Wonder Woman 1984: Seint koma sumir en koma þó Heiðar Sumarliðason skrifar 26. desember 2020 14:05 Wonder Woman lét bíða eftir sér. Framhaldsmyndin Wonder Woman 1984 er loks komin í kvikmyndahús, eftir að hafa verið seinkað vegna kórónuveirunnar. Hún stendur forvera sínum framar að ýmsu leyti en öðru ekki. Mynd númer eitt gerðist í heimsstyrjöldinni fyrri og fjallaði um það þegar bandaríska hermanninn Steve Trevor rak á strendur eyju einnar byggða af stríðskonum sem kallast amasónur. Þar kynntist hann prinsessunni Díönu (já, ég veit), a.k.a. Wonder Woman, sem fór með honum til Evrópu til að stöðva stríðið. Steve fremur hetjudáð og deyr, en ekki áður en Díana (sem hefur aldrei áður hitt karlmann) verður yfir sig ástfangin af honum. Í WW1984 hittum við Díönu svo 70 árum síðar (já, hún eldist sem sagt ekki), árið er 1984 og hún hefur tekið sér bólfestu í heimi dauðlegra manna, býr í Washington og vinnur þar á safni. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna hún er búin að hanga ein og einmana þarna í höfuðstaðnum í hátt í hundrað ár. Sennilega af því að persónan þarf að vinna í Smithsonian-safninu, svo að hún geti komist í tæri við MacGuffin myndarinnar, fornan stein sem veitir þeim sem við hann kemur allt sem hann óskar sér. Ein af flottari senum Wonder Woman 1984. Steinn þessi endar sumsé á safni Díönu, án þess að starfsfólk þess átti sig á mikilvægi hans. Maxwell Lord er svo slepjulegur sjónvarpsmaður með allt niður um sig, sem stelur steininum, fer á óskafyllerí og setur allan heiminn á hliðina. Inn í þetta blandast svo lúðaleg vísindakona, leikin af Kristen Wiig, sem vill líka fá sínar óskir uppfylltar. Undrakonan Díana prinsessa þarf svo að fást við þessa tvo fjandmenn. Reyndar blandast hinn (ó)dauði Steve Trevor einnig inn í þennan hrærigraut. Eins og áður sagði, gerist myndin árið 1984, en mér leið hálfpartinn eins og hún hefði hreinlega verið gerð árið 1984. Þá er ég ekki að setja það fram á neikvæðan máta, því hún nær að kitla nostalgíutaugarnar svo um munar. Það eru einhverjir Spielberg-legir andar sem svífa yfir vötnum og hafði ég gaman af. Hrærisgrautur En jú, þetta er töluverður hrærigrautur og þar stendur fyrri myndin þeirri nýja skrefinu framar. Hún var töluvert fókuseraðri og snerist í grunninn um einn hlut, að finna og stöðva Aries, guð stríðs. Aðrir þræðir voru töluvert fyrirferðarminni. Í WW1984 eru fleiri frekir þræðir, sem gera hana eilítið þunglamalegri sem ævintýramynd. Hún vinnur aftur á móti meira einbeitt með þema og sagnir um heiminn og mannfólkið sem hann byggir, sem er þó á kostnað hasarsins. Það mætti líkja þessu við hljómsveit sem slær í gegn með sinni fyrstu plötu, og fylgir henni svo eftir með „þroskaðri“ plötu. Sagan kennir manni hins vegar að um leið og tónlistarfólk segir: „Þessi nýja plata er þroskaðara verk,“ þá eru líkur á að hún verði leiðinlegri. Wonder Woman hefur tekið sér bólfestu í District of Columbia. Þessu til sönnunar, þá tók ég sex ára dóttur mína með mér í bíóið og hún var á sífelldu iði, stóð stundum upp, var á einum tímapunkti komin í sætið fyrir aftan mig og spurði mig svo: „Er myndin ekki að verða búin?“ Hún hafði hins vegar náð að sitja í gegnum fyrri myndina án þess að hreyfa sig daginn áður. Myndin tók þó við sér á lokasprettinum og dóttirin hætti að iða. Hins vegar hætti fullorðinsheilinn minn að tengja við atburðarásina á þeim tíma, því líkt og mynd númer eitt, þjáist þessi af erfiðleikum í síðasta fjórðungi. Í báðum tilfellum leysist þetta upp í orrustufyllerí, með kjánalegum úrlausnum. En barnið fór út ánægt, eftir erfiða og leiðinlega (hennar orð) fyrstu þrjá fjórðunga. Kannski er besta lausnin að foreldrar horfi á fyrstu 3/4 og börnin mæti svo til leiks fyrir lokauppgjörið. Þrátt fyrir annmarka er WW1984 þó það skásta (og eiginlega eina) sem boðið er upp á þessa dagana frá Hollywood, og ef fólk á annað borð hyggur á bíóheimsókn þá sleppur WW1984 fyrir horn. Niðurstaða: Minni hasar en meiri vigt, gerir að verkum að Wonder Woman 1984 virkar betur en fyrirrennarinn á ákveðnum sviðum en verr á öðrum. Síðasti fjórðungur veldur þó vonbrigðum í báðum myndum. WW1984 sleppur þó sem ágætist jólaskemmtun. Heiðar Sumarliðason fékk sviðlistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og kvikmyndarýninn Valgeir Tómasson til að ræða Wonder Woman 1984. Hægt er að hlýða á Stjörnubíó í spilaranum hér að neðan. