Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2020 13:34 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Nú er ljóst að sumir Seyðfirðingar þurfa að halda jólin annars staðar en heima hjá sér þetta árið. Vísir/Egill Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. Sökum þessa verður ekki hægt að aflétta rýmingu á þeim húsum sem efst standa í byggðinni á jaðri rýmingarsvæðis. Rýming mun því standa óbreytt er varðar þau hús til 27. desember hið minnsta. Ákvörðun um afléttingu rýmingar í öðrum húsum á rýmingarsvæði sem standa neðan við Múlaveg verður tekin síðar í dag. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi, sagði í samtali við fréttastofu að tilkynning yrði send fyrir klukkan sjö í kvöld. Verði rýmingu ekki aflétt í kvöld er gert ráð fyrir að henni verði yfir höfuð ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi 27. desember. Þetta var ákveðið á stöðufundi Almannavarna, Veðurstofu Íslands og Lögreglunnar á Austurlandi í morgun. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að íbúar fengju eins skýr svör og hægt væri hvað varðar aðgengi að húsum og hugsanlega rýmingu yfir jólin. Fyrirsjáanleiki er verðar næstu daga væri mikilvægur. Íbúum, sem búa innan við Búðará og eiga hús á rýmingarsvæði, verður í dag gefinn kostur á að sækja nauðsynjar í hús sín. Þó er hvatt til þess að þeim ferðum verði stillt í hóf en þeir sem vilja þiggja boðið er bent á að gefa sig fram í Ferjuleiru á Seyðisfirði. Veðurstofa Íslands hefur uppfært reitakort fyrir rýmingarsvæðið. Borholuþrýstingur fer minnkandi og koma á fyrir fleiri speglum í hlíðina til að ná fram betri mælingum. Helstu verkefni í dag er vöktun á lokunarpóstum og aðstoð við fólk sem vill líta eftir eignum á rýmingarsvæði. Í forgangi er vinna við rafmagnsöryggi og húshitun. Á fundinum var einnig rætt um hjúkrunarheimilið og um leiðir til að koma því aftur í gagn. Tryggja þurfi að starfsfólks sé til reiðu áður en skjólstæðingar snúi aftur. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Sökum þessa verður ekki hægt að aflétta rýmingu á þeim húsum sem efst standa í byggðinni á jaðri rýmingarsvæðis. Rýming mun því standa óbreytt er varðar þau hús til 27. desember hið minnsta. Ákvörðun um afléttingu rýmingar í öðrum húsum á rýmingarsvæði sem standa neðan við Múlaveg verður tekin síðar í dag. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi, sagði í samtali við fréttastofu að tilkynning yrði send fyrir klukkan sjö í kvöld. Verði rýmingu ekki aflétt í kvöld er gert ráð fyrir að henni verði yfir höfuð ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi 27. desember. Þetta var ákveðið á stöðufundi Almannavarna, Veðurstofu Íslands og Lögreglunnar á Austurlandi í morgun. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að íbúar fengju eins skýr svör og hægt væri hvað varðar aðgengi að húsum og hugsanlega rýmingu yfir jólin. Fyrirsjáanleiki er verðar næstu daga væri mikilvægur. Íbúum, sem búa innan við Búðará og eiga hús á rýmingarsvæði, verður í dag gefinn kostur á að sækja nauðsynjar í hús sín. Þó er hvatt til þess að þeim ferðum verði stillt í hóf en þeir sem vilja þiggja boðið er bent á að gefa sig fram í Ferjuleiru á Seyðisfirði. Veðurstofa Íslands hefur uppfært reitakort fyrir rýmingarsvæðið. Borholuþrýstingur fer minnkandi og koma á fyrir fleiri speglum í hlíðina til að ná fram betri mælingum. Helstu verkefni í dag er vöktun á lokunarpóstum og aðstoð við fólk sem vill líta eftir eignum á rýmingarsvæði. Í forgangi er vinna við rafmagnsöryggi og húshitun. Á fundinum var einnig rætt um hjúkrunarheimilið og um leiðir til að koma því aftur í gagn. Tryggja þurfi að starfsfólks sé til reiðu áður en skjólstæðingar snúi aftur.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25
Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54
Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58