrunum Ágústi Arnari og Einar Ágústssonum, forsvarsmönnum Zuism, í þarsíðustu viku voru þeir sakaðir um að hafa í reynd svikið rúmar 84,7 milljónir króna úr ríkissjóði með því að látast reka trúfélag með virka starfsemi. Í raun hafi þó engin eiginleg trúariðkun eða tengd starfsemi farið fram á vegum Zuism sem fullnægði skilyrðum laga um slík félög. Bræðurnir voru jafnframt ákærðir fyrir að þvætta meintan ávinning sinn af fjársvikunum og nýta sér hann að hluta í eigin þágu. Lesa má úr ákærunni að Ágúst Arnar hafi tekið sér að minnsta kosti rúma tólf og hálfa milljón úr sjóðum Zuism með því að millifæra féð á eigin reikning, einkahlutafélags síns eða með úttektum og útgjöldum með debetkorti trúfélagsins. Með sama hætti tók Einar sér að minnsta kosti tæpar 8,8 milljónir króna af sóknargjöldum trúfélagsins. Tvímenningarnir neita sök og kröfðust frávísunar málsins þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Mikið í húfi fyrir félögin Ríkið greiðir svonefnd sóknargjöld til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga. Ólíkar skoðanir hafa verið á eðli sóknargjalda. Sum trúfélög, þar á meðal Þjóðkirkjan, hafa litið svo á að sóknargjöldin séu einhvers konar félagsgjald sem ríkið sjái aðeins um að innheimta og greiða svo út til þeirra. Núverandi fjármálaráðherra hefur þó tekið af vafa um að ríkið lítið svo á að um lögbundið framlag úr ríkissjóði sé að ræða. Ríkið innheimti engin sérgreind sóknargjöld. Verulegir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir félögin. Í stað þess að þurfa að halda sjálf utan um félagatal og rukka félagsgjöld greiðir ríkið þeim sóknargjöld fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri sem er skráður í trú- eða lífsskoðunarfélög hjá Þjóðskrá. Yrði fyrirkomulagið afnumið þyrftu félögin að reiða sig á að skráðir félagar héldu áfram að greiða félagsgjöldin beint úr eigin vasa. Sóknargjald ársins 2019 var 925 krónur á mánuði en það miðaðist við félagafjölda 1. desember árið 2018. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar fengu samtals meira en tvo milljarða króna í sóknargjöld fyrir rúmlega 185 þúsund manns sem voru þá skráðir í hana. Auk þess lagði ríkið fé til Þjóðkirkjunnar í svonefndan Kirkjumálasjóð, um 293,8 milljónir króna og rúmar 380 milljónir króna í jöfnunarsjóð sókna. Önnur trú- og lífsskoðunarfélög fengu samtals rúmar 467,6 milljónir króna í sóknargjöld fyrir árið 2019. Í heildina greiddi ríkið tæpa 3,2 milljarða króna í sóknargjöld Einstaklingar sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga hafa bent á að misrétti sé falið í fyrirkomulagi sóknargjalda þar sem skattgreiðslur þeirra eru ekki lægri því sem nemur sóknargjaldi en þeirra sem eru skráðir í slík félög. Engin ákvæði í lögum um ráðstöfun sóknargjalda Þrátt fyrir þessar deilur og nú sakamál sem tengist meintu misferli með sóknargjöld hefur engin endurskoðun á lögum um sóknargjöld staðið yfir innan dómsmálaráðuneytisins samkvæmt skriflegu svari þess við fyrirspurn Vísis í kjölfar ákærunnar í máli Zuism. Í núverandi lögum um sóknargjöld er ekki kveðið á um hvernig trú- og lífsskoðunarfélög ráðstafi sóknargjöldum sem þau fá frá ríkinu. Aðeins er kveðið á um það í lögum um trú- og lífsskoðunarfélög að þau þurfi að senda sýslumanni árlega skýrslu um starfsemi sína árið á undan. Þar á meðal eru upplýsingar um ráðstöfun fjármuna félags. Sýslumaður geti gripið til úrræða af ágallar koma fram á starfsemi félags eða það vanrækir skyldur sínar gagnvart lögum. Í tilfelli Zuism skiluðu forstöðumenn félagsins takmörkuðum og misvísandi upplýsingum um fjárreiður þess til sýslumanns. Vísir hefur fjallað ítarlega um torræðar upplýsingar úr ársskýrslum Zuism. Þannig sögðu forsvarsmenn þess í skýrslu fyrir árið 2017 að félagið hefði verið eignalaust árin 2016 og 2017. Árið eftir skráði Ágúst Arnar allt í einu 52,2 milljónir krónur í „aðrar eignir sem skipta máli“ árið 2017 og 46,6 milljónir króna árið 2016. Í ákæru héraðssaksóknara kom fram að Ágúst Arnar og Einar hefðu flutt eignir Zuism í annað félag og úr landi. Það gerðu þeir meðal annars með meintum sýndarlánaviðskiptum trúfélagsins og einkahlutafélags Einars. