Björgunarfólk úr Garði og Sandgerði er að reyna að koma böndum á þak sem er við það að fjúka en slíkar tilkynningar hafa einnig borist frá Vestmannaeyjum. Þar hafa um tuttugu tilkynningar um foktjón borist þar sem helstu verkefni eru lausar þakklæðningar og fok á lausamunum.
Bátur losnaði frá bryggju í Vestmannaeyjum um klukkan níu í morgun og eru björgunarsveitir að störfum.
Þá er fólk varað við því að fara varlega á Suðurlandi vegna veðurs, en undir Eyjafjöllum verða snarpar og skeinuhættar hviður fram undir kvöld.