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Mynd númer eitt gerðist í heimsstyrjöldinni fyrri og fjallaði um það þegar bandaríska hermanninn Steve Trevor rak á strendur eyju einnar byggða af stríðskonum sem kallast amasónur. Þar kynntist hann prinsessunni Díönu (já, ég veit), a.k.a. Wonder Woman, sem fór með honum til Evrópu til að stöðva stríðið. Steve fremur hetjudáð og deyr, en ekki áður en Díana (sem hefur aldrei áður hitt karlmann) verður yfir sig ástfangin af honum. Í WW1984 hittum við Díönu svo 70 árum síðar (já, hún eldist sem sagt ekki), árið er 1984 og hún hefur tekið sér bólfestu í heimi dauðlegra manna, býr í Washington og vinnur þar á safni. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna hún er búin að hanga ein og einmana þarna í höfuðstaðnum í hátt í hundrað ár. Sennilega af því að persónan þarf að vinna í Smithsonian-safninu, svo að hún geti komist í tæri við MacGuffin myndarinnar, fornan stein sem veitir þeim sem við hann kemur allt sem hann óskar sér. Ein af flottari senum Wonder Woman 1984. Steinn þessi endar sumsé á safni Díönu, án þess að starfsfólk þess átti sig á mikilvægi hans. Maxwell Lord er svo slepjulegur sjónvarpsmaður með allt niður um sig, sem stelur steininum, fer á óskafyllerí og setur allan heiminn á hliðina. Inn í þetta blandast svo lúðaleg vísindakona, leikin af Kristen Wiig, sem vill líka fá sínar óskir uppfylltar. Undrakonan Díana prinsessa þarf svo að fást við þessa tvo fjandmenn. Reyndar blandast hinn (ó)dauði Steve Trevor einnig inn í þennan hrærigraut. Eins og áður sagði, gerist myndin árið 1984, en mér leið hálfpartinn eins og hún hefði hreinlega verið gerð árið 1984. Þá er ég ekki að setja það fram á neikvæðan máta, því hún nær að kitla nostalgíutaugarnar svo um munar. Það eru einhverjir Spielberg-legir andar sem svífa yfir vötnum og hafði ég gaman af. Hrærisgrautur En jú, þetta er töluverður hrærigrautur og þar stendur fyrri myndin þeirri nýja skrefinu framar. Hún var töluvert fókuseraðri og snerist í grunninn um einn hlut, að finna og stöðva Aries, guð stríðs. Aðrir þræðir voru töluvert fyrirferðarminni. Í WW1984 eru fleiri frekir þræðir, sem gera hana eilítið þunglamalegri sem ævintýramynd. Hún vinnur aftur á móti meira einbeitt með þema og sagnir um heiminn og mannfólkið sem hann byggir, sem er þó á kostnað hasarsins. Það mætti líkja þessu við hljómsveit sem slær í gegn með sinni fyrstu plötu, og fylgir henni svo eftir með „þroskaðri“ plötu. Sagan kennir manni hins vegar að um leið og tónlistarfólk segir: „Þessi nýja plata er þroskaðara verk,“ þá eru líkur á að hún verði leiðinlegri. Wonder Woman hefur tekið sér bólfestu í District of Columbia. Þessu til sönnunar, þá tók ég sex ára dóttur mína með mér í bíóið og hún var á sífelldu iði, stóð stundum upp, var á einum tímapunkti komin í sætið fyrir aftan mig og spurði mig svo: „Er myndin ekki að verða búin?“ Hún hafði hins vegar náð að sitja í gegnum fyrri myndina án þess að hreyfa sig daginn áður. Myndin tók þó við sér á lokasprettinum og dóttirin hætti að iða. Hins vegar hætti fullorðinsheilinn minn að tengja við atburðarásina á þeim tíma, því líkt og mynd númer eitt, þjáist þessi af erfiðleikum í síðasta fjórðungi. Í báðum tilfellum leysist þetta upp í orrustufyllerí, með kjánalegum úrlausnum. En barnið fór út ánægt, eftir erfiða og leiðinlega (hennar orð) fyrstu þrjá fjórðunga. Kannski er besta lausnin að foreldrar horfi á fyrstu 3/4 og börnin mæti svo til leiks fyrir lokauppgjörið. Þrátt fyrir annmarka er WW1984 þó það skásta (og eiginlega eina) sem boðið er upp á þessa dagana frá Hollywood, og ef fólk á annað borð hyggur á bíóheimsókn þá sleppur WW1984 fyrir horn. Niðurstaða: Minni hasar en meiri vigt, gerir að verkum að Wonder Woman 1984 virkar betur en fyrirrennarinn á ákveðnum sviðum en verr á öðrum. Síðasti fjórðungur veldur þó vonbrigðum í báðum myndum. WW1984 sleppur þó sem ágætist jólaskemmtun. Heiðar Sumarliðason fékk sviðlistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og kvikmyndarýninn Valgeir Tómasson til að ræða Wonder Woman 1984. Hægt er að hlýða á Stjörnubíó í spilaranum hér að neðan.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira