Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Sylvía Hall skrifar 26. desember 2020 14:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samsett/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. Frá þessu greinir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar segir hann það hafa verið mistök að hafa haft samband við Pfizer án aðkomu Þórólfs, en honum til varnar hafi samstarfsmenn hans í Bandaríkjunum komið sambandinu á. „Góðu fréttirnar eru þær að næsta fund með Pfizer tökum við Þórólfur saman og ef hann gengur vel dreg ég mig í hlé og skil þetta alfarið í höndunum á honum enda hæfir það hans hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi,“ skrifar Kári. Hann segir Þórólf leiðtoga Íslendinga í baráttunni og hann hafi stýrt þjóðinni ljúfmannlega. „Hann er leiðtogi okkar í baráttunni og ég og mitt fólk fáum af og til að leggja að mörkum þegar það á við. Það voru mistök af minni hálfu að hafa Þórólf ekki með mér þegar ég hafði samband við Pfizer,“ skrifar Kári, sem fer fögrum orðum um störf sóttvarnalæknis. „Þórólfur hefur stýrt okkur ótrúlega vel og ljúfmannlega í gegnum tíu mánaða faraldur og er manna best til þess fallinn að beita bólusetningum til þess að koma okkur endanlega út úr honum.“ Báðir í viðræðum við Pfizer Greint var frá því fyrr í vikunni að Kári hefði átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefði efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum væri vænlegasta leiðin til árangurs. Þórólfur sagði hugmyndina ekki komna alfarið frá Kára. Sjálfur hefði hann viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. „Ég sendi Pfizer skeyti 15. desember þar sem að ég viðraði þá hugmynd að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fasa fjögur rannsókn. Þar sem við myndum bólusetja nánast alla þjóðina og afla nauðsynlegra upplýsinga,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þá fundaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Sagðist hún hafa heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer þar sem sóttvarnalæknir hefði upplýst ráðherranefnd um það fyrr í desember. Á fundinum hafi verið ræddur sá möguleiki að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt væri að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í gær. Hugmyndin væri þó enn á samtalsstigi, en samkvæmt stöðuuppfærslu Kára virðast fleiri fundir fyrirhugaðir og markmiðið að Þórólfur taki alfarið við stjórnartaumunum í viðræðunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að hann hafi hafið samskipti sín við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer án þess að ræða við sóttvarnalækni „og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur.“ 24. desember 2020 14:11 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Frá þessu greinir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar segir hann það hafa verið mistök að hafa haft samband við Pfizer án aðkomu Þórólfs, en honum til varnar hafi samstarfsmenn hans í Bandaríkjunum komið sambandinu á. „Góðu fréttirnar eru þær að næsta fund með Pfizer tökum við Þórólfur saman og ef hann gengur vel dreg ég mig í hlé og skil þetta alfarið í höndunum á honum enda hæfir það hans hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi,“ skrifar Kári. Hann segir Þórólf leiðtoga Íslendinga í baráttunni og hann hafi stýrt þjóðinni ljúfmannlega. „Hann er leiðtogi okkar í baráttunni og ég og mitt fólk fáum af og til að leggja að mörkum þegar það á við. Það voru mistök af minni hálfu að hafa Þórólf ekki með mér þegar ég hafði samband við Pfizer,“ skrifar Kári, sem fer fögrum orðum um störf sóttvarnalæknis. „Þórólfur hefur stýrt okkur ótrúlega vel og ljúfmannlega í gegnum tíu mánaða faraldur og er manna best til þess fallinn að beita bólusetningum til þess að koma okkur endanlega út úr honum.“ Báðir í viðræðum við Pfizer Greint var frá því fyrr í vikunni að Kári hefði átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefði efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum væri vænlegasta leiðin til árangurs. Þórólfur sagði hugmyndina ekki komna alfarið frá Kára. Sjálfur hefði hann viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. „Ég sendi Pfizer skeyti 15. desember þar sem að ég viðraði þá hugmynd að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fasa fjögur rannsókn. Þar sem við myndum bólusetja nánast alla þjóðina og afla nauðsynlegra upplýsinga,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þá fundaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Sagðist hún hafa heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer þar sem sóttvarnalæknir hefði upplýst ráðherranefnd um það fyrr í desember. Á fundinum hafi verið ræddur sá möguleiki að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt væri að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í gær. Hugmyndin væri þó enn á samtalsstigi, en samkvæmt stöðuuppfærslu Kára virðast fleiri fundir fyrirhugaðir og markmiðið að Þórólfur taki alfarið við stjórnartaumunum í viðræðunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að hann hafi hafið samskipti sín við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer án þess að ræða við sóttvarnalækni „og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur.“ 24. desember 2020 14:11 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
„Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að hann hafi hafið samskipti sín við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer án þess að ræða við sóttvarnalækni „og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur.“ 24. desember 2020 14:11
Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37
Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58