Haukur tók einnig fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar en hann spilaði þrjátíu mínútur í leiknum.
Tenerife var fimm stigum yfir í hálfleik en vann síðan þriðja leikhluta með fimmtán stigum og fór með tuttugu stiga forystu í lokaleikhlutann. Andorra-menn gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn niður í fimm stig á einum tímapunkti í fjórða leikhlutanum.
Tenerife fann taktinn aftur og unnu á endanum 93-81 sigur.
Andorra er í 10. sæti eftir leikinn en Tenerife er í öðru sæti í deildinni.