Í tilkynningunni segir að ákvörðunin hafi verið tekin að höfðu samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands.
Fjöldahjálparstöðinni í Eskifjarðarkirkju verður lokað nú klukkan 15:30. Á þriðjudag er fyrirhugaður opinn, rafrænn íbúafundur með lögreglustjóra, bæjarstjóra Fjarðabyggðar og fulltrúa Veðurstofu Íslands.
„Mikil hreyfing var á tveimur stöðum í Oddsskarðsveginum á fimmtudag og sprungur opnuðust. Lítil hreyfing hefur verið frá því í gær og ekki eru vísbendingar um að stórt svæði hafi verið á hreyfingu,“ segir í tilkynningunni.
Þá kemur fram að Oddsskarðsvegur verði lokaður áfram, en ekki kemur fram hvenær hann verður opnaður. Eins hafa tilmæli um að fólk gæti sérstakrar varúðar við Grjótá og Lambeyrará fallið úr gildi.