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í byrjun árs 2019. Vísaði hann til verulegs vafa um að raunveruleg starfsemi færi fram á vegum Zuism og að það stæðist skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Zuism hefur ekki fengið sóknargjöld greidd síðan. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur sýslumannsembættisins, sagði Vísi í síðustu viku að til stæði að hefja ferli við afskráningu Zuism sem trúfélags. Dæmdur fjársvikari í stjórn trúfélags Nær engar kröfur eru gerðar til forsvarsmanna eða stjórnarmanna trú- eða lífsskoðunarfélaga í lögum. Forstöðumaður má ekki vera yngri en 25 ára og þarf að fullnægja almennum hæfisskilyrðum til að gegna störfum á vegum hins opinbera. Ekki er gerð krafa um hreint sakarvottorð, aðeins að þeir hafi ekki gerst sekir um brot í opinberu starfi. Enn minni kröfur eru gerðar til stjórnarmanna. Þeir þurfa hvorki að vera búsettir á Íslandi né skráðir í félagið. Þannig gat Einar Ágústsson setið í stjórn Zuism og verið með prókúru í félaginu þrátt fyrir að hann hefði hlotið þungan fangelsisdóm í umfangsmiklu fjársvikamáli árið 2017. Landsréttur staðfesti árið 2018 þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm yfir Einari sem sveik 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingasjóð. Brotavilja hans var lýst sem einbeittum og brotum hans sem „skipulögðum og úthugsuðum“. Halldór Þormar hjá sýslumanni sagði Vísi í nóvember 2018 að lög um trú- og lífsskoðunarfélög væru barn síns tíma og þyrftu endurskoðunar við. Veruleg hætta á misnotkun trúfélaga í þágu brotastarfsemi Ríkislögreglustjóri taldi verulega hættu á því að skráð trú- og lífsskoðunarfélög yrðu misnotuð í þágu brotastarfsemi í áhættumati vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka í apríl árið 2019. Sérstaklega nefndi hann að hægt væri að misnota félögin til að þvætta ólögmætan ávinning brota líkt og forsvarsmenn Zuism eru nú meðal annars ákærðir fyrir. Vísaði hann til veikleika í umgjörð og eftirliti með þessum félögum, sérstaklega hvað varðaði hæfi fyrirsvarsmanna, bókhald og fjárreiður. Þá væru skilyrði til að stofna trú- og lífsskoðunarfélög ekki sérlega ströng. Zuism hlaut skráningu sem trúfélag í byrjun árs 2014 þrátt fyrir að álitsnefnd sem fjallar um slíkar umsóknir hefði í tvígang lagst gegn því. Forsvarsmenn félagsins þurftu að leggja fram lista yfir á þriðja tug einstaklinga í félaginu til að fá skráningu. Eftir að skráningin fékkst voru skráðir félagar í Zuism taldir á fingrum annarrar handar. Áhættumatið byggði á úttekt alþjóðlegs aðgerðahóps (FATF) um stöðu varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samtökin settu Ísland á gráan lista yfir ríki þar sem vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er áfátt í október árið 2019. Ísland var þar í félagsskap með ríkjum eins og Kambódíu, Jemen, Sýrlandi, Simbabve og Bahamaeyjum. FATF tók Ísland af listanum í október. