Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2020 22:41 Mikil óvissa ríkir um ástandið á Seyðisfirði. Óvíst er að fólk geti snúið heim fyrir jól. Vísir/Egill Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. „Hér hefur verið stöðugt streymi, við opnuðum klukkan átta í morgun og svona upp úr níu fór maður að sjá að fólk var farið að týnast verulega inn. Í hádeginu komu þó nokkrir í mat, við vorum með mat frá hálf eitt og það voru margir sem nýttu sér það. Ég myndi segja að hér hafi örugglega verið svona á milli þrjú- og fjögur hundruð manns sem eru búin að koma hingað á einhverjum tímapunkti í dag,“ segir Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, í samtali við fréttastofu. Fjöldahjálparstöðin verður áfram opin á morgun en þá verður staðan endurmetin. Hún segir að Rauði krossinn verði þó áfram til staðar eins og þarf. Mikil óvissa ríki enn meðal Seyðfirðinga. „Fólki líður upp og ofan. Þetta er heilmikil óvissa. Fólk veit ekki alveg stöðuna á sínum heimilum eða sínum eigum þannig að menn vita ekki alveg hvert framhaldið er, það er líka bara erfitt,“ segir Margrét. Erfitt fyrir fólk að vita ekki hvort það geti haldið jólin heima Hún segir stöðuna sérstaklega erfiða svona í aðdraganda jóla. Fólk viti ekki hvar það fái að vera um jólin, hvort það fái að fara heim til sín eða þurfi að vera annars staðar. „Þetta er sérstaklega erfitt í aðdraganda jóla. Að vita ekki hvort menn geta farið heim til sín eða hvernig ástandið er. Við erum búin að finna gríðarlegan samhug í fólki hér á svæðinu og alls staðar af landinu,“ segir Margrét. Margrét Dögg og Berglind segja stuðninginn við Seyðfirðinga hafa verið mikinn.Vísir/Egill Allir Seyðfirðingar fengu svefnstað í gærnótt, fólk fékk rúmpláss á hótelum, gistihúsum og í heimahúsum. „Það voru alls staðar rúm í boði fyrir fólk að sofa í. Enginn þurfti að vera hér í fjöldahjálparstöðinni. Við erum bara komin með lista yfir staði þar sem fólk er búið að bjóða híbýli. Þar sem fólk getur komið sér fyrir á næstu dögum ef það þarf að vera annars staðar en heima hjá sér á jólunum,“ segir Margrét. „Maður er bara klökkur“ Fjöldi fólks hefur boðið Seyðfirðingum húsnæði til að gista í og margir hafa boðist til að lána íbúðir sínar og hús yfir jólin. „Ég held að fólk hafi aðallega tekið það upp hjá sjálfu sér að láta vita að það hafi íbúðir í boði og hús. Einhverjir fara í burtu af staðnum yfir jólin, þeir hafa látið lyklana sína í hendurnar á okkur og fólk fær að vera þar eins og það vill. Ég held að það séu margir sem gerðu þetta af fyrra bragði og margir hringdu til að bjóða ef að kæmu á eftir, seinna, einhverjir sem vantaði gistingu,“ segir Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins. „Við finnum gríðarlegan stuðning. Þetta er alveg stórkostlegt. Það er einfaldlega ekkert annað orð yfir það.“ Hún segir að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafi styrkt Rauða krossinn og Seyðfirðinga. „Við erum að fá sendingar frá fyrirtækjum í Reykjavík og alls staðar að af landinu og verið að bjóða gistingar fyrir sunnan ef einhver vill fara suður og vera þar um jólin. Maður er bara klökkur, það er einfaldlega þannig,“ segir Berglind. Múlaþing Hjálparstarf Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 Vatnsþrýstingur fer minnkandi í jarðvegi Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 19. desember 2020 20:44 Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. 19. desember 2020 20:00 Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
„Hér hefur verið stöðugt streymi, við opnuðum klukkan átta í morgun og svona upp úr níu fór maður að sjá að fólk var farið að týnast verulega inn. Í hádeginu komu þó nokkrir í mat, við vorum með mat frá hálf eitt og það voru margir sem nýttu sér það. Ég myndi segja að hér hafi örugglega verið svona á milli þrjú- og fjögur hundruð manns sem eru búin að koma hingað á einhverjum tímapunkti í dag,“ segir Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, í samtali við fréttastofu. Fjöldahjálparstöðin verður áfram opin á morgun en þá verður staðan endurmetin. Hún segir að Rauði krossinn verði þó áfram til staðar eins og þarf. Mikil óvissa ríki enn meðal Seyðfirðinga. „Fólki líður upp og ofan. Þetta er heilmikil óvissa. Fólk veit ekki alveg stöðuna á sínum heimilum eða sínum eigum þannig að menn vita ekki alveg hvert framhaldið er, það er líka bara erfitt,“ segir Margrét. Erfitt fyrir fólk að vita ekki hvort það geti haldið jólin heima Hún segir stöðuna sérstaklega erfiða svona í aðdraganda jóla. Fólk viti ekki hvar það fái að vera um jólin, hvort það fái að fara heim til sín eða þurfi að vera annars staðar. „Þetta er sérstaklega erfitt í aðdraganda jóla. Að vita ekki hvort menn geta farið heim til sín eða hvernig ástandið er. Við erum búin að finna gríðarlegan samhug í fólki hér á svæðinu og alls staðar af landinu,“ segir Margrét. Margrét Dögg og Berglind segja stuðninginn við Seyðfirðinga hafa verið mikinn.Vísir/Egill Allir Seyðfirðingar fengu svefnstað í gærnótt, fólk fékk rúmpláss á hótelum, gistihúsum og í heimahúsum. „Það voru alls staðar rúm í boði fyrir fólk að sofa í. Enginn þurfti að vera hér í fjöldahjálparstöðinni. Við erum bara komin með lista yfir staði þar sem fólk er búið að bjóða híbýli. Þar sem fólk getur komið sér fyrir á næstu dögum ef það þarf að vera annars staðar en heima hjá sér á jólunum,“ segir Margrét. „Maður er bara klökkur“ Fjöldi fólks hefur boðið Seyðfirðingum húsnæði til að gista í og margir hafa boðist til að lána íbúðir sínar og hús yfir jólin. „Ég held að fólk hafi aðallega tekið það upp hjá sjálfu sér að láta vita að það hafi íbúðir í boði og hús. Einhverjir fara í burtu af staðnum yfir jólin, þeir hafa látið lyklana sína í hendurnar á okkur og fólk fær að vera þar eins og það vill. Ég held að það séu margir sem gerðu þetta af fyrra bragði og margir hringdu til að bjóða ef að kæmu á eftir, seinna, einhverjir sem vantaði gistingu,“ segir Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins. „Við finnum gríðarlegan stuðning. Þetta er alveg stórkostlegt. Það er einfaldlega ekkert annað orð yfir það.“ Hún segir að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafi styrkt Rauða krossinn og Seyðfirðinga. „Við erum að fá sendingar frá fyrirtækjum í Reykjavík og alls staðar að af landinu og verið að bjóða gistingar fyrir sunnan ef einhver vill fara suður og vera þar um jólin. Maður er bara klökkur, það er einfaldlega þannig,“ segir Berglind.
Múlaþing Hjálparstarf Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 Vatnsþrýstingur fer minnkandi í jarðvegi Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 19. desember 2020 20:44 Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. 19. desember 2020 20:00 Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01
Vatnsþrýstingur fer minnkandi í jarðvegi Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 19. desember 2020 20:44
Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. 19. desember 2020 20:00
Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03