Í tilkynningu félagsins segir að óvíst sé hvort Aron muni spila með liðinu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 en þau verða leikin í Lanxess Arena í Köln dagana 28. og 29.desember næstkomandi.
[ Comunicado médico]
— Barça Handbol (@FCBhandbol) December 20, 2020
@aronpalm es duda para la VELUX EHF Final4 2020
El jugador islandés tiene una lesión inflamatoria del tendón rotuliano de la rodilla izquierda
https://t.co/aK74QwiRHn
pic.twitter.com/txZBLjN7Af
Aron er að sjálfsögðu í HM-hópi Íslands sem heldur til Egyptalands í janúar og ljóst að íslenska þjóðin leggst nú á bæn um að meiðsli Arons reynist ekki alvarleg.
Íslenska liðið heldur til Egyptalands þann 11.janúar næstkomandi en áður en að því kemur mun liðið leika mikilvæga leiki við Portúgal í undankeppni EM 2022 sem spilaðir verða 6.janúar ytra og 10.janúar að Ásvöllum.