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, sagðist telja tilefni til þess að huga að endurskoðun laga um skráð trú- og lífsskoðunarfélög, þar á meðal ákvæða um skýrslugjöf félaganna til eftirlitsaðila og upplýsingar um fjárhag þeirra og ráðstöfun fjármuna í svari við fyrirspurn á Alþingi í apríl í fyrra. Breytingar á lögum um félögin í aðgerðaáætlun vegna peningaþvættis Strangari kröfur um hæfi fyrirsvarsmanna félaganna, auknar kröfur um ráðstöfun fjármuna og eflt eftirlit með félögunum og fjárreiðum þeirra var á meðal aðgerða sem settar voru á blað í aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem var birt í ágúst í fyrra. Í svari sínu við fyrirspurn Vísis nú segir dómsmálaráðuneytið að gert hafi verið ráð fyrir að undirbúningur nýrrar löggjafar um trú- og lífsskoðunarfélög hæfist í mars og að frumvarp yrði lagt fram í október. Slíkt frumvarp hefur þó enn ekki verið lagt fram. „Að mati ráðuneytisins er hins vegar enn fullt tilefni til endurskoðunar á ákvæðum laganna,“ segir í svarinu. Ráðuneytið segir endurskoðun á áhættumati ríkislögreglustjóra og aðgerðaáætlun stjórnvalda standa yfir. Gert sé ráð fyrir að henni ljúki í febrúar. „Gera má ráð fyrir að sú aðgerð sem lýtur að breytingum á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög verði enn í þeirri aðgerðaáætlun og að aukin áhersla verði lögð á að þeirri aðgerð verði lokið,“ segir dómsmálaráðuneytið. Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, lagði fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra um veikleika í umgjörð skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga eftir að stjórnendur Zuism voru ákærðir í síðustu viku. Þar spurði hann meðal annars hvaða breytingar hefðu verið gerðar í kjölfar hættumats ríkislögreglustjóra til að auka getu eftirlitsaðila til að sinna eftirliti með skráðum félögum og knýja fram úrbætur ef þess væri þörf. Trúmál Zuism Dómsmál Stjórnsýsla Ísland á gráum lista FATF Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Zúistum fækkaði um fimmtung Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. 7. október 2020 16:55 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið segist vinna að hertum lögum um trú- og lífsskoðunarfélög en engin endurskoðun fer fram á fyrirkomulagi sóknargjalda sem stjórnendur Zuism eru sakaðir um að hafa svikið út úr ríkinu og nýtt í eigin þágu. Í ákærunni á hendur bræðrunum Ágústi Arnari og Einar Ágústssonum, forsvarsmönnum Zuism, í þarsíðustu viku voru þeir sakaðir um að hafa í reynd svikið rúmar 84,7 milljónir króna úr ríkissjóði með því að látast reka trúfélag með virka starfsemi. Í raun hafi þó engin eiginleg trúariðkun eða tengd starfsemi farið fram á vegum Zuism sem fullnægði skilyrðum laga um slík félög. Bræðurnir voru jafnframt ákærðir fyrir að þvætta meintan ávinning sinn af fjársvikunum og nýta sér hann að hluta í eigin þágu. Lesa má úr ákærunni að Ágúst Arnar hafi tekið sér að minnsta kosti rúma tólf og hálfa milljón úr sjóðum Zuism með því að millifæra féð á eigin reikning, einkahlutafélags síns eða með úttektum og útgjöldum með debetkorti trúfélagsins. Með sama hætti tók Einar sér að minnsta kosti tæpar 8,8 milljónir króna af sóknargjöldum trúfélagsins. Tvímenningarnir neita sök og kröfðust frávísunar málsins þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Mikið í húfi fyrir félögin Ríkið greiðir svonefnd sóknargjöld til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga. Ólíkar skoðanir hafa verið á eðli sóknargjalda. Sum trúfélög, þar á meðal Þjóðkirkjan, hafa litið svo á að sóknargjöldin séu einhvers konar félagsgjald sem ríkið sjái aðeins um að innheimta og greiða svo út til þeirra. Núverandi fjármálaráðherra hefur þó tekið af vafa um að ríkið lítið svo á að um lögbundið framlag úr ríkissjóði sé að ræða. Ríkið innheimti engin sérgreind sóknargjöld. Verulegir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir félögin. Í stað þess að þurfa að halda sjálf utan um félagatal og rukka félagsgjöld greiðir ríkið þeim sóknargjöld fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri sem er skráður í trú- eða lífsskoðunarfélög hjá Þjóðskrá. Yrði fyrirkomulagið afnumið þyrftu félögin að reiða sig á að skráðir félagar héldu áfram að greiða félagsgjöldin beint úr eigin vasa. Sóknargjald ársins 2019 var 925 krónur á mánuði en það miðaðist við félagafjölda 1. desember árið 2018. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar fengu samtals meira en tvo milljarða króna í sóknargjöld fyrir rúmlega 185 þúsund manns sem voru þá skráðir í hana. Auk þess lagði ríkið fé til Þjóðkirkjunnar í svonefndan Kirkjumálasjóð, um 293,8 milljónir króna og rúmar 380 milljónir króna í jöfnunarsjóð sókna. Önnur trú- og lífsskoðunarfélög fengu samtals rúmar 467,6 milljónir króna í sóknargjöld fyrir árið 2019. Í heildina greiddi ríkið tæpa 3,2 milljarða króna í sóknargjöld Einstaklingar sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga hafa bent á að misrétti sé falið í fyrirkomulagi sóknargjalda þar sem skattgreiðslur þeirra eru ekki lægri því sem nemur sóknargjaldi en þeirra sem eru skráðir í slík félög. Engin ákvæði í lögum um ráðstöfun sóknargjalda Þrátt fyrir þessar deilur og nú sakamál sem tengist meintu misferli með sóknargjöld hefur engin endurskoðun á lögum um sóknargjöld staðið yfir innan dómsmálaráðuneytisins samkvæmt skriflegu svari þess við fyrirspurn Vísis í kjölfar ákærunnar í máli Zuism. Í núverandi lögum um sóknargjöld er ekki kveðið á um hvernig trú- og lífsskoðunarfélög ráðstafi sóknargjöldum sem þau fá frá ríkinu. Aðeins er kveðið á um það í lögum um trú- og lífsskoðunarfélög að þau þurfi að senda sýslumanni árlega skýrslu um starfsemi sína árið á undan. Þar á meðal eru upplýsingar um ráðstöfun fjármuna félags. Sýslumaður geti gripið til úrræða af ágallar koma fram á starfsemi félags eða það vanrækir skyldur sínar gagnvart lögum. Í tilfelli Zuism skiluðu forstöðumenn félagsins takmörkuðum og misvísandi upplýsingum um fjárreiður þess til sýslumanns. Vísir hefur fjallað ítarlega um torræðar upplýsingar úr ársskýrslum Zuism. Þannig sögðu forsvarsmenn þess í skýrslu fyrir árið 2017 að félagið hefði verið eignalaust árin 2016 og 2017. Árið eftir skráði Ágúst Arnar allt í einu 52,2 milljónir krónur í „aðrar eignir sem skipta máli“ árið 2017 og 46,6 milljónir króna árið 2016. Í ákæru héraðssaksóknara kom fram að Ágúst Arnar og Einar hefðu flutt eignir Zuism í annað félag og úr landi. Það gerðu þeir meðal annars með meintum sýndarlánaviðskiptum trúfélagsins og einkahlutafélags Einars. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í byrjun árs 2019. Vísaði hann til verulegs vafa um að raunveruleg starfsemi færi fram á vegum Zuism og að það stæðist skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Zuism hefur ekki fengið sóknargjöld greidd síðan. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur sýslumannsembættisins, sagði Vísi í síðustu viku að til stæði að hefja ferli við afskráningu Zuism sem trúfélags. Dæmdur fjársvikari í stjórn trúfélags Nær engar kröfur eru gerðar til forsvarsmanna eða stjórnarmanna trú- eða lífsskoðunarfélaga í lögum. Forstöðumaður má ekki vera yngri en 25 ára og þarf að fullnægja almennum hæfisskilyrðum til að gegna störfum á vegum hins opinbera. Ekki er gerð krafa um hreint sakarvottorð, aðeins að þeir hafi ekki gerst sekir um brot í opinberu starfi. Enn minni kröfur eru gerðar til stjórnarmanna. Þeir þurfa hvorki að vera búsettir á Íslandi né skráðir í félagið. Þannig gat Einar Ágústsson setið í stjórn Zuism og verið með prókúru í félaginu þrátt fyrir að hann hefði hlotið þungan fangelsisdóm í umfangsmiklu fjársvikamáli árið 2017. Landsréttur staðfesti árið 2018 þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm yfir Einari sem sveik 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingasjóð. Brotavilja hans var lýst sem einbeittum og brotum hans sem „skipulögðum og úthugsuðum“. Halldór Þormar hjá sýslumanni sagði Vísi í nóvember 2018 að lög um trú- og lífsskoðunarfélög væru barn síns tíma og þyrftu endurskoðunar við. Veruleg hætta á misnotkun trúfélaga í þágu brotastarfsemi Ríkislögreglustjóri taldi verulega hættu á því að skráð trú- og lífsskoðunarfélög yrðu misnotuð í þágu brotastarfsemi í áhættumati vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka í apríl árið 2019. Sérstaklega nefndi hann að hægt væri að misnota félögin til að þvætta ólögmætan ávinning brota líkt og forsvarsmenn Zuism eru nú meðal annars ákærðir fyrir. Vísaði hann til veikleika í umgjörð og eftirliti með þessum félögum, sérstaklega hvað varðaði hæfi fyrirsvarsmanna, bókhald og fjárreiður. Þá væru skilyrði til að stofna trú- og lífsskoðunarfélög ekki sérlega ströng. Zuism hlaut skráningu sem trúfélag í byrjun árs 2014 þrátt fyrir að álitsnefnd sem fjallar um slíkar umsóknir hefði í tvígang lagst gegn því. Forsvarsmenn félagsins þurftu að leggja fram lista yfir á þriðja tug einstaklinga í félaginu til að fá skráningu. Eftir að skráningin fékkst voru skráðir félagar í Zuism taldir á fingrum annarrar handar. Áhættumatið byggði á úttekt alþjóðlegs aðgerðahóps (FATF) um stöðu varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samtökin settu Ísland á gráan lista yfir ríki þar sem vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er áfátt í október árið 2019. Ísland var þar í félagsskap með ríkjum eins og Kambódíu, Jemen, Sýrlandi, Simbabve og Bahamaeyjum. FATF tók Ísland af listanum í október. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, sagðist telja tilefni til þess að huga að endurskoðun laga um skráð trú- og lífsskoðunarfélög, þar á meðal ákvæða um skýrslugjöf félaganna til eftirlitsaðila og upplýsingar um fjárhag þeirra og ráðstöfun fjármuna í svari við fyrirspurn á Alþingi í apríl í fyrra. Breytingar á lögum um félögin í aðgerðaáætlun vegna peningaþvættis Strangari kröfur um hæfi fyrirsvarsmanna félaganna, auknar kröfur um ráðstöfun fjármuna og eflt eftirlit með félögunum og fjárreiðum þeirra var á meðal aðgerða sem settar voru á blað í aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem var birt í ágúst í fyrra. Í svari sínu við fyrirspurn Vísis nú segir dómsmálaráðuneytið að gert hafi verið ráð fyrir að undirbúningur nýrrar löggjafar um trú- og lífsskoðunarfélög hæfist í mars og að frumvarp yrði lagt fram í október. Slíkt frumvarp hefur þó enn ekki verið lagt fram. „Að mati ráðuneytisins er hins vegar enn fullt tilefni til endurskoðunar á ákvæðum laganna,“ segir í svarinu. Ráðuneytið segir endurskoðun á áhættumati ríkislögreglustjóra og aðgerðaáætlun stjórnvalda standa yfir. Gert sé ráð fyrir að henni ljúki í febrúar. „Gera má ráð fyrir að sú aðgerð sem lýtur að breytingum á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög verði enn í þeirri aðgerðaáætlun og að aukin áhersla verði lögð á að þeirri aðgerð verði lokið,“ segir dómsmálaráðuneytið. Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, lagði fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra um veikleika í umgjörð skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga eftir að stjórnendur Zuism voru ákærðir í síðustu viku. Þar spurði hann meðal annars hvaða breytingar hefðu verið gerðar í kjölfar hættumats ríkislögreglustjóra til að auka getu eftirlitsaðila til að sinna eftirliti með skráðum félögum og knýja fram úrbætur ef þess væri þörf.
Trúmál Zuism Dómsmál Stjórnsýsla Ísland á gráum lista FATF Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Zúistum fækkaði um fimmtung Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. 7. október 2020 16:55 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23
Zúistum fækkaði um fimmtung Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. 7. október 2020 16:55